28.8.2009 | 00:23
Sorgleg kaflaskil í sögu þjóðar.
Sorglegur dagur í dag. Fyrir hverju var barist og allt það....? Sögu sjálfstæðs íslensks lýðveldis lýkur í dag. Sögu fullveldis lýkur í dag.
Ekki ætla ég að fjalla um aðdragandann að öðru leyti en því en, að það mátti ekki draga glæpamennina til ábyrgðar. Þeirra hugsun, þeirra verk, þeirra glæpur, en þeir fá klapp á öxlina frá núverandi "almætti Íslands", ég nefni engin nöfn, mér verður óglatt. En þeir sleppa.
Síðan er líka meiningin að selja auðlindirnar okkar og Óli okkar "forseti" bara að spjalla um það við mann og annan þann 15. ágúst. s.l.
Eftir þessa menn, já Óla líka, standa sundraðar fjölskyldur, glataðar eignir og einnig því miður að einhverju leyti glataður fjársjóður í þeim komandi kynslóðum sem að erfða myndu landið.
Þessar kynslóðir munu hverfa, hver á fætur annarri og eru þegar byrjaðar að gera það, því að með hverri fjölskyldu sem að flýr þetta volæði flytja að meðaltali 2-3 börn.
Sorgleg kaflaskil í sögu þjóðar í dag sem að nennti ekki að mótmæla á Austurvelli í sumar.
Icesave-umræðu að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:28 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.