Hvað þarf jarðskjálftinn að vera á háu kaliberi?

Já, hvern skal nú undra að greiðsluviljinn sé að hverfa, þegar að almenningur sér að skúrkarnir sem að stálu peningunum þeirra, eigi að sleppa?

Í Bandaríkunum hefðu þessum mönnum verið stungið bak við lás og slá vegna formlegra staðfestinga þess, að um stórkostlegt fjármálamisferli og peningaþvætti hefði átt sér stað.

Það hefði ekki tekið Bandraríkjamenn styttri tíma en 8 - 10 vikur til að framkvæma slíkt, (þ.e. að koma mönnum bak við lás og slá) enda er verið að segja frá einu slíku máli hér á netinu og/eða fréttunum þessa dagana.

Nei, engir skúrkar dæmdir hér og það á að samþykkja Icesasamninginn í dag.

Evrópulöndin og Bandaríkin eru að "síga" upp úr kreppunni en eftir stöndum við íslensk þjóð, sem að lét fjárglæframenn plata okkur og ætlar ábyggilega að láta það gerast áfram.

Eva Joly sagði að þetta væri eitt stærsta sakamál á sviði efnahagsbrota í Evrópu.

Sakamálið sem að kom íslenskri þjóð á hausinn, þar sem að hún mun vera um langa framtíð, svo framarlega sem að við almenningur köllum ekki eftir að Eva Joly komi hingað til lands og blási kjarki í þjóðina.

Ekki gerir forsætisráðherrann okkar það, svo mikið er víst.

Hvað þarf stóran jarðskjálfta svo að þjóðin vakni?


mbl.is Greiðsluviljinn að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Þórkatla,

Það var enginn sem að stal peningunum þínum. Málið er einfaldlega það að þú getur ekki undir nokkrum kringumstæðum bent á sjálfan þig sem sökudólg. Þú hefur sannfært sjálfa þig um að þú varðst að taka öll þín lán, að vinir þínir urðu að taka öll sín lán og að fjölskylda sín varð að taka öll sín lán.

Þetta er svipaður hugsunarháttur og viðgengst í stórum hluta íslensks samfélags. Flestir benda á aðra sem sökudólg sinna sjálfsköpuðu fjárhagsvandræða.

Nú hvernig dettur mér í hug að segja nokkuð slíkt?

Jú, Þórkatla, ég segi það þar sem ég sjálfur er skuldlaus maður í dag. Ég neyddist ekki til þess að kaupa mér ofvaxið hús á uppúrsprengdu verði. Ég neyddist ekki til að kaupa mér ný húsgögn. Ég neyddist ekki til þess að unga út fleiri krökkum en ég átti efni á án stórkostlegra lána. Ég neyddist ekki til að ferðast til útlanda. Ég neyddist ekki til þess að kaupa mér ný raftæki. Ég neyddist ekki til þess að kaupa mér dýrt áfengi. Ég neyddist ekki til þess að ferðast oft og vel innanlands. Ég neyddist ekki til þess að kaupa mér bíl.

Nei, Þórkatla, í 'góðærinu' þá sparaði ég. Ég fór ekki einu sinni til útlanda. Ég leigði mér litla íbúð. Ég frestaði barneignum þar til ég taldi mig eiga efni á þeim. Ég tók strætó í vinnuna/skólann, gekk í vinnuna/skólann og hjólaði í vinnuna/skólann, eftir því hvar ég vann eða var í skóla hverju sinni.

Ég fékk ca. öll mín raftæki gefins frá fólki sem að taldi sig gjörsamlega ÞURFA að fá sér eitthvað splunkunýtt. Ég fékk flest mín húsgögn gefins á sama hátt. Merkilegt nokk, það var einmitt þannig sem foreldrar mínir redduðu sér fyrir 30 árum síðan, sem og flest þeirra systkini og flestir þeirra vinir. Það var líklega á svipaðan hátt sem að flest fólk reddaði sér áður en lánageðveikin tók öll völd í þjóðfélaginu og allir vildu lifa eins og þeir væru á 500.000 kalli hærri launum per mánuð en þeir voru á í raun og veru.

Hvað mat varðar? Ég fæ mér einn Cheerios disk á morgnana. Ég fæ mér samloku með osti og tvo svala í hádegismat. Kvöldmaturinn hefur yfirleitt verið að andvirði 500-600 krónur per einstakling. Þetta lýsir mjög vel hvað ég set ofan í mig dags daglega. Að meðaltali fæ ég mér ekki nema ca. 2 bjóra á viku.

Svo ég endurtaki:

Ég á engan bíl og leigi litla íbúð á ódýrum stað. Frestaði barneignum þar til ég átti efni á. Eyði litlu sem engu í ruslmat. Takmarka mitt 'djamm' verulega. Hef ferðast sama og ekkert. Fékk flest mín húsgögn og raftæki gefins, allt saman í kringum 10-20 ára gamalt.

Ef til vill lestu þetta og botnar ekki upp né niður í hvernig nokkur geti lifað svona. Veistu hvað Þórkatla? Þrátt fyrir allt þetta elskaði ég lífið. Mér þótti frábært að vera að spara, því því meira sem ég sparaði, því fyrr átti ég efni á minni eigin íbúð og því fyrr átti ég efni á því að stofna mína eigin fjölskyldu.

Ég tók engin framhjáhlaup hvað þetta varðar. Flestir sem eru í skuldavandræðum í dag tóku gríðarleg framhjáhlaup í lífsgæðakapphlaupinu.

Þórkatla, ég er í góðum málum í dag. Ég á nóg af peningum. Þeir peningar sem ég sparaði meðan á góðærinu stóð fara langleiðina með að borga fyrir mitt fyrsta húsnæði. Sparnaðurinn hefur einnig orðið til þess að ég mun ekki heldur þurfa að vera svo vitlaus að taka 50%+ lán fyrir húsinu.

Ég er núna 32 ára einstaklingur, skuldlaus, búinn að safna rúmum 22 milljónum undanfarin 12 ár (ásamt frúnni) og er með lítið kríli á leiðinni eftir 4 mánuði.

Þetta væri staðan sem að flestir íslendinga væru í í dag ef þeir hefðu nennt að spara. Lífið myndi blasa við þeim, þrátt fyrir fall bankanna og þrátt fyrir IceSave.

Í staðinn varð megnið af þjóðfélaginu að taka forskot á sæluna og fjármögnuðu það með geðveikislánum.

Núna vilt þú og megnið af þjóðfélaginu að fólk eins og ég, sem hefur lifað við MJÖG ÞRÖNG KJÖR undanfarin áratug, að við borgum fyrir græðgina í restinni af ykkur.

Niðurfelling lána felur í sér að eingöngu við sem spöruðum þurfum að borga fyrir eyðsluna í ykkur hinum. Í ykkur hinum sem fannst ykkur vera neydd til þess að taka lán þegar hver sem er hefði getað sparað í staðinn.

Enginn neiddi ykkur til neins og það mun aldrei nokkurna tíman vera sanngjarnt gagnvart okkur hinum ef að ríkið tekur þá ákvörðun að fella niður skuldir. Ef að ríkið tekur þá ákvörðun að þau okkar sem spöruðum borgum fyrir bæði lánafyllerí bankanna SEM OG LÁNAFYLLERÍ YKKAR HINNA.

Svo einfalt er það, Þórlatla. Þú tókst lánin, það var ekkert nema þinn eigin valkostur og þú skalt svo sannarlega borga fyrir þau sjálf. Ég vil ekkert með þau gera.

Þór (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 10:50

2 identicon

Þór, ég tók á sínum tíma lán, SEM AÐ ÉG BORGAÐI!  Ég tók ekki þátt í neinu gróðærisfylleríi, bý í félagslegri leiguíbúð og borga mína leigu mánaðarlega. Á 14 ára gamla Toyotu, já alveg æðislegt gróðærisfyllerí, eða þannig.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 15:16

3 identicon

Ég get ekki verið sammála þessari predikun hjá Þóri þrátt fyrir að margt skynsamlegt komi þar fram. Vissulega voru það margir sem tóku þátt í góðærinu og er það líka skiljanlegt að mörgu leyti. Það verður þó að taka tillit til þess að þetta mál er algjörlega óviðkomandi sviksamlegri hegðun lítils minnihlutahóps. Hefðu bankarnir ekki hagað sér eins og þeir gerðu hefði núverandi ástand á Íslandi aldrei orðið eins og raun ber vitni.

Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 18:16

4 identicon

Guðmundur, ég er algerlega sammála þér.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband