Klækjabrögðin margvísleg.

Hvers vegna í ósköpunum var ekki hægt að halda þingfund fyrr en kl. 18.00 í dag?

Svona alveg rosalega mikið uppteknir eða hvað?

Vita kannski að á þessum tíma eru venjulegar fjölskyldur í innkaupum og að hlúa að sjálfum sér og öðrum í kvöldmat og háttatíma ungviðanna.

Já, þau sýna á sér margar hliðar klækjabrögðin.

Gætum við ekki sagt að Icesavemálið gefi skotgrafahernaði, í myndlíkingu, nýja merkingu?

----------------------------------------------------------------

Læt hér fylgja 1. erindi úr kvæði eftir Ilya Ehrenburg í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.

Kvæðið heitir Barnabörnin okkar:

Þau munu undrast barnabörnin okkar,

sem blaða í söguriti um liðna tíð:

,,1914 . . . '17 . . . '19 . . .

Að nokkur skyldi lifa þvílíkt af!''

Börn nýrra tíma læra um orustuúrslit

og herforingja og mælskumanna nöfn,

um tölu hinna drepnu,

daga og ártöl.

En ekki um hitt: hve undarlega milt

gat angað rós á skotgrafanna barmi,

hve ljúft var múrsölunnar káta kvak

á milli stórskotanna þrumuþyta,

hve fagurt var þá lífið liðnu daga.

Lífið.

 

 


mbl.is Þingfundur boðaður í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband