20.8.2009 | 00:50
Hvar er Eva Joly á listanum?
Hverra hagsmuna er tímaritið Forbes að þjóna?
Þeir þar á ritstjórn ættu að kynna sér betur, hvað Jóhanna telur sig hafið staðið fyrir síðustu 30 árin, sem sagt að tala máli þeirra sem að minnst mættu sín i samfélaginu hér á Íslandi.
Talar nú síðan máli bankamanna en ekki íslenskrar alþýðu sem að er nú skuldsett upp fyrir haus, Iceavemálið verður samþykkt í vikunni.
Síðan stöðugar skattahækkanir á íslenskan almenning á einn eða annan veg.
Árni Páll gerir ekkert annað en að hundelta fólk í meintum bótasvikum, með leyfi Jóhönnu Sig. en skattasvindlarar, m.a. útrásarvíkingar og meintir fjárglæframenn sleppa með skrekkinn og við þjóðin borgum þeirra skattasvindl, ofan á öll hin ósköpin. Allt með leyfi Jóhönnu og co.
Maður talar nú ekki um öll ósköpin sem að ganga á hjá skilanefndum bankanna, menn skammta sér þar sjálfir laun og eru síðan endurráðinir í enn æðri stöðu viðkomandi banka sé þeim vikið úr skilanefnd.
Hvað kostar þetta íslenska þjóð?
Valtýr Sig. situr enn í sínu embætti og fjárglæframaður er ráðuneytisstjóri Katrínar Jakobsdóttur.
Alveg stórkostlegt ekki satt?
![]() |
Jóhanna meðal áhrifamestu kvenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.8.2009 | 18:17
Klækjabrögðin margvísleg.
Hvers vegna í ósköpunum var ekki hægt að halda þingfund fyrr en kl. 18.00 í dag?
Svona alveg rosalega mikið uppteknir eða hvað?
Vita kannski að á þessum tíma eru venjulegar fjölskyldur í innkaupum og að hlúa að sjálfum sér og öðrum í kvöldmat og háttatíma ungviðanna.
Já, þau sýna á sér margar hliðar klækjabrögðin.
Gætum við ekki sagt að Icesavemálið gefi skotgrafahernaði, í myndlíkingu, nýja merkingu?
----------------------------------------------------------------
Læt hér fylgja 1. erindi úr kvæði eftir Ilya Ehrenburg í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.
Kvæðið heitir Barnabörnin okkar:
Þau munu undrast barnabörnin okkar,
sem blaða í söguriti um liðna tíð:
,,1914 . . . '17 . . . '19 . . .
Að nokkur skyldi lifa þvílíkt af!''
Börn nýrra tíma læra um orustuúrslit
og herforingja og mælskumanna nöfn,
um tölu hinna drepnu,
daga og ártöl.
En ekki um hitt: hve undarlega milt
gat angað rós á skotgrafanna barmi,
hve ljúft var múrsölunnar káta kvak
á milli stórskotanna þrumuþyta,
hve fagurt var þá lífið liðnu daga.
Lífið.
![]() |
Þingfundur boðaður í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 22:02
Leppríkisstjórn AGS.
Já Steingrímur hefur sem sagt áhyggjur. Undur og stórmerki. Hefur hann áhyggjur af afkomu komandi kynslóða eða sínum ráðherrastól?
Hvernig væri að mæta á Austurvöll á morgun, eða ætlum við að láta mestu svikararíkisstjórn allra tíma setja okkur í fátæktrargildru líkt og AGS gerði við Argentínu forðum. Er að afsala okkur sjálfstæði okkar og fullveldi sem að tók margar kynslóðir að berjast fyrir
Þessi ríkisstjórn er leppur AGS, af hverju var ekki samþykkt að þiggja lán frá Rússum fyrir nokkrum mánuðum síðan, án skilyrða? Jú var það ekki til þess að fjárglæframennirnir sleppi við að borga og Samfylkingin styggi nú ekki bestu vini sína, Baugsfeðgana og fjárglæframennina.
Þessi ríkisstjórn er jú besti vinur bankanna.
Það var nokkuð vitað mál að AGS myndi krefjast borgunar á Icesaveskuld, og því auðvitað alveg prýðilegt að demba því á íslenskan almenning? Fjárglæframennirnir eiga að sleppa.
![]() |
Býst ekki við gagntilboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2009 | 21:03
Grátur og gnístan tanna, ....... eða einhver sjálfsvirðing?
Er ekki þess virði að eyða smá tíma í að lesa greinar Financial Times, eða hvað? Það finnst mér allavega.
Jæja þá, ætlar fólk virkilega ekki að fara niður á Austurvöll að mótmæla á næstu dögum? VG og Sjálfstæðisflokkur með allt niður um sig í Icesavemálinu. Maður talar nú ekki um Borgarahreyfinguna ógrátandi.
![]() |
Djúpt vantraust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þingmenn VG, Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónassson, hafa undanfarið farið mikinn í fjölmiðlum og sagst vera á móti Icesave óbreyttu. Gott og vel. Fyrirvarar settir inn í samninginn, sem að enginn veit hvort að Hollendingar eða Bretar munu taka nokkurt mark á, en samt eigum við Íslendingar að trúa þvi að þeir munu gera það.
Ég er ekki forspá og veit því ekkert um það, en það er skrítið að samþykkja samning með fyrirvörum sem að við verðum bara að treysta á að Hollendingar og Bretar taki mark á og taki gilda.
Að segja að fyrirvarar inn í samninginn sé sama og að hafna honum er bara bull.
En nú eru fjórmenningarnir sem sagt sáttir og ætla að ganga við ósköpunum í 2. umræðu á Alþingi um málið í vikunni
Ég skil ekki svona málflutning. Hreinlega skil ekki.
En gæti það nú ekki haft eitthvað að segja að við fjölmennum niður á Austurvöll þegar að þetta mál fer til 2. umræðu í vikunni og látum heyra í okkur kröftuglega? Það er að segja þeir sem að telja að við eigum ekki að borga þetta.
Það gæti nefnilega verið að sumir fari að verða hræddir um þingsætin sín, heyri þeir fyrir alvöru í íslenskri þjóð.
![]() |
Full samstaða um Icesave í VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.8.2009 | 19:09
Atli Viðar landsliðsmaður betri en enginn. Til hamingju FH.
Atli Viðar Björnsson stendur sig vel eins og fyrri daginn. Létu ekki tap gegn KR slá sig út af laginu og unnu leikinn með stæl. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að FH verði Íslandsmeistarar, þó svo að Heimir Guðjóns sé alltaf hógværðin uppmáluð þegar að talið berst að því.
En til hamingju FH!
![]() |
Stórsigur FH-inga í Grafarvogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2009 | 13:40
Eru ekki einhverjar mótsagnir í þessum ósköpum?
Á þetta að vera djók eða hver er eiginlega hugsunin hjá þessum manni?
http://www.visir.is/article/20090815/FRETTIR01/844077987
Er ég ein um að finnast þessar yfirlýsingar mannsins stangast pínulítið á ...........? Ansi furðulegt að mínu mati.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2009 | 11:45
Það er vert að kíkja á þetta. Alvara grínsins.
Verður maður ekki á þessum sorgardegi, að fara í pínulítinn Pollýönnuleik og taka þetta á "djókinu" samhliða alvörunni, já ef að það er á annað borð hægt?
Endilega kíkið á þetta myndband:
http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw
![]() |
Nálægt breiðri sátt um Icesave-frumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2009 | 11:03
Sorgardagur fyrir íslenska þjóð, en þessi grein er skyldulesning.
Þessi grein er skyldulesning. Frábær grein hjá Andrew Hill. Hvers vegna í ósköpunum hefur þetta ekki komið fram fyrr? Þarna kemur ýmislegt fram sem að við almenningur höfum ekki fengið að vita.
Það verður þó að segjast eins og er að Jóhanna er þarna að reyna að bjarga andlitinu á síðustu stundu, of seint Jóhanna mín. Þetta hefði kannski haft eitthvað að segja hefðir þú skrifað þessa grein fyrr.
Og svo er búið að afgreiða Icesavesamninginn úr fjárlaganefnd með fyrirvörum í stað þess að reyna dómstólaleiðina. Sorgardagur fyrir íslenska þjóð.
![]() |
FT: Ábyrgðin sameiginleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar