18.6.2009 | 23:30
Ekki vildi ég vera Jóhanna Sig. á dvalarheimili eftir einhver ár. Það verður enginn búinn að gleyma þessu.
Í frétt RÚV í kvöld kom fram að það ætti að ráðast að elli og-örorkulífeyrisþegum og barnabótum fjölskyldufólks. Þetta virðist hafa gleymst í þessari frétt?
Ekki vildi ég vera Jóhanna Sig. á dvalarheimili eftir X mörg ár. Það verður enginn búinn að gleyma þessu.
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4467485/2009/06/18/
Er þetta ekki yndislegt?
![]() |
Skattur á kex og gos í 24,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2009 | 18:49
Fangelsi skal það vera "Jón bóndi".

![]() |
Biður nágranna afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2009 | 15:23
Hissa að það skuli enginn hafa gert þetta fyrr............
Já og þetta er rétt að byrja. Hvernig væri að koma á fund Radda fólksins næsta laugardag með Herði Torfa?
Hvar á þetta að enda? Það er verið að afsala okkur fullveldinu og selja okkur í þrældóm næstu 20 árin eða svo.
Eftir hverju er fólk að bíða?
![]() |
Þjóðfundur við Hólmatún |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allur Hafnarfjörður verður rafmagnslaus í nótt. Heyrði þetta í fréttum RÚV í útvarpinu í hádeginu. Allt rafmagsnlaus frá kl. 01:00 - kl 05.00.
Maður hélt nú að þetta væri löngu liðin tíð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 19:20
Við erum komin í Sovétástand fjölmiðlastarfs.
Hvaða hagsmunaaðilum er þessi hagfræðiprófessor að þjóna? Hvað eftir annað kemur hann fram í ljósvakamiðlunum og segir að þetta sé allt í þessu himnalagi.
Stöð 2 er Baugsmiðill og RÚV framlenging af VG og Samfylkingu, ekki við góðu að búast.
Þjóðarbúið ekki á hliðina

Hagfræðiprófessor segir að afborganir af Icesave-láninu setji þjóðarbúið ekki á hliðina. Greiðslurnar jafngildi því að slökkt væri á álverinu á Reyðarfirði og Kárahnúkavirkjun og þau ekki sett í gang aftur fyrr en að 8 árum liðnum. Eftir rúm 7 ár hefjast greiðslur af Icesave-láninu. Lánið er upp á um 650 milljarða króna með vöxtum upp á 5,5%. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur reiknað út hve miklar afborganirnar verða.
Hann gerir ráð fyrir að þegar eignir Landsbankans hafi gengið upp í skuldina standi eftir 10-25% eða 65 til rúmlega 160 milljarðar króna. Hann segir mikla óvissu vera í útreikningunum og ekki séu allar staðreyndir á borðinu. Hann telji þó að fyrsta greiðslan muni nema 0,5-1,5% af landsframleiðslu það ár.
Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að árleg landsframleiðsla verði um 15 hundruð milljarðar árið 2014 og Þórólfur gerir ráð fyrir að hagvöxtur næstu ár eftir það verði 2,5%. Hann bendir á að Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir að Kárahnjúkavirkjun og Reyðarálsverkefnið hafi átt að bæta þjóðartekjur um 0,5-1%. Icesave skuldbindingin sé því býsna mikil blóðtaka en gangi allt eftir er ekki ástæða til að ætla að þjóðarbúið fari á hliðina.
(leturbreytingar mínar)
17.6.2009 | 13:21
Framlengdur Svavar.............. með framlengingarsnúru.
Er ekki annars dóttir hans í ríkisstjórn? Engir hagsmunaárekstrar þar á ferð..........?
http://www.eyjan.is
Framlengdur fyrir vel unnin störf
Orðið á götunni er að Svavar Gestsson, sendiherra og formaður íslensku samninganefndarinnar í Icesave deilunni, hafi valdið nokkrum titringi í utanríkisþjónustunni þegar hann fór fram á að skipunartímabil hans yrði framlengt. Taldi hann ekki annað sanngjarnt eftir fórnfúst starf í þágu þjóðarinnar í erfiðum Icesave-viðræðum, einsog einn starfsmaður utanríkisráðuneytisins hafði á orði á götunni.
Nokkuð er síðan ákveðið var að Svavar hætti sem sendiherra nú í sumar, enda rýfur hann nú 65 ára múrinn sem jafnan hefur verið hámarksaldur sendiherra á erlendum pósti.
Orðið á götunni er að ekki hafi aðeins verið búið að kalla Svavar heim frá Danmörku, heldur hafi líka verið búið að tilnefna eftirmann hans. Orðið á götunni er að næsti sendiherra í kóngsins Köben verði Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í alþjóðamálum, en hann er sendiherra í láni í forsætisráðuneytinu.
Orðið á götunni er að Svavar Gestsson hafi gert prótókollstjórum billt við þegar hann bað Össur Skarphéðinsson að framlengja dvöl sína í Kaupmannahöfn fram yfir á næsta ár. Orðið á götunni er að utanríkisráðherra hafi ekki átt nokkurn annan kost en að verða við bón allaballans fyrrverandi, enda sá síðarnefndi verið formaður samninganefndarinnar í skjóli formanns VG og þarf Össur síst á því að halda að rugga samskiptum við VG, nú þegar enn ríkir óvissa um framgang ESB-umsóknar Íslands
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 22:26
Tær snilld, mynd ársins!
Margt er líkt með skyldum......................
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2009 | 22:09
Til hamingju Snæbjörn!
Ég má til með að óska frænda mínum Snæbirni Ragnarsssyni, einum höfunda Bólu-Hjálmars, til hamingju með verðlaunin.
Hann fékk líka tilnefningu fyrir Lápur, Skrápur og jólaskapið.
Svo er hann einn meðlimur hinna óforbetranlegu Ljótu hálfvita sem að eru búnir að slá rækilega í gegn, til hamingju frændi!
![]() |
Utan gátta fékk flest verðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 17.6.2009 kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 19:29
Kóngur um stund.
Hér er Sigurður ofurútrásarlögmaðurinn í viðtalinu hjá Helga Seljan í gærkvöldi. Þetta er maðurinn sem að þykist geta veist að Evu Joly.
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431406/2009/06/15/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 18:23
Jæja Ásta mín, nú er það bara hugleiðslan sem að gildir, róa sig.
Þegar að maður verður orðlaus, ja þá verður maður bara orðlaus, Ástu Ragnheiði var hafnað í kosningum en lætur síðan eins og vitleysingur í starfi þingforseta.
Tryggvi Þór með fimmaurabrandara og er greinilega í góðu sambandi við útrásarvíkinga, ofboðslega fyndið. Þingheimur hló!
Hvað hefur þetta fólk mikið á mánuði fyrir það að láta eins og fífl?
Ætlum við síðan að fara að flaðra upp um þetta lið 17. júní? Nei takk.
![]() |
Einleikur forseta á bjöllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar