21.1.2010 | 00:17
Stefnir í gerbreytt aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu.
Obama heldur sínu striki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2010 | 00:45
Besti markvörður Íslands tekinn úr markinu og Guðjón tekinn út af!
Jafntefli gegn Serbum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2010 | 00:38
Eineltið og gimsteinar manns!
Mig langar að fjalla hér um einelti, málefni sem að mikið hefur verið rætt um, en hver árangurinn, það er mín spurning? Ég hef áður fjallað um eineltismál hér á minni bloggsíðu, en er núna fremur að beina athyglinni að áhrifum eineltis á foreldrana og sálarlíf þeirra til langs tíma litið.
Það sem er sárast í tilviki sonar míns er, að það er litið svo á að hans veikindi séu bara alls ekki eineltinu að kenna. Ég þekki son minn og veit hvaða áhrif einelti gersamlega gerbreyttu lífi hans.
Þau gerbreyttu líka lífi mínu. Ég missti heilsuna, vinnuna og stundum hef ég verið að hugsa um af hverju ég sé að þessu basli. Það eru allsstaðar lokaðar dyr og skilningsleysi. En sonur minnn er gimsteinn og fyrir hann lifi ég. Svo einfalt er það.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 00:38
"Einelti gagnvart Íslendingum" segir Martin Wolf hjá Financial Times
Ætli þetta sé nú ekki eitthvað sem að íslensk stjórnvöld ættu að skoða ef að þau kæra sig yfirhöfuð nokkuð um það? Þetta er algerlega nýtt sjónarhorn sem að við eigum að taka mark á.
Ég skora á Egil Helgason að fá hann í þáttinn til sín.
Bretar og Hollendingar hætti einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.1.2010 | 21:11
Hlustaðu núna læknir sonar míns!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2010 | 06:22
Ingólfshryllingur hinn nýi?
Ég man þá tíð þegar að manni fannst gaman og fjölskylduvænt að koma á Ingólfstorg. Þamgað fórum við oft mæðginin hérna "i den" og höfðum það kósí.
Breytingin sem var gerð á því fyrir nokkrum árum siðan var þvílíkur hryllingur að ég hef forðast að bregða fæti mínu þar í langan tíma. En vonandi er betri tíð í vændum. En hvað skyldi þetta hafa kostað borgarbúa? Sem betur fer er ég ekki Reykvíkingur og þarf ekki að borga ósköpun.
Hætt við óvinsælar framkvæmdir við Ingólfstorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2010 | 05:02
Er eitt mannslíf öðru mikilvægara?
Hvað farast mörg börn í heiminum úr drepsóttum og hungri á hverjum sólarhring og enginn segir neitt og fjölmiðlar ganga ekki af göflunum út af því? Fleiri þúsund börn og fullorðnir, já á hverjum sólarhring. Söfnunarátök koma reglulega upp en duga skammt eins og dæmin sanna.
Lítum til Íslands: Hvernig væri að ríkið styrkti Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstofnun kirkjunnar, Fjölskylduhjálpina og fleiri sjálfboðaliðasamtök úr því að við erum svona vel aflögufær. Maður líttu þér nær. Fólk sveltur í þessu "velsældarsamfélagi" Jóhönnu Sig.
Óttast að hálf milljón hafi farist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2010 | 03:53
Notaðu peningana til að stofna skóla fyrir fólk með geðraskanir!
Óskýrar reglur um laun stórmeistara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2010 | 03:28
Sally Magnusson og "þjóðaratkvæðagreiðsla".
Það er svolítð skrítð að ekki skuli vera tekið mark á orðum Sally Magnusson, þar sem að hún bendir á hvað miklu máli það skipti Íslendinga að vaxtaprósenta af Icesaveláninu sé lækkuð um um 2-3 %. Alveg með ólíkindum þegar tillit er tekið til þess hve þekkt þessi manneskja er og málum vel kunnug.
Svo að maður víki nú að því að það stendur aldrei til að við Íslendingar fái nokkurn tíma tækifæri til að greiða atkvæðagreiðslu um eitt né neitt. Það er alveg sama hvaða flokkar eru við völd. Þjóðin á aldrei að fá að ráða einu né neinu.
Ávítuð fyrir stuðning við Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2010 | 02:49
Hahíti og Ísland? Skuldastaða ríkissjóðs Íslands skrípaleikur?
Ég segi hreinlega nei við þessari frétt. Geta ríkustu þjóðir heims ekki bjargað þessu? Með allri minni samúð með íbúum Hahíti, erum við aflögufær eða hvað? Ef að við getum bjargað þessu, hljótum við að geta bjargað því líka að við getum lifað af sem þjóð, eða er skuldastaða ríkissjóðs einn allsherjar skrípaleikur?
Fátæka Ísland fyrst til Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar