Færsluflokkur: Dægurmál

Tek ofan fyrir Sölva Tryggvasyni.

Ég tek ofan fyrir Sölva Tryggvasyni sem að ræðir opinskátt um andlega erfiðleika í nýjasta helgarblaði DV. Það er vitað mál að andlegar erfiðleikar fara ekki í manngreinarálit. Samt sem áður finnst fjölda fólks erfitt að viðurkenna þennan sjúdóm, vegna þeirra fordóma sem að ríkja í samfélaginu. Sölvi Tryggvason á heiður skilið.

Þið ættuð að skammast ykkar!

Ekki get ég verið sammála vinstri flokkunum hérna. Við höfum nóg við peningana okkar að gera. Var ekki Katrín að segja í fyrrakvöld að það ætti að lækka laun og hækka skatta?  Þetta er gæluverkefni Katrínar greinilega sem að hún þurfti að koma í gegn fyrir kosningar, ef að ske kynni að hún fengi ekki menntamálaráðherrann eftir kosningar.

Er það virkilega það brýnasta að fjölga um 400 manns á 3 árum þeim einstaklingum, sem að munu þiggja launin sem að við borgum þeim. Vinstriflokkar þið ættuð að skammast ykkar!

Svei mér þá ég held að ég skili auðu í kosningunum næstkomandi.


mbl.is Lög um listamannalaun samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB, borgarafundir og tímaleysi.

Ég sakna þess í þeim umræðum sem hafa verið á borgarafundunum undanfarið að það er ekki minnst á ESB. Hvernig í ósköpunum er hægt að ræða framtíð þessa lands án þess að fjalla ítarlega um þetta mál.  Kristján samgönguráðherra minntist á þetta á borgarafundi í Norðausturkjördæmi núna í kvöld og hlaut mikið klapp fyrir.(smá baul líka) Ég var ánægð með Kristján þarna.

Eins og nú er háttað finnst mér í raun vera ógerlegt að ræða um atvinnumál hér á landi án þess að aðildaviðræður að ESB og gjaldmiðilsmálin séu sett samhliða inn í umræðuna.

Eitt svona í lokin. Mikið óskaplega er þreytandi þegar að stjórnendur borgarafundanna klifa á því að það sé svo lítill tími eftir o.s.frv. Fréttastjóri RÚV ætti að útvega þáttastjórnendunum meiri tíma. Það eru nú ekki alþingiskosningar á hverjum degi.


Kúlulán og Kínaferðir.

Hvers vegna á almenningur að borga kúlulán og skemmtiferðir fólks sem að er með fullar hendur fjár, vægt til orða tekið?

Þorgerður K. Gunnarsdóttir lét almenning borga fyrir sig 2 skemmtiferðir til Kína á sínum tíma plús eina ferð fyrir Kristján Arason hennar ektamaka. Maður sem að hafði um 40 milljónir á mánuði hjá Kaupþíngi fyrir hrun. Kúlulánið þeirra lendir líka á almenningi.

Hefur þetta fólk einhverntímann verið blankt? Mér er það til efs. Í sjónvarpinu um daginn sagði ÞKG að "við hefðum öll tapað". Já er það Þorgerður Katrín? En leiðinlegt að heyra það. Ég vona að þú sért þá reynslunni ríkari.


Kardemommubærinn í nýrri uppfærslu.

Er þetta Alþingi í dag? Maður hélt að maður hefði séð öll skrípalætin. Söngur, fyllerísröfl og bölv í beinni útsendngu og svo bætast þessi ósköp við. Ég hef nú svo sem sjálf hérna í bloggi  líkt ástandinu í þjóðfélaginu við Kardemommubæinn en ég átti nú ekki von á að sjá  nýja uppfærslu á leikritinu á Alþingi Íslendinga 8 dögum fyrir kosningar. Er þetta sem sagt það sem að er í boði .........?
mbl.is Soffía frænka og Kasper
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með allt niður um sig en samt rúmt 27% fylgi. Nei ekki íhaldið aftur.

Já það er óskandi að pólitískur jarðskjálfti sér framundan. Það er kominn tími til. Það er vondandi að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki í aðstöðu til stjórnarmyndunar nú að loknum kosningum, en í skoðunakönninni sem að birtist í Fréttablaðinu í gær, er sá möguleiki opinn, því miður. Sjálfstæðismenn afneita aldrei trúarhugsjón sinni, þrátt fyrir eilíf spillingarmál.

En spurning til stjórnarflokkanna: Hvers vegna er Eva Joly allt í einu orðin vanhæf? Er hið meinta vanhæfi hennar eitthvað í tengslum við það að þarna er ýmislegt sem að má ekki koma upp á yfirborðið, eða eru lögmennirnir núna að sjá að þeir eru að sjá á eftir feitum bita úr aski sínum?  Kannski er þarna sitt "mikið" af hverju.


mbl.is Stefnir í pólitískan jarðskjálfta í kosningunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly úr leik.

Eva Joly leyfði sér að segja það sem að margir Íslendingar hugsa, að það eigi að sækja þá fjárglæframenn sem að hreinsuðu alla banka Íslands innanfrá, og setja þá á bak við lás og slá. Nei það má greinilega ekki segja svona voðalegan hlut. Hún er allt í einu orðin vanhæf og er ekki lengur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar.

Datt manni ekki í hug. Það stóð nefnilega aldrei til að nýta sér þessa manneskju, til þess er hún of klár og sýnt var að hún myndi láta verkin tala. En það má ekki gerast í spillingarbælinu Íslandi. Virtustu manneskju í Evrópu á sviði efnahagsbrota er ekki treyst fyrir því að ná í útrásarvíkingana og sækja peningana okkar úr vasa þeirra.

Það var talað um launin hennar um 1300 þús á mánuði en var ekki ansi líklegt að við fengjum það margfalt til baka í formi fleiri hundruð eða þúsunda milljarða, sem að útrásarvíkingarnir skulda íslenskri alþýðu?

Einhverjir voru/eru? greinilega hræddir við það sem að kæmu myndi út úr rannskókn Evu Joly. Skyldi hræðslan ná til raða íslenskra stjórnmálamanna?

15.4.2009

Dómsmálaráðherra um Evu Joly: Einkum í alþjóðlegum hluta rannsóknarinnar

Mynd: domsmalaraduneyti.is
Dómsmálaráðherra segir að Eva Joly hafi tiltekið hlutverk sem lýtur einkum að alþjóðlegum hluta rannsóknar sérstaks saksóknara. Joly sé ekki lengur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og sérstakur saksóknari stjórni rannsókninni og taki ákvarðanir um saksókn í einstökum málum.

Þetta kemur fram í svörum Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Pressunnar í framhaldi af aðsendri grein Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann gagnrýndi harkalega aðkomu Evu Joly að rannsók bankahrunsins og sagði hana hafa gert sig fullkomlega vanhæfa til starfa að rannsókn eða saksókn mála vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum.

Dómsmálaráðherra kveðst ekki geta tjáð sig um atriði er lúta að rannsókn einstakra mála hjá hinum sérstaka saksóknara eða um einstaka starfsmenn eða sérfræðinga við embætti hans. Hún bendir þó á að Eva Joly hafi tiltekið hlutverk sem lýtur einkum að alþjóðlegum hluta rannsóknarinnar skv. samstarfssamningi hennar við hinn sérstaka saksóknara, svo og samræmingu milli innlendra rannsóknaraðila.

„Það er síðan í höndum hins sérstaka saksóknara að stjórna framkvæmd rannsóknar og taka ákvörðun um saksókn í einstökum málum,“ segir dómsmálaráðherra ennfremur.

Sigurður Már Jónsson, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins, gagnrýndi í fyrri viku það sem hann kallaði sirkusinn í kringum Evu Joly og sagði ríkisstjórnina hafa haft beina aðkomu að rannsókn saksóknara með ráðningu hennar.

Ragna Árnadóttir segir að ríkisstjórnin hafi ekki haft beina aðkomu að ráðningu Joly, enda sé ríkisstjórninni eða einstökum ráðherra ekki heimilt að hafa afskipti af rannsókn mála hjá ákæruvaldi eða lögreglu. Hinn sérstaki saksóknara sjái sjálfur um ráðningu síns starfsfólks og hafi Ólafur Þór Hauksson ráðið Evu Joly til sín sem ráðgjafa við embætti sérstaks saksóknara þann 28. mars 2009.

„Þar með lauk hlutverki Evu Joly sem ráðgjafa ríkisstjórnarinnar,“ segir dómsmálaráðherra.

Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2, að Eva Joly hefur einungis setið tvo fundi með embætti sérstaks saksóknara og mun væntanlega lítið nýtast við beina rannsókn og saksókn á bankahruninu
.

Þar tóku fleiri lögfræðingar tóku undir orð Brynjars Níelssonar, svo sem Sigurður Líndal og Björg Thorarensen, um að yfirlýsingar sem þessar, séu óheppilegar á meðan mál eru í rannsókn.

Sigurður Líndal, lagaprófessor, sagði meðal annars að ekki væri útilokað að málið eyðileggist vegna yfirlýsinga hennar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 úr embættismannakerfinu hefur Eva Joly einungis setið tvo fundi með embætti sérstaks saksóknara en samningur hennar tók formlega gildi 1. apríl. Þá er hún ekki komin með nein málsgögn í hendurnar sem varðar rannsóknina eða einstök atriði hennar.

Heimildamaður fréttastofu sagði að hún myndi væntanlega lítið nýtast við rannsóknina sem slíka. Ráðningasamningur hennar lýtur einungis að almennri ráðgjöf, fyrst og fremst aðstoð við gerð réttarbeiðna og samskipti við erlenda aðila. Hún hefur ekki, og mun væntanlega ekki koma beint að rannsókn einstakra mála. Sami heimildamaður segir að yfirlýsingar Evu Joly geri það að verkum að hún muni ekki getað starfað að rannsókninni með beinum hætti.

Þegar ráðning Evu Joly var kynnt kom fram að kostnaður við störf hennar og fylgdarsveina gæti numið allt að 70 milljónum króna á ársgrundvelli, til samanburðar má nefna að heildarframlög til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra nema um 120 milljónum. Samningurinn við Joly gerir ráð fyrir að hún starfi við rannsóknina fjóra daga í mánuði. Eva Joly mun vera væntanleg til landsins á næstu dögum til þess að kynna sér stöðu mála.

Krónan (ásamt Íslandi) í frjálsu falli.

Er einangrunarstefna framtíðin? Það veltur á ýmsu. Það fer jú eftir því hvort fólk hugsar til framtíðar yfirhöfuð eður ei. Sívaxandi gjaldeyrishöft og himinháir vextir eru til þess að þúsundir manna sjá ekki til lands í fjárhagslegri afkomu sinni, persónulega og/eða gagnvart fyrirtækjum sínum.

Hvorugir stjórnarflokkana gefa skýra stefnu um það hvar séu möguleikarnir í atvinnumálum Íslendinga. Af hverju? Jú, í því samhengi er nefnilega nauðsynlegt að gefa upp skýra stefnu um ESB aðildaviðræður. Það þarf líka, í því samhengi að taka skýra afstöðu til krónunnar sem gjaldmiðils. Við sitjum uppi með hana enn um sinn en hver er áætlunin? 

Samfylkingin hefur jú talað á þann veg að aðildaviðræður að ESB sé besti kosturinn en VG vilja það ekki. Hvernig ætla þessi flokkar að starfa áfram í ríkisstjórn ef að við fáum ekki svar við þessari spurningu. Hverju ætlar Samfylking og/eða Vinsti græn að fórna í komandi ríkisstjórnarsamstarfi(væntanlegu) í þessu sambandi?

Ef flokkarnir geta ekki gefið svar við spurningunni um aðildaviðræður að ESB  mun harla fátt gerast í þessu þjóðfélagi okkar. Viljum við einangrast hér norður í ballarhafi, eða viljum við vera þjóð á meðal þjóða?

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru andsnúin ESB aðild, þó svo að Katrín Jakobs. ætti erfitt með að stynja því upp úr sér á borgarafundinum í gærkvöldi í Reykjavík norður.

Það má endalaust tala um fiskinn í sjónum en hvert er vægi þess þáttar ef að við munum ekki geta haft eðlileg viðskiptasamskipti við umheiminn næstu ár og áratugi? Já ég bara spyr.


Rúmlega 27% kjósa Sjálfstæðisflokkinn! Er eitthvað að .......?

Hvað er að íslenskri þjóð? Samkvæmt nýrri skoðanakönnun fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúmlega 27% atkvæða. Gullfiskaminnið greinilega í algleymingi hjá íslenskri þjóð.

Bjarni Ben. segist ekki ætla að skila 5 milljóna styrk frá Landsbankanum, hann væri innan hóflegra marka. Eru 5 milljónir hærri upphæð þegar að Samfylkingin á í hlut? Þetta kallast að snúa sannleikanum á hvolf.

En verði ykkur að góðu, næstum þriðjungu þjóðarinnar vill Sjallana aftur, íslensk þjóð á greinilega ekkert betra skilið en það sem að hún hefur kallað yfir sig.

Erlendar þjóðir munu sjálfsagt álykta sem svo að það sé eitthvað að í erfðamengi þessarar þjóðar.


Katrín tekur að sér stundakennslu. "Samstarf ráðuneytisins við Háskóla Íslands er orðið svo gullið" ......?

Finnst ykkur þetta í lagi? Menntmálaráðherra ætlar að taka að sér stundakennslu við H.Í í sumar. Er það bara ég, en mér finnst þetta ekki við hæfi. Það er líka alveg örugglega fullt af hæfu fólki til að taka þetta að sér, fólki sem að vantar vinnu og pening. Ég hélt að Katrín hefði nú þegar hvorttveggja.

Innlent - þriðjudagur, 14. apríl, 2009 - 15:03

Ríkisstjórnin bætir 600 milljónum í LÍN vegna sumarnáms

kartin-jakobsdottir.jpgRíkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að auka eigið fé Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 600 milljónir króna til þess að koma á móts við þá námsmenn sem sáu annars fram á atvinnuleysi.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir í samtali við Vísi.is að það muni liggja fyrir í vikulok hvernig Háskóli Íslands muni bregðast við kröfum nemenda um sumarnám vegna erfiðleika sem eru á atvinnumarkaði. Hún segir þó ljóst að um verði að ræða blöndu af námskeiðum í sumar og svo prófum, en verið sé að vinna í þessu í ráðuneytinu og HÍ.

Katrín segir að hún ætli sjálf að kenna við Háskóla unga fólksins í sumar, “samstarf ráðuneytisins við Háskóla Íslands sé orðið svo gullið.” Hún bendir þó á að ráðuneytið eigi einnig í góðu samstarfi við aðra háskóla á landinu um það hvernig koma megi til móts við nemendur þeirra í sumar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 63195

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband