Færsluflokkur: Dægurmál

Buchheit og Financial Times

Steingrímur Joð segir í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld að skoðanir Buchheit kæmu of seint og því væri ekki hægt að taka mark á þeim.

 Hvers vegna var hann ekki kallaður til fyrr svo álit hans hefði eitthvað að segja. Enda skiptir það engu máli. Þetta er bara fyrirsláttur hjá Steingrími eins og venjulega.

Steingrímur er búinn að selja sálu sína í öllum stefnumálum VG og það vita allir sem að vilja vita.

Og hvers vegna í ósköpunum var lánatilboði Rússa ekki tekið á sínum tíma í valdatíð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks?

Leiðarahöfundur Financial Times tekur upp hanskann fyrir Íslendinga og segir að við eigum ekki að borga þetta og frændþjóðir okkar Norðurlandaþjóðirnar hafi svikið Íslendinga.

Rússar hafi verið fyrstir til að reyna að koma okkur til hjálpar og bjóða okkur lán.

 Það standi aldrei til að við fáum krónu að láni frá þessum svokölluðum frændþjóðum okkar né frá AGS, nema að við samþykkjum Icesave. Hann segir að það sé hér verið að fara illa með litla þjóð sem að hafi ekki stofnað til þessarar skuldar og geti ekki borgað þetta. Sjá eftirfarandi leiðara úr áðurnefndu blaði:

In the same boat

Published: August 11 2009 22:52 | Last updated: August 11 2009 22:52

"When the Dutch and British governments clinched Iceland’s agreement to reimburse savers in Icesave, the now-defunct overseas branch of Landsbanki, they did not count on the ire of Icelandic voters. The deal, stuck in an Althingi committee, is unlikely to gain the Icelandic parliament’s approval.

All sides are playing hardball. Iceland’s government sees the deal as essential to repair Iceland’s links with the rest of the world. It worries that economic lifelines from Nordic neighbours and the International Monetary Fund will be undermined by the lack of an agreement with Holland and the UK – who refuse to budge.

The £3.3bn Reykjavik agreed to reimburse is a paltry sum for most countries, but it amounts to more than £10,000 for each citizen of the subarctic island. This economic burden – about half a year’s economic output – for compensating overseas savers is similar to the cost to the British government of tackling a UK recession less severe than Iceland’s.

Some compare the plan to the Versailles treaty’s harsh demands of Germany. A better analogy is the 1982 Latin American debt crisis, in which even Chile, poster boy of Chicago School economics, saw the state take over a mountain of private debt. A decade of stagnation followed. The same could be in store for Iceland.

Would that benefit anyone? It would alienate the Icelandic people, already angered by Gordon Brown’s use of anti-terror laws to freeze Icelandic assets. Icelanders’ support for the recent application to join the European Union is rapidly cooling. The risk is an Iceland geopolitically adrift with its strategic location and important natural resources. Russia is no doubt paying attention: it was the first to offer Iceland economic assistance.

Moreover, there is a joint interest in bringing to light any murky dealings behind the bank collapse. A less confrontational relationship could foster collaboration on investigation – and recovery of assets – which Iceland does not have the resources to carry out alone.

There is plenty of blame to go around, beyond latter-day Viking raiders who built brittle financial empires. Icelandic voters repeatedly elected a government bent on unleashing financial liberalisation while letting regulators sleep on duty. But Dutch and UK authorities could have seen that Icesave’s high yields were only as safe as Iceland’s ability to cover deposits.

With more even burden-sharing for clearing up the mess, good neighbourliness may prove to bring more than its own reward.

Í lokin vil ég í lokin óska Fréttastofu RÚV til hamingju með það að hafa ráðið Kristin Hrafnsson sem fréttamann til sín. Facebooksamstaða og blogg á neti er greinilega farið að skila sér.


mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaffisamsæti forréttindastéttar og nauðsynjar almennings.

Flokksgæðingamálin eru söm við sig, það breytist ekkert, en talandi um kaffisamsæti þá er ég að velta fyrir mér hvernig þeim sem að hafa þurft að leita til Fjölskylduhjálpar og Mæðrastyrksnefndar síðustu mánuði hafi reitt af síðustu vikurnar.

Þessir hjáparaðilar fólks sem að stjórnvöld þessa lands, m.a. hin "góðhjartaða" Jóhanna Sigurðardóttir hafa ekki séð nokkra ástæðu til að veita fjárhagslegan stuðning, eiga mikið hrós skilið. Þarna er unnið mikið og óeigingjarnt starf. Lokað hefur verið hjá Fjölskylduhjálpinni og Mæðrastyrksnefnd síðan í lok júní.

Allt starfið þarna unnið í sjálfboðavinnu. Fólk þarf jú sitt sumarfrí. Það verður opnað aftur á morgun, (eða í dag miðvikudag). Skyldi ekki allt verða fullt út úr dyrum...........?

Síðan er það umhugsunarefni út af fyrir sig að í þjóðfélagi 21. aldarinnar á Íslandi árið 2009, skuli vera þannig búið að fólki að fólk skuli ekki hafa í sig og á.

Svona er búið að láglaunastéttum þessa lands í dag og svo eigum við að taka á okkur Icesavebyrðarnar í þokkabót.


mbl.is Kaffisamsæti flokksgæðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er "samviska" og "stefnuskrá" Borgarahreyfingarinnar til sölu?

Bretar telja sig að sjálfsögðu vera búnir að semja við Íslendinga. Ætli þeim hafi ekki verið sagt það eftir fundinn með Svavari "samningamanni" að nú þyrfti bara að koma þessu í gegnum þingið. Fólk sem er búið að vera of lengi í pólitík missir flest allt venjulegt jarðsamband og þar af leiðandi fylgist ekki með hvernig "venjulegt" fólk hugsar.

Mótmæli almennings gagnvart Icesave hafa greinilega komið stjórnarliðum í opnu skjöldu plús það, að þetta átti auðvitað að gerast með leynimakki, sem að ekki tókst.

Það var byrjað með þeim lygum að Hollendingar og Bretar hefðu ekki viljað að neinar upplýsingar um samninginn bærust út til almennings. Stjórnvöld þessara rikja komu fram og sögðu þetta ekki rétt.

Borgarahreyfingin kemur svo fram og býðst til að hjálpa til.  Kom hún ekki fram undir slagorðinu Borgarahreyfingin - þjóðin á þing? Býðst til að hjálpa til við fyrirvara í samningi sem að þjóðin kærir sig ekki um og á ekki að borga.

Segir að þar með sé verið að hafna samningnum á "penan" hátt, eins og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Borgarahreyfingarinnar, komst að orði.

Ég auglýsi hér með eftir samvisku Borgarahreyfingarinnar, sem að sagði í kosningabaráttunni að hún myndi leggja sjálfa sig niður þegar að öll stefnumál hreyfingarinnar væru komin í höfn.

Eitt þeirra stefnumála var að sækja um aðildarviðræður að ESB, sem að varð svo að hrossakaupsmáli hreyfingarinnar eins og frægt er orðið. Þremenningarnir kusu að hafna umsókn.

Eiga ekki kjósendur Borgarahreyfingarinnar skilið einhver svör frá þingmönnum sínum?


mbl.is „Það er búið að semja!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei ráðherra, það á víst örugglega ekki að hlusta á þjóðina.

Eru Steingrímur og Jóhanna að ganga hagsmuna Hollendinga og Breta í stað Íslendinga? Þetta er með ólíkindum. Það er reynt að ljúga okkur Íslendinga fulla og svo birtist allt í einu leyniplagg sem að fylgir Icesavesamingnum, plagg sem að við áttum aldrei að fá að sjá. Eru einhver fleiri leyniplögg?

Jóhanna horfin og lætur Steingrím um baslið. Ómerkilegur stjórnmálamaður Jóhanna sem að lét okkur halda í 30 ár að hún bæri hagsmuni litilmagnans fyrir brjósti en, svikur svo ekki bara málstaðinn, heldur gerist, já ég leyfi mér að segja það, föðurlandssvikari.

Hún svíkur þjóð sína á ögurtímum og er ekki einu sinni tilbúin til að koma fram og tala við hana líkt og Eva Joly gerði. Þjóðin fer fram á nýjan samning, fólkið sem að kaus hana fer fram á nýjan samning en Jóhanna kýs að hlusta ekki á þjóðina.

Eftir grein Evu Joly s.l. laugardag, hefur Jóhanna og co. auðvitað orðið óróleg og hjólað í þremenningana í Borgarahreyfingunni og Pétur Blöndal til að þvinga sitt fram, þvert á skoðun þjóðarinnar, nei það á sko ekki að hlusta á þjóðina.

 


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþingsmenn: Skíthræddir við Kristin Hrafnsson.

Það er nokkuð ljóst að Kaupþingsmenn eru skíthræddir við fréttamanninn Kristin Hrafnsson sem að þorir að segja sannleikann umbúðalaust.

Rekinn af Stöð 2 fyrir kjarkinn og síðan fær Fréttastofa Ríkissjónvarpsins á sig lögbann vegna upplýsinga sem að Kristinn Hrafnsson hafði undir höndum og átti að birta í kvöldfréttatíma Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi.

Kristinn Hrafnsson hefur alla tíð verið einn af mínum uppáhaldsfréttamönnum, maður sem þorir að segja sannleikann en bugtar sig ekki fyrir yfirvaldinu.


mbl.is Hreiðar Már segir lánin lögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpahyski sem að á heima bak við lás og slá.

Ég er ein af þeim sem að hafa mótmælt lögbanninu hér á netinu. Hins vegar vil ég vísa á slóðina http://www.jonas.is.

Þarf nokkuð að segja mikið meira?


mbl.is Netverjar æfir yfir lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósvakamiðlar svíkja almenning.

Það er nokkuð athyglisverð afstaða ljósvakamiðlanna tveggja í gærkvöldi, að kjósa að þegja um grein Evu Joly í Morgunblaðinu í gær og sem að birtist samtímis víðar um heim.

Það er held ég nokkuð ljóst hverra hagsmuna er verið að gæta þarna, hagsmuna þessarar vesælu ríkisstjórnar sem að íslensk þjóð situr uppi með og ætlar að þvinga upp á okkur Icesavesamkomulaginu með góðu eða illu.

Eva Joly kemur við kauninn á Jóhönnu Sig og co og það er auðvitað ekki nógu gott.

Baugur á Stöð 2 og Fréttastofu Ríkissjónvarpsins er stýrt af Samfylkingunni. Fagleg vinnubrögð eða þannig.


mbl.is Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrannar B. Arnarsson: Láttu ekki svona Eva Joly, þú hefur ekki vit á þessu!

Hrannar B. Arnasson aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir Evu Joly í bloggi sínu á Facebook í dag (í gær), í raun og veru bara að þegja og vera ekki að skipta sér af því sem að henni komi ekki við.

Þetta kemur fram á  http://www.eyjan.is

http://eyjan.is/blog/2009/08/02/adstodarmadur-forsaetisradherra-deilir-a-evu-joly-aetti-ad-lata-adra-um-efnahagsmalin/

Þessi ríkisstjórn verður alltaf "athyglisverðari" með hverjum deginum sem líður ......

Áfram Eva Joly!

 Þarf ekki að fara að stofna nýjan stuðningshóp hennar á Facebook svo að hún viti nú örugglega að við stöndum 100 % með henni?


Sovétríkin fyrir fall kommúnismans.

Nýja Kaupþing er nú í eigu ríkisins. Þetta er krafa Nýja Kaupþings um þöggun í fjölmiðlum. Þar með er þetta krafa sem að gerð er með samþykki yfirvalda í þessu landi.

Þetta er grafalvarlegt mál þar sem að þetta er fyrsti vísirinn að því, allavega á svo alvarlegum nótum, að það skuli þaggað niður í fjölmiðlum þessa lands. Það á sem sagt að fara að mata fólk á "réttum" upplýsingum. Þetta var gert í Sovétríkjunum forðum fyrir fall kommúnismans.

Við erum á hraðri leið til einræðisvalds fjölmiðla. Fjölmiðlar eru fjórða valdið og nú á að fara að stöðva lýðræðislega umræðu.

Því spyr ég enn og aftur: Hvenær ætlar fólk að vakna í þessu landi og gera eitthvað í þessu máli?

Er ekki til eitthvað sem að heitir Austurvöllur?


mbl.is Lögbanni mögulega hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly og Vigdís Finnbogadóttir.

Afstaða þessarar konu er afdráttarlaus og sterk. Hún lætur engan segja sér fyrir verkum og lætur ekki þvinga sig á nokkurn hátt. Ég held að við megum vera afskaplega stolt af því að eiga þennan málsvara á alþjóðavettvangi.

Við megum ekki gleyma því að það var Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands sem að var aðalhvatamaður þess að hún gerðist aðili að rannsóknum á orsökum hrunsins og athæfi útrásarvíkinga. Hún var milligöngumaður í því máli. Egill Helgason fékk hana í viðtal til sín en Vigdís hvatti hana síðan til þess að vera talsmaður Íslands í málefnum Íslands sem að varðaði rannsókn á meintu athæfi útrásarvíkinga. Eftir því sem að ég hef lesið, þekkjast þær frá gamalli tíð.

Ég vona bara að þjóðin fari að hlusta, já og meira en það, mótmæla. Ætlum við að afsala okkur fullveldi okkar, sem að fyrri kynslóðir börðust fyrir að okkur hlotnaðist? Það er nákvæmlega það sem að er í húfi og það er nú ekkert smávegis að mínu mati.


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband