Færsluflokkur: Dægurmál

Guantanamo-fangabúðirnar urðu fyrir valinu.

Repúblikanir í sinni málefnafátækt hafa greinilega séð fram á að erfitt yrði að finna höggstað á starfsaðferðum og framkvæmdum Barracks Obama.

Frumvarp forsetans um lokun hinna illræmdu Guantanamo-fangabúða varð fyrir valinu hjá Repúblikunum. Á degi hverjum verða fangarnir að þola alvarlegar pyntingar frá hendi fangavarða.

En Obama mun leysa þetta mál, engin spurning.


mbl.is Skipulögð barátta gegn Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmaðurinn fljúgandi á vængjum Icelandair

Í DV núna um helgina eru upplýsingar um ferðakostnað okkar "ástsælu" þingmanna. Á síðasta ári fóru 140 milljónir í að borga ferðakostnað þessara manna. Þar af fóru um 57 milljónir í það að borga ferðakostnað þessara manna hérlendis. Rúmar 80 milljónir fóru í að greiða ferðakostnað þessara þingmanna erlendis á vegum síns embættis.

Þessu til viðbótar fá þeir þingmenn, sem að búa utan höfuðborgarsvæðisins fasta greiðslu mánaðarlega, að upphæð 61 000 krónur á mánuði.

Guðbjartur Hannesson fer á milli Akraness og Reykjavíkur daglega á okkar kostnað og Kristján Þór Júlíusson sem að á sitt lögheimili á Akureyri, segist ekkert vita um ferðakosntað sinn á mánuði. "Ég flýg bara þegar að ég vil fljúga" er haft eftir honum í áðurnefndu blaði.´

Mér hefur nú sýnst að þeir sem að hafa ákveðið að fara í greiðsluverkfall, hafi fengið ansi þungar ákúrur frá forsætisráðherranum okkar og viðskiptaráðherra. Venjulegur Jón Jónsson mátti sem sagt ekki halda uppi vörnum fyrir sitt heimili en Kristján "flýgur þegar að hann vill fljúga".

Hm.Þá vitum við það.

 

 


Sendi hlýjar kveðjur.

Það er lítið hægt að segja nema að senda hlýjar kveðjur til allra þeirra aðstandenda og fórnarlambs, nú ungs drengs, sem að um sárt eiga að binda eftir umferðar- og vinnuslys síðustu daga.

Vona að hlýjar hugsanir hafi eitthvað að segja.


mbl.is Drengur alvarlega slasaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Banaslys í umferðinni - leiðrétting.

Ég vil hér leiðrétta sjálfa mig í tengslum við banaslys í umferðinni. Hið rétta er að það hafa orðið 2 banaslys í umferðinni á einni viku. Eitt mótorhjólaslys og eitt bifreiðaslys. Í vikunni varð einnig vinnuslys sem að olli dauða 18 ára ungs manns. Biðst ég velvirðingar á að hafa ekki hafa ekki greint rétt frá. Næg er sorgin samt.

Umferðarstofa: Takið ykkur tak.

Tvö banaslys hafa orðið hér í umferðinni á þremur sólarhringum. Fyrir nokkrum árum síðan man ég eftir því að  haldið var uppi öflugum áróðri geng hraðakstri hér á landi, en nú heyrist lítið frá Umferðarstofu.

Eingöngu það að mótorhjólin séu komin á göturnar og það sé vissast fyrir okkur bifreiðaakstursmenn að passa okkur.

Annað þeirra banaslysa nú síðustu daga var í mótorhjólaslysi, en hitt banaslysið gerðist í venjulegum fólksbíl.

Umferðarstofa: Hér er alvara á ferð.


Forseti sem að skilur vanda "venjulegs" fólks.

Þegar að ég las þessa frétt var mér hugsað til "litla mannsins" hér á Íslandi og hvaða málsverjendur hann hefði í svipuðum málum sem þessum. Bandaríkjamenn tóku rétta afstöðu þegar að þeir kusu sér forseta á síðasta ári.

 Hin afdankaða Öldungardeild Bandaríkjaþings er nú að reyna að setja Obama stólinn fyrir dyrnar, með því að koma í veg fyrir að hægt verði að loka hinum illræmdu Quantanamo fangabúðum.

Miðað við þau vinnubrögð sem að Obama hefur sýnt af sér í embætti síðustu mánuði, tel ég að hann muni ekki gefast svo auðveldlega upp í því máli.


mbl.is Obama gegn kortafyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustið - njótið - upplifið. Adam Lambert.

Fyrir þessa frammistöðu stóðu allir dómendur í American Idol upp og klöppuðu honum lof í lófa. Í þetta skiptið dugðu engin orð. Meira að segja Simon Cowell var orðlaus. Ég ætla ekki að hafa nein frekari orð um þetta: Njótið þess að hlusta.

http://www.youtube.com/watch?v=YyyESHqT9a4

Sonur minn hafði upp á þessari slóð og ég birti hana hér:

http://www.americanidol.com/videos/season_8/performances/adam_lambert_mad_world

Slóð sonar míns er http://www.johanningikri.blog.is


Adam Lambert - ótrúlegir hæfileikar þar á ferð. Queen og fleira næstkomandi laugardagskvöld.

Adam Lambert er búinn að vera stjarna American Idol í allan vetur. Þvílíkur "talent" þar á ferð. Chris hafði ekkert í hann, en vann samt. Er eitthvað að? Þetta er óskiljanlegt.

Það er ekki bara söngurinn sem að Adam tjáir sig með, heldur einnig með einlægni sinni, kurteisi og ljúfmennsku og að sjálfsögðu skilar þetta sér í söngnum líka.

Fyrir nokkrum vikum síðan stóðu allir dómarar keppninnar upp, þar á meðal Simon Cowell, og klöppuðu fyrir hans framlagi. Í það skiptið nægðu engin orð.

Fyrir þá sem að ekki vita, verður þessi þáttur sem að sýndur var s.l. nótt, endursýndur á Stöð 2 Extra klukkan 20:45, næstkomandi laugardagskvöld.

Queen með Adam Lambert, Rod Stewart og enn fleiri gullmolar. Ekki missa af þessu!


mbl.is 100 milljónir kusu í American Idol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfarsráðunautur Alþingis óskast!

Svona rétt í byrjun. Sem forfallinn tónlistar- og söngvakeppnaaðdáandi þrjóskaðist ég við að horfa á American-Idol úrslitakeppnina allt til enda. Þess vegna er ég enn vakandi, og er mjög undrandi yfir úrslitunum Ég hélt að Adam Lambart væri búin að negla þetta, þvílíka hæfileika þessi maður hefur á sviði tónlistar.

Nei, mótaðili hans Chris, tók bikarinn. Svona rétt kannski yfir "meðaljóninn" á sviði söngs, en víst mjög hæfileikaríkur í útsetningum og slíku. Bandaríkjamenn hafa greinilega ekki eins góðan tónlistarsmekk og við Evrópubúar. Það vantaði ekki glansið og "sjóið" í kringum þetta allt saman en úrslitin komu að lokum, rétt um 02.00.

En að öðru, Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður: Vinsamlegast vertu þér úti um íslenskukennslu sem allra fyrst svo að ég þurfi ekki að hlusta á þig klæmast á íslenskri tungu næstu árin. Já Sigmundur: "Hvers á þjóðin skilið af okkur'", ætti víst að orða eitthvað svona: Hvað á þjóðin skilið af okkur og hvers á hún að gjalda?

Þjóðin á skilið af þér að þú farir á íslenskunámskeið.


Landsflótti er staðreynd, með ráðalausa ráðamenn. Noregur er fyrirheitna landið.

Hvenær á að hætta að gera grín að íslenskri þjóð?. Um hvað er þessi svokallaði stöðuleikasáttmáli? Einhvers konar sáttmáli um það, að það verði sem minnstar kauphækkanir til handa þjóðfélagsþegnum þessa lands, þó svo að matarkarfa heimilisins hafi hækkað á bilinu 20-25% á örfáum mánuðum og það í lágvöruverslunum. Enn meira í krónubúðum.

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram, að það flyttu nú að meðaltali 1 fjölskylda úr landi á dag frá Íslandi. Miðað við að það séu að meðaltali  4 einstaklingar í fjölskyldu, þá flytjast um 120 manns úr landi á mánuði. Þessar tölur fara örugglega hækkandi, þetta er bara byrjunin.

Við getum síðan margfaldað 120 með 12 þá gerir það 1440 manns á ári , og þetta er rétt að byrja.


mbl.is Stöðugleikasáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband