Ekki vildi ég vera Jóhanna Sig. á dvalarheimili eftir einhver ár. Það verður enginn búinn að gleyma þessu.

Í frétt RÚV í kvöld kom fram að það ætti að ráðast að elli og-örorkulífeyrisþegum og barnabótum fjölskyldufólks. Þetta virðist hafa gleymst í þessari frétt?

Ekki vildi ég vera Jóhanna Sig. á dvalarheimili eftir X mörg ár. Það verður enginn búinn að gleyma þessu.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4467485/2009/06/18/

Er þetta ekki yndislegt?


mbl.is Skattur á kex og gos í 24,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangelsi skal það vera "Jón bóndi".

Þennan mann á víst að dæma í fangelsi, samkvæmt fréttum Stöðvar 2 í kvöld (já ég horfa ennþá á fréttirnar þarna)Pouty , en útrásarvíkingar sleppa...... glæsilegt.
mbl.is Biður nágranna afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hissa að það skuli enginn hafa gert þetta fyrr............

Já og þetta er rétt að byrja. Hvernig væri að koma á fund Radda fólksins næsta laugardag með Herði Torfa?

Hvar á þetta að enda? Það er verið að afsala okkur fullveldinu og selja okkur í þrældóm næstu 20 árin eða svo.

Eftir hverju er fólk að bíða?


mbl.is Þjóðfundur við Hólmatún
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allur Hafnarfjörður rafmagnslaus frá kl. 01.00 - 05.00 aðfararnótt föstudags.

Allur Hafnarfjörður verður rafmagnslaus í nótt. Heyrði þetta í fréttum RÚV í útvarpinu í hádeginu. Allt rafmagsnlaus frá kl. 01:00 - kl 05.00.

Maður hélt nú að þetta væri löngu liðin tíð.


Við erum komin í Sovétástand fjölmiðlastarfs.

Hvaða hagsmunaaðilum er þessi hagfræðiprófessor að þjóna? Hvað eftir annað kemur hann fram í ljósvakamiðlunum og segir að þetta sé allt í þessu himnalagi.

Stöð 2 er Baugsmiðill og RÚV framlenging af VG og Samfylkingu, ekki við góðu að búast.

Þjóðarbúið ekki á hliðina

Þjóðarbúið ekki á hliðina

Hagfræðiprófessor segir að afborganir af Icesave-láninu setji þjóðarbúið ekki á hliðina. Greiðslurnar jafngildi því að slökkt væri á álverinu á Reyðarfirði og Kárahnúkavirkjun og þau ekki sett í gang aftur fyrr en að 8 árum liðnum. Eftir rúm 7 ár hefjast greiðslur af Icesave-láninu. Lánið er upp á um 650 milljarða króna með vöxtum upp á 5,5%. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur reiknað út hve miklar afborganirnar verða.

Hann gerir ráð fyrir að þegar eignir Landsbankans hafi gengið upp í skuldina standi eftir 10-25% eða 65 til rúmlega 160 milljarðar króna.  Hann segir mikla óvissu vera í útreikningunum og ekki séu allar staðreyndir á borðinu. Hann telji þó að fyrsta greiðslan muni nema 0,5-1,5% af landsframleiðslu það ár.

Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að árleg landsframleiðsla verði um 15 hundruð milljarðar árið 2014 og Þórólfur gerir ráð fyrir að hagvöxtur næstu ár eftir það verði 2,5%. Hann bendir á að Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir að Kárahnjúkavirkjun og Reyðarálsverkefnið hafi átt að bæta þjóðartekjur um 0,5-1%. Icesave skuldbindingin sé því býsna mikil blóðtaka en gangi allt eftir er ekki ástæða til að ætla að þjóðarbúið fari á hliðina.

(leturbreytingar mínar)

 


Framlengdur Svavar.............. með framlengingarsnúru.

Er ekki annars dóttir hans í ríkisstjórn? Engir hagsmunaárekstrar þar á ferð..........?

http://www.eyjan.is

Framlengdur “fyrir vel unnin störf”

Orðið á götunni er að Svavar Gestsson, sendiherra og formaður íslensku samninganefndarinnar í Icesave deilunni, hafi valdið nokkrum titringi í utanríkisþjónustunni þegar hann fór fram á að skipunartímabil hans yrði framlengt. Taldi hann ekki annað sanngjarnt “eftir fórnfúst starf í þágu þjóðarinnar í erfiðum Icesave-viðræðum”, einsog einn starfsmaður utanríkisráðuneytisins hafði á orði á götunni.

Nokkuð er síðan ákveðið var að Svavar hætti sem sendiherra nú í sumar, enda rýfur hann nú 65 ára múrinn sem jafnan hefur verið hámarksaldur sendiherra á erlendum “pósti”.

Orðið á götunni er að ekki hafi aðeins verið búið að kalla Svavar heim frá Danmörku, heldur hafi líka verið búið að tilnefna eftirmann hans. Orðið á götunni er að næsti sendiherra í kóngsins Köben verði Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í alþjóðamálum, en hann er “sendiherra í láni í forsætisráðuneytinu”.

Orðið á götunni er að Svavar Gestsson hafi gert prótókollstjórum billt við þegar hann bað Össur Skarphéðinsson að framlengja dvöl sína í Kaupmannahöfn fram yfir á næsta ár. Orðið á götunni er að utanríkisráðherra hafi ekki átt nokkurn annan kost en að verða við bón allaballans fyrrverandi, enda sá síðarnefndi verið formaður samninganefndarinnar í skjóli formanns VG og þarf Össur síst á því að halda að rugga samskiptum við VG, nú þegar enn ríkir óvissa um framgang ESB-umsóknar Íslands


Tær snilld, mynd ársins!

Margt er líkt með skyldum......................


Til hamingju Snæbjörn!

Ég má til með að óska frænda mínum Snæbirni Ragnarsssyni, einum höfunda Bólu-Hjálmars, til hamingju með verðlaunin.

Hann fékk líka tilnefningu fyrir Lápur, Skrápur og jólaskapið.

Svo er hann einn meðlimur hinna óforbetranlegu Ljótu hálfvita sem að eru búnir að slá rækilega í gegn, til hamingju frændi!


mbl.is Utan gátta fékk flest verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kóngur um stund.

Hér er Sigurður ofurútrásarlögmaðurinn í viðtalinu hjá Helga Seljan í gærkvöldi. Þetta er maðurinn sem að þykist geta veist að Evu Joly.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431406/2009/06/15/


Jæja Ásta mín, nú er það bara hugleiðslan sem að gildir, róa sig.

Þegar að maður verður orðlaus, ja þá verður maður bara orðlaus, Ástu Ragnheiði var hafnað í kosningum en lætur síðan eins og vitleysingur í starfi þingforseta.

 Tryggvi Þór með fimmaurabrandara og er greinilega í góðu sambandi við útrásarvíkinga, ofboðslega fyndið. Þingheimur hló!

Hvað hefur þetta fólk mikið á mánuði fyrir það að láta eins og fífl?

Ætlum við síðan að fara að flaðra upp um þetta lið 17. júní? Nei takk.


mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband