Aumingja Ísland - en hvað er Þór Saari að gera á Alþingi?

Það var Þór Saari sem að sagði eftir kosningar, að þeir hjá Borgarahreyfingunni, myndu beita sér fyrir því að frumvörp stjórnarmeirihlutans fengju brautargengi, gegn því að þingmenn Borgarahreyfingarinnar fengju setu í sem flestum nefndum.

Það væri víst best fyrir land og þjóð. Jamm, allt fyrir budduna.

Þór Saari hafði ekki dug í sér til að ganga alla leið og segja já eða nei í dag í Icesavemálinu. Hann greiddi ekki atkvæði. Aumingjaháttur og lufsuháttur.

Þráinn, hinn óháði þingmaður nú,  fór í pontu og gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði NEI.

Margrét Tryggva og Birgitta Jóns sögðu NEI. Þær höfðu manndóm í sér. Framsóknarflokkurinn sagði NEI

Aumingja Sjálfstæðsflokkurinn, eins og hann er í þessu máli, ég segi ekki meir um það.

En ég spyr, hvað í ósköpunum er Þór Saari eiginlega að gera á þingi? Hann fékk aðgang að Silfri Egils Helgasonar Borgarahreyfingarkjósanda og er nú með ca. 1 000 000 á mánuði, þar innifalið þingmannslaun, nefndarlaun og öll fríðindin sem að eru ekki svo lítil.

Svo verðum við að reyna að láta okkur dreyma ljúfa drauma um að Óli muni ekki undirskrifa ósköpin... Einhver von? Jú, skráðu þig á http://www.kjosa.is.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þór Saari er með um 5-600 000 á mán. plús seta í einni til tveimur til þremur nefndum, hmmmm, plús bensínpeningar upp á rúmar 60 000  á mán, þurfa ekki að borga fyrir internet né síma, ekki fyrir áskrit að blöðum, bíddu við var ég að gleyma einhverju?

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: ThoR-E

Nei, ég sé að þú ert búinn að leiðrétta 100.000.000 niður í 1.000.000.-

Smá villa, getur komið fyrir besta fólk.

Skil samt ekki afhverju þú eyddir athugasemd minni þar sem ég leiðrétti þig.  :)

Kær kveðja

ThoR-E, 28.8.2009 kl. 15:25

3 identicon

Í fyrri athugasemd þinni sagðir þú ekki að þetta væri smá villa sem að gæti komið fyrir besta fólki. Ef að þú hefðir sagt það, hefði ég haldið henni inni.

En ég man að þú sagðir að þú hefðir orðið fyrir vonbrigðum með Þór Saari. Það skil ég mjög vel.

Ég varð ekki fyrir eins miklum vonbrigðum, er fyrir löngu búin að sjá í gegnum tvískinnunginn hjá þessum manni.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 15:34

4 identicon

Já og AceR, þakka þér fyrir að leiðrétta mig með milljónirnar..... 

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 15:41

5 Smámynd: ThoR-E

Ekki málið :)

..og hvað varðar Þór Saari að já, vonbrigðin eru mikil. Maður sem hefur tjáð sig með þessum hætti um Icesave og gagnrýnt samningin ítrekað og hefur meira að segja líka unnið að málinu ... situr bara hjá. Eins og honum sé bara sama... kemur honum ekki við.. :Þ

Ótrúlegt alveg.

ThoR-E, 28.8.2009 kl. 17:08

6 identicon

Hér er hlekkur inn á myndband af YouTube, sem tengist IceSavemálinu:

http://www.youtube.com/watch?v=eHN_XLBykyY

Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 17:43

7 identicon

AceR ég er algerlega sammála þér, þessi hegðun hjá manninum er alveg með endemum.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 18:58

8 Smámynd: ThoR-E

Verð samt að taka fram að þótt ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með að Þór sat hjá við kosninguna á Icesave, að þá hef ég mikið álit á honum sem þingmanni.

Hann á án efa eftir að útskýra hvers vegna hann sat hjá, það hlýtur að hafa verið góð ástæða fyrir því.

ThoR-E, 28.8.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband