Færsluflokkur: Dægurmál
27.4.2009 | 18:58
Skiptir tíminn sem sagt engu máli?
![]() |
Engin tímamörk á viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 14:15
Datt manni ekki í hug?! Kosningarnar voru skrípaleikur.
Ástþór Magnússon nefndi það í fréttaskýringaþætti hjá RÚV í gær, að Sigmar Guðmundsson hefði meinað honum um aðild að Kastljóssþætti fyrir kosningar. Ef rétt er, er þetta alvarlegt mál. Hvort sem að hann heitir Ástþór eða eitthvað annað, var hann kominn með tilskilinn rétt til framboðs og fréttastofa RÚV átti að haga sér í samræmi við það.
Atli Gísla: Samfylking ætti að leita annað

Atli Gíslason, þingmaður VG, hefur sínar persónulegu skoðanir á ESB-þunga Samfylkingarinnar.
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, segir að sín persónulega skoðun sé sú að miðað við áherslu Samfylkingarinnar á ESB-umsókn ætti flokkurinn frekar að kanna möguleika á stjórnarsamstarfi við aðra en VG.
Þetta kemur fram í viðtali við Atla í Morgunblaðinu í dag.
Miðað við þá þungu áherslu sem hún lagði á þetta í [fyrri-]nótt... þá ætti hún frekar að leita eftir samstarfi við Framsóknarflokkinn og Borgarahreyfinguna, það er mín persónulega skoðun, er haft eftir Atla.
Atli ítrekar andstöðu sína við aðild Íslands að ESB og vill ekki að Ísland sæki um nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn.
Á sama vettvangi segir Róbert Marshall, nýr þingmaður Samfylkingarinnar, að flokkurinn ætti frekar að setjast í stjórnarandstöðu en að gefa eftir í ESB-málunum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009 | 18:02
Sjarminn er farinn.
Mig langar að rifja upp sögu úr fortíðinni. Ekki svo mikilli fortíð samt, ef að maður getur orðað það svo. En allavega fortíð fyrir tíma ADSL háhraðatengingar internetsins, sem að veita manni upplýsingar, einn, tveir og þrír. Á kosningakvöldum sátum við, ég, pabbi minn og þá ungur sonur minn, sveitt við það að skrifa niður í kosningablaðið, nýjustu tölur.
Oft þurfti að bíða fram yfir miðnætti til þess að bíða eftir ábyggilegum tölum. Iðulega var maður reiður, pirraður og svekktur vegna þess hve tölur bárust seint. Til þess að stytta tímann, var hámað í sig flögur, súkkulaði, brjóstsykur og fleiru misheilsusamlegu. Yfirleitt komu engar tölur fyrr en eftir miðnætti, sumir búnir að gefast upp og farnir að sofa, en aðrir enn við skjáinn á barmi taugaáfalls af spenningi.
Í minningunni er sjarmi yfir þessu, sjarmi sem er búið að taka frá okkur
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009 | 09:35
Borgar/bæjarstjórn, nefndarstörf og ráðherralaun!
Hluti af þeim alþingismönnum sem að verða kosnir til Alþingis í dag (samkvæmt skoðanakönnunum), eru borgarstjórnar- eða bæjarstjórnarfulltrúar. Ég spyr í þessu tilviki, finnst ykkur þetta í lagi, þ.e. að menn sitji beggja vegna borðsins?
Rósa Guðbjartsdóttir hefur gert þetta undanfarin misseri. Ef að Svandís Svavarsdóttir nær inn, sem að hún gerir að öllum líkindum, er þetta manneskja sem að verður með um 3 000 000 á mánuði.
Þar er inniffalið, þingfararkaup 520 000, ráðherralaun um 800 000 þús. (sögur segja sterklega að hún sé búin að stimpla sig inn sem ráðherra), plús nokkrir hundruð þúsund kallar fyrir nefndarstörf, ásamt öllum fríðindunum, þarf ekki að borga blaðaáskfrift, símakostnað og áskrift að Ríkissjónvarpinu.
Já, ekki má svo gleyna laununum fyrir borgarstjórnarsetu, hálf milljón þar eða svo. Þetta fólk ætlar að vinna af hugsjón einni saman við það að bjarga Íslandi!
Hvar er Eva Joly, átti hún ekki að koma til að fletta ofan af subbuskapnum. Nei ríkisstjórnin er búin að losa sig við hana, til þess var hún of heiðarleg!
![]() |
Kjörfundur hafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2009 | 20:26
Styrkjaleyndarmál og kynjakvóti hjá "verðandi ráðherrum"?
Eiga Árni Páll og Össur skilið ráðherrastóla á sama tíma, og þeir neita að veita upplýsingar um sín styrkjamál? Ég er Samfylkingakona og er ekki sátt! Ennfremur: 3 konur, 7 karlmenn, hvar er jafnréttið hjá e.t.v. verðandi ríkisstjórn?
Ráðherrar næstu stjórnar (samkvæmt eyjan.is)
Orðið á götunni er að ekki sé ósennilegt að ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna verði þannig skipuð:
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og iðnaðarráðherra
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra
Guðbjartur Hannesson sjávarútvegsráðherra
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, félagsmála- og tryggingaráðherra
Kristján L. Möller samgönguráðherra
Atli Gíslason dómsmálaráðherra.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 20:11
Já vs. nei um ESB, degi fyrir kosningar.
![]() |
Ekkert samkomulag um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 19:55
Drekasvæðið, frekari virkjanir "rangur misskilningur". Okkar er valið!
Í gær og í fyrradag fór allt í uppnám hjá bæði Samfylkingunni og Vinstri grænum. Össur sagðist í fyrradag vera andvígur frekari virkjanaframkæmdum. Norðlendingar vita ekki lengur hvaðan á þá stendur veðrið. Kolbrún Halldsórsdóttir sagði í gær að hún væri andvíg olíuborun á Drekasvæðinu. Langur tími fór í það hjá kynningarforkólfum flokkanna að leiðrétta þennan "ranga misskilning".
"Rangur misskilningur" hefur líka verið uppívaðandi hjá Sjálfstæðisflokknum. Tilraunir til að leiðrétta þennan "misskilning" gagnvart styrkjamálum Flokksins hafa dregið alla orku úr flokknum.
Borgarahreyfingin, með góð fyrirheit í upphafi, hefur sýnt að hún er nú þegar að þróast inn í álíka kerfisflokk og nefndir eru hér að ofan. (Vísa hér í færslu mína í gær: Illugi, Þráinn,.........)
Í upphafi sögðu forsvarsmenn hreyfingarinnar ætla að leggja hreyfinguna niður þegar að búið væri að koma hér á stjórnlagaþingi. Núna ætla þeir að leggja hreyfingun niður þegar að búið er endanlega að skilja að hagsmunatengsl milli viðskiptalífs og stjórnmálamanna. Hvað skyldi það taka mörg ár....eða áratugi?
Þetta er sem sagt okkar val á morgun. Vísvitandi nefni ég ekki Framsóknarflokkinn ekki á nafn. Ég býst við að flestir skilji hvers vegna.
![]() |
Samfylkingin enn stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta nú ekki talsverð líkillækkun fyrir Ísland? Ég hélt að við mættum varla við henni. Við erum sem sagt að verða þurfalingar og ölmusumenn gagnvart hinum Norðurlandaþjóðunum. Já, lengi getur vont versnað. Hvað á eiginlega hin fræga útrásarvíkingafrægð, að þurfa að kosta okkur mikð í álitshnekki sem þessum, svo að ekki sé talað um öll hin ósköpin?
Ekkert greitt fyrir menntun Íslendinga á Norðurlöndunum
Norrænu menntamálaráðherrarnir undirrituðu samkomulag í dag sem tryggir námsmönnum á Norðurlöndunum aðgang að æðri menntun í öllum aðildarríkjum Norrænu ráðherranefndarinnar. Ísland fær undanþágu frá samkomulagi sem gert er um greiðslur milli landa og greiðr ekki neitt, en tekur þátt í samstarfinu á jafnræðisgrundvelli.
Frjáls för námsmanna milli Norðurlandanna er mikilvægur þáttur í norrænu samstarfi og því mikilvægur þáttur í viðleitni okkar til að styrkja Norðurlöndin bæði innbyrðis og út á við", segir Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, í tilkynningu.
Haft er eftir Katrínu að samstarf og miðlun þvert á landamæri séu ekki síst mikilvæg núna í ljósi þeirrar heimskreppu sem ríkir. Með samkomulaginu, sem við undirrituðum í dag, erum við að styrkja samkeppnishæfni Norðurlandanna í alþjóðasamfélaginu", segir ráðherrann.
Danmörk vinsælasta landið
Samkomulagið um aðgang að æðri menntun á Norðurlöndunum var fyrst gert árið 1996. Það tryggir umsækjendum rétt til að sækja sér menntun í öðru norrænu ríki til jafns við íbúa þess. Á skólaárinu 2007 til 2008 nýttu rúmlega 8.000 námsmenn sér samkomulagið og stunduðu nám í öðru norrænu ríki en heimalandinu.
Danmörk var vinsælasta landið, en þar voru tæplega 5.000 námsmenn, en flestir þeir sem stunduðu nám í öðru ríki en heimalandinu voru frá Noregi og Svíþjóð. Þegar miðað er við höfðatölu fóru flestir námsmenn frá Íslandi eða 1.400, en fáir Finnar fara erlendis til náms og fáir erlendir námsmenn stunda nám í Finnlandi, námsmenn sem fara þaðan eru 1.000 og þeir sem koma eru 200.
Ísland gerðir ekki neitt
Kostnaður við samkomulagið er gerður upp milli landanna en hann er 22.000 danskar krónur á námsmann eða hálf milljón íslenskra króna, en Ísland greiðir ekkert.
Samkomulagið gildir á tímabilinu 2010 til 2012 og nær til allra Norðurlandanna og sjálfstjórnarsvæðanna Grænlands, Færeyja og Álandseyja.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2009 | 18:52
Illugi, Þráinn, þöggunin og virðingin.
Styrkjamálin eru í algleymingi. Mig undrar að heyra ekki lengur nafn Illuga Gunnarssonar efsta manns í Reykjvík norður, nefnt á nafn? Einungis nöfn Guðlaugs Þórs og Steinunnar Valdísar. í upphaflegri frétt um þetta mál, í fyrradag, var nafn Illuga nefnt á nafn meðal þeirra sem að hefðu fengið ofurstyrk frá FL-Group.
Síðan hefur stöðin ekki nefnt nafn Illuga á nafn. Samt sem að áður sagði Stöð 2 hafa öruggar heimildir fyrir þessari frétt. Er það bara ég, en mér finnst þetta undarleg þöggun?
Var rétt í þessu að heyra í Þráni Bertelssyni í fréttum Stöðvar 2. Þar sagðist hann ekki ætla að skila tæpum 2 000 000 kr. listamannalaunum, þó svo að hann kæmist á þing með 520 000 kr. á mánuði plús nokkur hundruð þúsund fyrir nefndarstörf. Hann ætlaði að halda listamannalaununum vegna virðingar við Alþingi!
Ekki má gleyma því að alþingismenn þurfa ekki að borga blaðaáskriftir, áskrift að Ríkissjónvarpinu, ekki heldur símareikning og fá svo margir væna uppbót vegna búsetu.
![]() |
Dregur saman með flokkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 19:12
Bónusstyrkur fyrir Illuga 1 000 000 króna.
Var að lesa þetta inni á Eyjunni rétt í þessu. Læt það fylgja hér með. Hvers vegna birtist þetta ekki inni á mbl.is í dag? Illugi Gunnarsson alþingismaður fékk einnar milljónu krónu framboðsstyrk frá FL Group þegar hann tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2006 vegna alþingiskosninganna vorið 2007.
Illugi Gunnarsson alþingismaður fékk einnar milljónar krónu framboðsstyrk frá FL Group þegar hann tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2006 vegna alþingiskosninganna vorið 2007.
Illugi tók sæti í stjórn Sjóðs 9 í Glitni og sat í framkvæmdanefnd um einkavæðingu á vegum ríkisstjórnarinnar. FL Group var stærsti eigandi Glitnis og átti um þetta leyti í viðræðum við einkavæðingarnefnd um kaup á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Deilt hefur verið um lánveitingar úr Sjóði 9 til fyrirtækja sem tengdust eigendum Glitnis, þar á meðl FL Group.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 63194
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar