4.2.2010 | 02:01
Frændþjóðavinir í raun, innistæður og fl.
Það er gleðiefni að Norðmenn ætli að snúa frá villu síns vegar og vera frændþjóðarvinir í raun. En hvers vegna gera hinar Norðurlandaþjóðirnar ekki slíkt hið sama? Finnar hafa nú bæst í vinahóp okkar í þessu samhengi en Danir og Svíar eru enn andvíg okkur í þessu máli og lætur AGS ráðskast með okkur.
Já mér er spurn. Hvaða óskaplegt ægivald hefur þessi sjóður eiginlega? Hann getur komið í veg fyrir að aðrar þjóðir veiti okkur lánafyrirgreiðslu. Þetta er fjárhagsleg kúgun gagnvart lítilli þjóð sem að Bretar og Hollendingar hafa kallað yfir okkur.
Og það sem meira er, allar kröfur til innistæðueiganda hafa verið greiddar út að fullu en útrásarvíkingarnir skulda bresku og hollensku ríkjunum gífurlegar fjárhæðir. Þeim ber að borga þessum ríkjum þessar fjárhæðir sjálfir en ekki við almenningur. Bankarnir voru í einkaeigu þegar þessir ómerkingar kölluðu þetta yfir okkur.
Á ég ekki bara að borga þínar skuldir Jón Jónsson? Af hverju eigum við að borga skuldir annarra manna. Ég er kannski treg en ég skil ekki svona þankagang. Til að kóróna vitleysuna þá situr Jón Ásgeir í einni af skilanefndum bankanna og aðrir ganga lausir.
Mál Björgólfs Thors er nú kapitúli út af fyrir sig, myndi hvergi viðgangast í nokkru siðmenntuðu ríki.
En Norðmenn og Finnar eiga heiður skilið.
Norðmenn breyta um Icesave-stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2010 | 00:42
Blekkingarnar afhjúpast hver af annarri.
Þær blekkingar sem að íslensk stjórnvöld hafa viðhaft gagnvart íslensku þjóðinni í Iceasavemálinu,eru vítaverðar að mínu mati. Reyna að keyra fram málið á blekkingum og síðan mátti þjóðin helst sem minnst fá að vita um málið. Þetta er valdníðsla af verstu sort.
Nú kemur í ljós að Norðmenn og Finnar eru okkur hliðhollar, jafnvel fleiri þjóðir hvað veit maður. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert reynt að vinna sér fylgi utanlands og segir okkur síðan bara að borga. Kannski að þú farir að tala við annað fólk Jóhanna mín.
Finnar hliðhollir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.2.2010 | 00:02
Loksins, loksins virðist eitthvað vera að breytast.
Nota AGS sem vopn gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2010 | 23:39
Það er sem sagt mikilvægt hlutverk að sitja á bekknum. Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt.
"Logi var í alveg rosalega mikilvægu hlutverki", skil ekki. Var það, þetta mikilvæga hlutverk að sitja á bekknum og gera önnur lið skíthrædd við að hann kæmi inn á.
Af hverju mátti hann ekki koma inn á og skjóta aðra leikmenn í kaf, hefði það ekki bara verið ágætt Gummi minn? Samkvæmt ummælum Guðmundar var ástæðan ekki að Logi væri ekki tilbúinn.
Þannig að ástæðan er önnur greinilega....
Guðmundur: Logi á hrós skilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 09:13
Nýja búsáhaldabyltingu, takk!
Fyrir hverju var barist í búsáhaldabyltingunni, átti ekki að berjast fyrir réttindum þeirra sem að minnst mættu sín?
Sjálfstæðisflokknum var bölvað en er núverandi ríkisstjórn að gera nokkuð betur í þágu öryrkja? Það er með ólíkindum að fólk í þessu landi ætli að sætta sig við að að borga skuldir óreiðumanna og útrásarpakks og láta öryrkja, láglaunafólk og ellilífeyrisþega borga brúsann!
Öryrkjar mótmæla nýrri aðför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.1.2010 | 08:59
Rosalega erfitt hjá flugmönnum, eða hvað?
Flugmenn samþykkja verkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2010 | 08:34
Fyrirliði eður ei?
Ólafur Stefánsson: Pirraður, sár og svekktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 08:09
Okkur vantar tröllið Sigfús Sigurðsson í vörn og sókn. Leikurinn í kvöld tapast, that's for sure!
Ég spái Íslandi tapi gegn Danmörku í kvöld. Ástæðan, jú, Gummi Gumm er kominn í feitt þjálfarastarf erlendis, má ekkert vera að þessu.
Ástæða 2 er sú að Óli Stef. var búinn að ákveða að hætta með landsliðinu en fékk svo góða fjárhagslega fyrirgreiðslu, að hann hætti við að hætta, en hugsjónin fyrir handboltanum er horfin.
Það kann ekki góðri lukku að stýra, þegar að bæði þjálfarinn og fyrirliðinn eru með hugann við allt aðra hluti en að gera sitt besta.
Síðan saknar maður sárlega Sigfúsar Sigurðssonar sem að stóð ævinlega sína "plikt".
Ísland-Danmörk: Jafntefli líklegustu úrslitin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2010 | 00:39
Jóhanna og lítilmagninn!
Það er með hreinum ólíkindum að það eigi að skerða kjör öryrkja, vegna tekna. Ég á son sem að er öryrki. Ekki er það há fjárhæð. Ef að við héldum ekki heimili saman hefði hann hvorki í sig né á nema húsaleigu og brýnustu nauðsynjar. Sjálf er ég á atvinnuleysisbótum, þannig að ekki getur maður leyft sér mikið.
Fólkið sem ræður för með milljón á mánuði getur hins vegar leyft sér ýmislegt, svo maður tali nú ekki um öll fríðindin. Jóhanna virðist vera búin að gleyma litla manninum ef svo má að orði komast, hún á að skammast sín!
ÖBÍ mótmælir kjaraskerðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2010 | 00:29
Víkingaöldin ennþá?
Veiði leyfð á 1.272 hreindýrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar