Færsluflokkur: Dægurmál

Sjálfsbjargarviðleitni - 1. maí......?

Guð minn almáttugur hjálpi mér, er þetta nú orðin aðalvinnan hjá Atvinnumálastofun, að "fiska út" þá sem að eru að reyna að verða sér út um smá aukatekjur til að sjá fyrir sér og sínum. Einhverntímann hefði þetta verið kallað sjálfsbjargarviðleitni en þetta kallast greinilega eitthvað annað núna, 1. maí á baráttudegi verkalýðsins.
mbl.is Bæturnar misnotaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðbótin, traust og "svínaflensa"

Hver er förunautur okkar þessa dagana í verstu efnahagsþrenginum sem að þjóðin hefur gengið í gegnum?  Er það ekki Jóhanna Sigurðardóttir? Ekkert að gerast, nauðungaruppboð, uppsagnir og auðvitað því meira atvinnuleysi, króna sem er einskis virði, gjaldeyrishöft. Ég gæti haldið áfram endalaust, þið þekkið þetta allt, ef ekki á ykkar eigin skinni, þá frá vinum og venslafólki.

 Jóhanna talar um viku í viðbót í stjórnarmyndunarviðræður, það liggur ekkert á !? Hún talaði aðeins öðruvísi, nokkrum dögum fyrir kosningar.

Ég var í huganum að bera saman Barack Obama, sem er framkvæmdamaður, fylginn sjálfum sér, lætur verkin tala, fluggreindur, laus við allan hroka og yfirborðsmennsku, er mikill mannasættir og hins vegar Jóhönnu Sigurðardóttir .............?

Í fréttum RÚV í gærkvöldi, kom fram að eftir 100 daga á valdastóli í einni erfiðustu kreppu sem að Bandaríkin hafa staðið frammi fyrir, eru 70% Bandaríkjamanna ánægð með störf forseta síns. Þarf nokkuð frekara vitnanna við?

Einhverveginn hef ég það á tilfinningunni að hin svokalla svínaflensa, sem að kemur víst svínum afskaplega lítið við, sé ekki það sem að muni bitna verst á íslenskri þjóð. ( Tek fram að þá er ég ekki að gera lítið úr áhrifum "svínaflensunnar".)


mbl.is Fylgdarmaður Obama veiktist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti, ofbeldi, Flensborg og Setbergsskóli

Skilaboð til yfirmanna Flensborgarskóla: Hvernig væri að eftirlitið væri aðeins betra á vakt í sinni vinnu. "Maður tryggir ekki eftir á" segir í frægri auglýsingu á ljósvakamiðlunum. Ég á son sem að varð fyrir hrottalegu andlegu og líkamlegu einelti í Setbergsskóla í Hafnarfirði í samtals 7 ár.

Skólayfirvöld og þáverandi stjórn skólans hunsuðu allar mínar ábendingar, spurningar og símhringingar og einnig spurningar sálfræðings frá BUGL. Sögðu að þetta væri lygi í mér, þetta væri meira og minna syni mínum að kenna, hann væri nú ekki barnanna bestur!

Þeir sögðu að einelti hefði aldrei viðgengist í  þessum skóla! Ég má þakka fyrir að sonur minn er á lífi. Hann vildi ekki skipta um skóla, var viss um að eineltið myndi halda áfram þar. Það er líka mikið álag að skipta um skóla.

Einnig það, hvers vegna á fórnarlambið að þurfa að flýja, á ekki réttlætið gagnvart gerendunum að ná fram að ganga? Þetta fólk á að þurfa að svara fyrir gjörðir sínar ekki satt? Já, ég bara spyr?


mbl.is Litið alvarlegum augum í Flensborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna Sigurðardóttir fær eina og hálfa milljón nú um mánaðarmótin. Atvinnulausir fá ekki krónu fyrr en 4. maí.

Mér er nú efst í huga mánaðarmótin. Atvinnuleysisbætur verða ekki greiddar út fyrr en mánudaginn 4. maí. Hvursu margir eru orðnir peningalausir nú þegar, og þurfa að bíða til mánudagsins 4. maí næstkomandi, til að fá greiddar út bætur frá Vinnumálastofnun  Á hverju á atvinnulaust fólk, sem er nú um 18 000 talsins, að geta lifað á fram að þeim tíma?

Hvernig getur Jóhanna svarað því?  Ég býst við þvi að hún fái sín ráðherra- og þingmannalaun borguð út núna um mánaðarmótin, svona um eina og hálfa milljón króna, (forsætisráðherralaun plús þingmannalaun). 520 000 kr. þingmannastörf plús ráðherralaun um 800 000. kr. og að sjálfsögðu einhver nefndarstörf.

Já , hvar er hugsjónin?

Það liggur sem sagt ekkert á að mynda ríkisstjórn, alveg sama hvað gengur á i þessu þjóðfélagi ?


mbl.is Viðræðum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Syndaaflausn Þráins? Ný krossfestingarsaga?

Samkvæmt bloggfærslu Þráins Bertelssonar á http://www.eyjan.is  í dag er það mikil áþján að vera ráðherra ásamt þingmannsstarfi. Hvers vegna er þá svona mikil eftirspurn eftir því?

Var þessi maður ekki að berjast gegn spillingu á Austurvelli forðum?

Svarið hjá Þráni er sem sagt: Ég vil ekki að aðrar séu spilltir, en ég má vera það. Bíddu ætlaði Borgarahreyfingin ekki að breyta einhverju?  Þeir afhjúpa sig rækilega hér, eru bara að skara eld að eigin köku.

Niðurlagið í bloggfærslunni minnir á krossfestingasögu fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnarFootinMouth:

"Fyrsta og gleggsta dæmið eru ráðherrar sem þiggja ráðherralaun ofan á óskert þingfararkaup þótt öllum megi ljóst vera að ráðherra vinnur ekki þingmannsstarfið af sömu natni og sá sem ekki þarf að gegna ráðherraembætti. ................Góðviljaðir aðilar hafa ráðlagt mér að kaupa mig undan þessari athygli með því að gefa andvirði heiðurslauna til einhvers líknarfélags en þeirri lausn hafna ég, enda þarf ég ekki að kaupa mér siðferðilega aflausn hafandi ekkert af mér brotið - annað en þiggja án umsóknar æðstu viðurkenningu sem íslenska þjóðin kann að veita listamönnum sínum.

Það sem miður góðviljaðir aðilar hafa rætt og ritað um þetta sýnir aðeins þeirra innræti en ekki mitt og er þar af leiðandi þeirra vandamál en ekki mitt.

Ég saup á því sem að mér var rétt og vissi ekki að svona mikið gall væri í kaleik þjóðarinnar og segi því eins og kerlingin forðum: 

Beiskur ertu, Drottinn minn."


Geir og Ísland í dag? Kvöldréttur og súludans.

Súludans var meðlæti Stöðvar 2 í kvöld.  Börnin fengu þarna huggulegan eftirrétt í kvöld eða þannig. Er virkilega í lagi að sýna þetta á besta útsendingartíma? Það er sem sagt alveg ömurlegt að vinna á Grund og það er ómerkilegt að hugsa um gamla fólkið, eftir því sem að Geiri gold segir. Hugguleg skilaboð eða hitt þó heldur. Að Geiri kallinn skuli hafa komist í Ísland í dag í kvöld og fengið að vaða elginn. Hvers vegna var ekki sagt að þátturinn væri ekki við hæfi barna?

Hvar er Hörður Torfa og búsáhaldabyltingin núna!?

Það var eins og ég sagði í gær, það var verið að hafa fólk að fíflum laugardaginn s.l. Valdhrokinn sem að skín út úr þessu fólki er með endemum. Ef að þeir/þau ætla að halda áfram að láta svona er Jóhanna og co. endanlega búin að spila rassinn úr buxunum. Búsáhaldabylting, er ekki kominn tími á aðra slíka, eða er nóg að koma hér á vinstri stjórn sem að lætur svo svona.............? Ja hérna maður á hreinlega ekki til orð! Vinstri flokkar fá aldrei framar mitt atkvæði. Hvað skyldi hún verða kölluð ef að hún kemst þá á koppinn: "Þolinmæðisstjórnin"?
mbl.is Ekkert liggur á stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. og elítan.

VG eru enn og aftur við sama heygarðshornið, halda áfram að vera á móti öllu. Það væri fínt ef að VG færi að átta sig á því að þeir eru komnir í meirahlutastjórn og verða að fara að haga sér aðeins öðruvísi en að þeir hafa hingað til gert.

Þegar að Steingrímur J. kemur fram í sjónvarpsþætti á RÚV í fyrraköld og sagði að það væri bara elítan í þessu landi sem að vildi ESB, varð nú Jóhönnu illa brugðið og sagði að þetta væri alrangt. Sem það er. Síðan kemur Atli Gíslas. og setur allt í uppnám. Hvernig ætla þessir flokkar eiginlega að starfa saman? Ekki veit ég til að ég tilheyri þessari elítu en er fylgjandi ESB.


mbl.is Enn ósætti um ESB-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvurs er valið yfirhöfuð? Við erum engin "herraþjóð" lengur.

Að sjálfsögðu á að setja ESB málin í forgang. Vextir munu hér stórlækka í kjölfarið og viðskiptaumhverfi okkar gerbreytast til betri vegar.

Einhvernveginn finnst mér sumir tala hér um, að við höfum eitthvert val í þessu. Nei, við höfum það ekki. Eða, vill einhver benda mér á aðra lausn? Við erum með handónýtan gjaldmiðil, mikla verðbólgu, himinháa stýrivexti og gjaldeyrishöft sem að verka þannig að viðskipti milli Íslands og annarra landa, þurfa að ganga í gegn með staðgreiðslu, þar sem að Íslandi er hvergi treyst lengur á alþjóðavettvangi í viðskiptum. Stóraukið atvinnuleysi og fjöldi fyrirtækja fara á hausinn á degi hverjum. 75% fyrirtækja í þessu landi eru tæknilega gjaldþrota.

En einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að hik, hikst og hjakk muni einkenna umræðuna um þetta mál og látið daga uppi, án þess þó að flokkarnir þurfi að skammast sín. Einhverskonar nefndarvesen um umræður um aðildarviðræður. Nú hef ég orðið fyrir virkilegum vonbrigðum Jóhanna. Guð hjálpi íslenskri þjóð.(vísvitandi segi ég ekki Guð blessi Ísland, það gæti misskilist).


mbl.is Evrópumálið sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarkreppa?

Það er hægt að orða hlutina margvíslega. Myndi þetta ekki, án málalenginga, kallast stjórnarkreppa? Vonandi er ég ekki sannspá.
mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 63194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband