Færsluflokkur: Dægurmál
16.8.2009 | 21:03
Grátur og gnístan tanna, ....... eða einhver sjálfsvirðing?
Er ekki þess virði að eyða smá tíma í að lesa greinar Financial Times, eða hvað? Það finnst mér allavega.
Jæja þá, ætlar fólk virkilega ekki að fara niður á Austurvöll að mótmæla á næstu dögum? VG og Sjálfstæðisflokkur með allt niður um sig í Icesavemálinu. Maður talar nú ekki um Borgarahreyfinguna ógrátandi.
Djúpt vantraust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þingmenn VG, Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónassson, hafa undanfarið farið mikinn í fjölmiðlum og sagst vera á móti Icesave óbreyttu. Gott og vel. Fyrirvarar settir inn í samninginn, sem að enginn veit hvort að Hollendingar eða Bretar munu taka nokkurt mark á, en samt eigum við Íslendingar að trúa þvi að þeir munu gera það.
Ég er ekki forspá og veit því ekkert um það, en það er skrítið að samþykkja samning með fyrirvörum sem að við verðum bara að treysta á að Hollendingar og Bretar taki mark á og taki gilda.
Að segja að fyrirvarar inn í samninginn sé sama og að hafna honum er bara bull.
En nú eru fjórmenningarnir sem sagt sáttir og ætla að ganga við ósköpunum í 2. umræðu á Alþingi um málið í vikunni
Ég skil ekki svona málflutning. Hreinlega skil ekki.
En gæti það nú ekki haft eitthvað að segja að við fjölmennum niður á Austurvöll þegar að þetta mál fer til 2. umræðu í vikunni og látum heyra í okkur kröftuglega? Það er að segja þeir sem að telja að við eigum ekki að borga þetta.
Það gæti nefnilega verið að sumir fari að verða hræddir um þingsætin sín, heyri þeir fyrir alvöru í íslenskri þjóð.
Full samstaða um Icesave í VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.8.2009 | 13:40
Eru ekki einhverjar mótsagnir í þessum ósköpum?
Á þetta að vera djók eða hver er eiginlega hugsunin hjá þessum manni?
http://www.visir.is/article/20090815/FRETTIR01/844077987
Er ég ein um að finnast þessar yfirlýsingar mannsins stangast pínulítið á ...........? Ansi furðulegt að mínu mati.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2009 | 11:45
Það er vert að kíkja á þetta. Alvara grínsins.
Verður maður ekki á þessum sorgardegi, að fara í pínulítinn Pollýönnuleik og taka þetta á "djókinu" samhliða alvörunni, já ef að það er á annað borð hægt?
Endilega kíkið á þetta myndband:
http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw
Nálægt breiðri sátt um Icesave-frumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2009 | 11:03
Sorgardagur fyrir íslenska þjóð, en þessi grein er skyldulesning.
Þessi grein er skyldulesning. Frábær grein hjá Andrew Hill. Hvers vegna í ósköpunum hefur þetta ekki komið fram fyrr? Þarna kemur ýmislegt fram sem að við almenningur höfum ekki fengið að vita.
Það verður þó að segjast eins og er að Jóhanna er þarna að reyna að bjarga andlitinu á síðustu stundu, of seint Jóhanna mín. Þetta hefði kannski haft eitthvað að segja hefðir þú skrifað þessa grein fyrr.
Og svo er búið að afgreiða Icesavesamninginn úr fjárlaganefnd með fyrirvörum í stað þess að reyna dómstólaleiðina. Sorgardagur fyrir íslenska þjóð.
FT: Ábyrgðin sameiginleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er ekki hægt að heimfæra þetta kvæði upp á ástandið í þjóðfélaginu í dag? Einhvernveginn finnst mér það. Kvæðið er eftir Heinrich Heine í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar:
Kvæðið heitir Heimur versnandi fer:
Ég er hryggur. Hérna fyrrum
hafði veröldin annað snið.
Þá var allt með kyrrum kjörum
og kumpánlegt að eiga við.
-----------------------------------
Nú er heimur heillasnauður
hverskyns eymd og plága skæð.
Á efsta lofti er Drottinn dauður
og djöfullinn á neðstu hæð.
--------------------------------------
Nú er ei til neins að vinna,
nú er heimsins forsjón slök.
Og væri ekki ögn af ást að finna
allt væri lífið frágangssök.
Samkomulag í fjárlaganefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 23:18
Hvað borgar Jóhanna Sig. fyrir bensín á mánuði?
"Þá er ætlunin að samræma reglur allra ráðuneyta um niðurskurð í ferða-, risnu- og bifreiðakostnaði."
Hvernig væri að ráðherrarnir fari að keyra bílana sína sjálfir, það myndi spara mikið?
Hvernig væri að alþingismenn myndu borga fyrir síma - og internetþjónustu?
Hvernig væri að minnka alla þessa yfirbyggingu, aðstoðarmenn, ráðuneytisstjórar, skrifstofustjóri ráðuneytisins og svo framvegis og svo framvegis?
Hvernig væri að þingmenn og ráðherrar borguðu fyrir áskriftir að blöðum og tímaritum?
Hvernig væri að ráðherrar borguðu sjálfir bensínið á bílinn sinn, þarf ekki venjulegur launþegi í þessu landi að gera það?
Maður talar nú svo ekki um risnudótið til maka alþingismanna í utanlandsferðum.
Laun opinberra lækki um 3-10% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 15.8.2009 kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2009 | 07:10
Jónas frá Hriflu og lúxuslíf Björgólfs Thors.
Á símum tíma kom Jónas frá Hriflu fram og sagði að geðsjúkdóma væri hægt að lækna en heimska væri ólæknandi. Ég vona að þetta sé ekki að koma fram í hugarfari þessarar þjóðar nú.
Hvenær ætlar fólk eiginlega að skilja það að við almenningur á Íslandi höfum akkúrat ekkert með Icesavemálið að gera og að þeir sem að skrifuðu undir samning s.l. haust gerðu það án samþykktar þjóðarinnar. Og síðan eigum við að borga ósköpin með eða án fyrirvara.
Sem betur fer sér maður að það er einstöku sinnum skrifað hér um þetta mál á þann veg að það sé verið að tala á sanngjarnan hátt um rétt Íslendinga hér.
Fyrir utan það að það voru einstaklingar í banka í einkaeigu sem að stofnuðu til þessa reiknings, sem að við berum enga ábyrgð á.
Var Landsbankinn ekki í eigu Björgólfsfeðga þegar að þessi Icesavereikningur var stofnaður? Annar þeirra er víst farinn á hausinn en arftakinn lifir lúxuslífi í Bretlandi.
Hvers vegna er honum ekki gert að borga það sem að hann stofnaði til eða að fara í skuldafangelsi ella? Hvenær ætlar þessi vitleysa eiginlega að taka enda, ég bara spyr?
Hvað yrði gert við mig ef að ég skuldaði hundruð milljarða og ég stæði ekki skil á því, já ég bara spyr?
Engar greiðslur án hagvaxtar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.8.2009 | 22:34
Hver eru launin hér?
Hvers vegna þarf allan þennan mannskap í eina Þingvallanefnd? Já, og svo langar mig til að vita hver eru launin fyrir setu í svona nefnd per mann á hvern fund? Svar óskast.
VG fær formennsku í Þingvallanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2009 | 09:39
Hættið sjálf og látið Þráin í friði!
Alveg furðuleg vinnubrögð þremenninganna í Borgarahreyfingunni. Í síðustu viku mættu þau ekki á fund sem að er víst haldinn reglulega á hálfsmánaðarfresti að sögn formanns stjórnar Borgarahreyfingarinnar.
Þau (þremenningarnir) báru það fyrir sig að fundurinn hefði verið boðaður með svo stuttum fyrirvara!
Birgitta bar það fyrir sig að hún hefði ekki barnapössun.
Varaformaður stjórnar búinn að segja af sér.
Í fyrradag mættu enginn þeirra á stjórnarfund. Hver ætti að hætta á Alþingi, ef ekki þessir vesalings þremenningar sem að eru taumlaust til kaups og sölu í Icesavemálinu?
Þau ættu að hætta sjálf á Alþingi og láta Þráin Bertelsson í friði, hann er þó samkvæmur sjálfum sér.
Vilja Þráin af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar