Færsluflokkur: Dægurmál
15.4.2009 | 00:01
60 ár aftur í tímann - stöðnun, deyfð - lökust lífskjör í Evrópu.
Ég held að allir hefðu gott að lesa það sem Margeir Pétursson hefur fram að færa. Við skulum samt vona að orð hans rætist ekki, en hvað veit maður? Í þessu ástandi heldur Sjáfstæðisflokkurinn Alþingi í málþófsgíslingu..........
Krónan áfram í frjálsu falli: Gengur spádómur Margeirs eftir um flóðgáttina?

Gengisvísitalan stóð í 220 stigum við opnun markaða en stendur nú í 224. Lækkun krónunnar var komin yfir 2% í hádeginu í dag. Gengi krónunnar hefur nú lækkað umtalsvert frá því í marsbyrjun eða um 15-20% gagnvart helstu gjaldmiðlum, samkvæmt upplýsingum frá Greiningu Íslandsbanka. Þar kemur jafnframt fram, að gengi krónunnar hefur nú ekki verið lægra á þessu ári. Evran kostar nú tæplega 171 krónu og dollarinn tæplega 129 krónur. Pundið er á 192 krónur.
Á Alþingi í dag gagnrýndi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, harðlega að Seðlabankinn beitti sér ekkert á gjaldeyrismarkaði til að verja gengi krónunnar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra brást hart til varnar og sagði ekki verjandi að nota dýrmætan gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar í slíka tilraunastarfsemi.
Fram kom í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans vegna vaxtaákvörðunarinnar í síðustu viku að nefndin teldi að lækkun krónunnar undanfarið megi rekja til tímabundina þátta, t.d. tiltölulega mikilla árstíðarbundinna vaxtagreiðslna af krónuskuldabréfum og innistæðum í eigu erlendra aðila. Nefndin telur ólíklegt að ákvörðun hennar um að lækka stýrivexti bankans um eina prósentu 19. mars síðastliðin hafi haft veruleg áhrif á krónuna. Nefndin telur að í ljósi langtímagrunnþátta sé líklegt að krónan nái sér á strik á ný.
Í þessu sambandi er rétt að rifja upp, að Margeir Pétursson, stjórnarformaður MB Banka, sagði í viðtali í Markaðnum með Birni Inga á Stöð 2, fimmtudagskvöldið 2. apríl sl. að stjórnvöld héldu hér uppi fölsku gengi með gjaldeyrishöftum.
Ég bara segi: Ef það eru gjaldeyrishöft þá getum við ekki átt frjáls viðskipti. Það er þess vegna algjört skilyrði þess að íslenska þjóðin nái vopnum sínum aftur, að hún geti aftur farið að stunda það sem gekk vel að mörgu leyti og það er að eiga frjáls viðskipti, sagði Margeir.
Hann benti jafnframt á að Ísland væri ekki í alfaraleið og það væri alls ekki sjálfsagt að útlendir fjárfestar vildu eiga hér viðskipti eða fjárfesta í íslenskum atvinnurekstri. Ef við búum hér áfram við gjaldeyrishöft, falskt gengi og ofurháa vexti, þá mun ríkja hér algjör stöðnun og deyfð og við verðum aftur með ein lökustu lífskjör í Evrópu, eins og var hér fyrir sextíu árum eða svo.
Margeir nauðsynlegt að hefja nú þegar viðræður við Evrópusambandið, enda þótt ekkert val stæði um annað en búa við krónuna nú um stundir. Við erum í mjög miklum erfiðleikum og verðum að leita aðstoðar þar sem hjálpar er að vænta. Ég held að það sé nokkuð fullreynt með krónuna og líst betur á það, ef hægt er að tengjast evrunni. En þá þarf að hafa alveg á hreinu, að við verðum að gera það á mjög lágu gengi. Krónan er enn allt of hátt skráð og við sjáum það auðvitað á tvöfalda genginu. Við höfum ekki tekið út öll höggin og verðum að gera það, sagði Margeir.
Aðspurður um þau heimili og fyrirtæki í landinu sem hefðu tekið lán í erlendri mynt og horft upp á þau stórhækka á undanförnum mánuðum, sagðist Margeir hvetja til þess að þeir sem hefðu tekjur í íslenskum krónum færðu lán sín einnig í sömu mynt. Þau ættu nú að sæta lagi og fá sínum skuldum skipt yfir í íslenskar krónur áður en þessi flóðgátt opnast, sagði Margeir Pétursson þann 2. apríl sl.
Gengi krónunnar hefur síðan Margeir viðhafði þessi orð fallið umtalsvert, eða um 15-20%. Pressan hefur heimildir fyrir því að töluvert hafi verið spurt í bönkum og fjármálastofnunum dagana eftir viðtalið um möguleika á því að skipta erlendum lánum yfir í íslenskar krónur. Vart þarf að taka fram, að slíkar aðgerðir gætu orðið þungt högg fyrir mörg heimili þar sem yfirfærslugengið nú er allt annað og mun óhagstæðara en þegar lánin voru tekin á árabilinu 2005-2008.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 22:38
"Við höfum ekkert að fela"! Ja hérna alltaf heyrir maður eitthvað nýtt.
Það virðist gleymast að Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn með Samfylkingu í 4 mánuði eftir hrun. Hvað var gert? Ekkert. Hryðjuverkalög voru sett á landið og Geir var ekki mikið að leggja það á sig að rétta við orðstýr landsins út á við. "Maybe i should have"setningin er orðin frægari að endemum, en margar aðrar misviturlegar setningar sem að hafa dottið úr munni manna, eftir hrun.
Sjálfstæðisflokkurinn verður æ meiri taugahrúga eftir því sem að hækkar í spillingarhólnum hjá þeim. Það virðist gleymast að þeir hafa kallað þetta yfir sig sjálfir.
Framgangurinn í REI-málinu var ekki Sjálfstæðisflokknum mikið til framdráttar.
Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson aðalmálþófsmennirnir á Alþingi þessa dagana, mega ekki til þess hugsa að valdið, t.d.þjóðaratkvæðagreiðsla verði fært til þjóðarinnar.
Þorgerður Katrín er, líkt og meiri hluta Sjálfstæðismanna orðin ein taugahrúga, vegna þess að þjóðin er loksins búin að segja: Nú er nóg komið, ekki meiri frjálshyggju, þið fenguð 18 ár og landið er rústir einar.
![]() |
Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2009 | 01:02
Það er þetta með strútinn......
![]() |
Augljós mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2009 | 00:46
Vantar ekki pínu meiri endurnýjun hjá Flokknum?
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fjalla hér um styrkjamálið en bíðið við. Bjarni Ben. telur málinu lokið, punktur basta! Sem sagt við eigum að trúa sögunni um tvo góðvini Guðlaugs Þórs sem að söfnuðu "smá" pening fyrir flokkinn og löbbuðu síðan með peninginn upp í Valhöll og afhentu Geir peninginn, eða þannig.
Hvers vegna var t.d. Þorgerði Katrínu varaformanni flokksins og mörgum öðrum flokksmönnum ekki sagt frá því að fjárhag flokksins væri borgið í bili? Hún segist allavega ekkert hafa vitað um styrkina.
Við, "fólkið í landinu" eigum sem sagt að trúa svona endemis vitleysu. Fyrst er Guðlaugur margsaga um málið, Bjarni Ben. telur Kjartan hafa vitað um styrkina, en Kjartan segist bara ekkert hafa vitað um þá?! Ja hérna.
Fyrst var það landsfundarskúbbið þar sem að fyrrverandi formaður Flokksins tætir í sig starf endurreisnarnefndar Flokksins og landsfundarmenn klappa mikið. Fatta síðan eftir á fyrir hverju þeir voru að klappa.
Síðan málþófið á Alþingi og loks styrkjamálið. Maður hefði haldið að ný forysta vildi sýna úr hverju hún væri gerð og væri mikið í mun að sýna að til starfa væri komin ný forysta með nýjar áherslur.
En nei, einhvernveginn finnst manni þetta bara vera sami gamli myglaði osturinn......
![]() |
Kjartan stendur við fyrri orð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 18:58
"Dýr myndi Hafliði allur ef svo skyldi hver limur"
![]() |
Grátt leikin eða ónýt, það er efinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú þykir aðalmálið að vera með sem flestar færslur á Google, þvílíkur barnaskapur. Stöð 2 lepur upp ræðu Davíðs eins og um tímamótaviðburð sé að ræða (þ.e. að hann sé með eilífan skæting og dónaskap).
Hvor hefur betur á Google: Davíð eða Svein Harald Öygard? Yes that's the question! Óli Tynes alveg yfir sig hrifinn á visir.is í dag, að Davíð hafði miklu fleiri Googlefærslur en Svein Harald.
Við viljum fjölga ferðamönnum hingað til lands. Það er eitthvað sem að segir mér að Norðmenn verði ekki fjölmennir í ár, eftir umfjöllun þeirra (Norðmanna) um ummæli Davíðs um Svein Harald.
Hvað skyldi eiginlega umheimurinn halda um okkur (þ.e. mjög marga Íslendinga), að hafa hampað, dýrkað og dáð þennan mann?
En niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins er sem sagt: "Davíð hefur fleiri Googlefærslur en Svein Harald og vonandi er Svein Harald með Alzheimer."
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það fylgir mannkyninu að vilja skipta sögunni niður í tímabil, tímabilunum síðan í enn annan undirflokk. Það er nokkuð langt síðan að bókin Kolkrabbinn var skrifuð. Olli hún miklu fjaðrafoki í íslensku samfélagi og sitt sýndist hverjum.
Það má segja að þetta hafi verið "tími Kolkrabbans" og einhvernveginn fékk maður það á tilfinninguna þá, (long time ago) að íslenskt þjóðfélag myndi breytast í kjölfarið.
Siðan tók "Davíðisminn" við. Ég man að ég, fyrir um 10-15 árum síðan, orðaði stundum manna á meðal, að ég væri eiginlega búin að fá nóg af þessarri aðdáun og dýrkun á Davíð. Þetta kynni ekki góðri lukku að stýra. Viðbrögðin voru þannig að ég ákvað að nefna þetta ekki á nafn í langan tíma.
Síðan tók við tími útrásarvíkinga, allir "flottir" og stjórnvöld, bankarnir, forsetinn og Davíð "kóuðu" með.
Maður vill trúa því að tími útrásarvíkinga sé liðinn en ég er ekki svo viss um að svo sé. Maður vill líka trúa því að Davíðstíminn sé liðinn, en er það svo?
Á meðan að ekki fer fram gagnrýnin og gagnger endurskoðun og hreinsun á íslensku stjórnkerfi, þannig að engar leifar verði eftir af gömlu klíkunum, þá held ég að breytist fátt. Kannski á yfirborðinu en ekkert meira en það.
Við sjáum það á kjöri formanns Sjálfstæðisflokksins um helgina, þar sem Kolbrabbinn er kominn í endurnýjun lífdaganna.
Við sjáum það líka á háttalagi Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Kraganum sem að hótaði að fara út af lista Samfylkingarinnar ef að prófkjörsreglur yrðu ekki brotnar og henni fært 3. sætið á listanum á silfurfati.
Og maður sér það líka á svo mörgu öðru.........
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2009 | 19:06
Mengjadæmavandamál eða var það öfugt?
Eitthvað virðist Þorgerður hafa ruglast í ríminu í lok landsfundar hjá Sjálfstæðisflokknum nú í dag(nýendurkjörinn varaformaður). Virtist hún ekkert vita hvernig hún ætti að enda ræðuna, endurtók sig aftur og aftur með alveg furðulegum upphrópunum:"Við klárum þetta dæmi Bjarni. "
Ekki svo langt síðan að Ingibjörg Sólrún sagði að þjóðin væri "mengi" Hvernig væri nú að einhver tæki sig nú saman í andlitinu og leysti þetta mengjadæmavandamál eða er það kannski dæmamengjavand......?
Gott að heyra eða þannig. Þjóðin er á hausnum, fólk á ekki fyrir mat og þau ætla sér sko "að klára þetta dæmi"! Endaði svo auðvitað sem fyrrverandi íþróttamálaráðherra: Koma svo, áfram Ísland, berjast, berjast.........
Var þetta ekki örugglega landsfundur hjá stjórnmálaflokki?
![]() |
Þorgerður Katrín fékk 80,6% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2009 | 16:35
Ekkert uppgjör í Sjálfstæðisflokknum.
Kristján Þór Júlíusson gerði mikil mistök með því að láta undan þrýstingi og gefa kost á sér til formanns. Sem þaulreyndur maður í pólitík átti hann að sjá að þetta var fyrirfram tapað. Engeyjarættin hefur enn það sterk ítök hér á landi.
Hann hefði átt að gefa Bjarna Ben. frítt spil að þessu sinni, en bjóða sig svo fram eftir 2 ár þegar óánægðir flokksmenn væru endanlega búnir að viðurkenna mistök sín í valdastjórn sinni í 18 ár. Þá hefði Kristján átt greiða leið í stöðu formanns flokksins.
Á tveimur árum getur ýmislegt skeð og það er aldrei að vita nema að hann muni fá tækifæri þá. En þangað til þarf hann að skoða bæði baklandið og fyrst og fremst uppgjörið við fortíðina. Ég er ekki Sjálfstæðismanneskja en tel að hann hefði reynst flokknum vel í þeim öldudal sem að hann er nú. Halelújakór er ekki sá kór sem að fólk samþykkir nú. Sjálfstæðisflokkurinn er nú sem endranær slíkur kór, þar hefur ekkert breyst.
![]() |
Bjarni kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2009 | 16:16
Er Alzheimer "fyndinn" sjúkdómur?
Maður hélt að maður hefði séð það lægsta. En að mikla sjálfan sig á kostnað Alzheimersjúklinga, óska einhverjum þess að viðkomandi sé með Alzheimersjúkóm? Davíð Oddsson gerði þetta í ræðu sinnI um helgina á flokksþingi Sjálfstæðismanna og salurinn (flokksmenn) hló og fannst þetta afskaplega fyndið.
Er sem sagt allt leyfilegt í pólitík? Sjálfstæðismönnum finnst Alzheimersjúkdómurinn annaðhvort feikilega "fyndinn" sjúkómur eða að þeim finnst nauðsynlegt að þjóna "húmornum" hans Davíðs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar