14.1.2010 | 02:49
Hahíti og Ísland? Skuldastaða ríkissjóðs Íslands skrípaleikur?
Ég segi hreinlega nei við þessari frétt. Geta ríkustu þjóðir heims ekki bjargað þessu? Með allri minni samúð með íbúum Hahíti, erum við aflögufær eða hvað? Ef að við getum bjargað þessu, hljótum við að geta bjargað því líka að við getum lifað af sem þjóð, eða er skuldastaða ríkissjóðs einn allsherjar skrípaleikur?
Fátæka Ísland fyrst til Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef að þér fynnst þetta vera bruðl á almannafé þá get ég bent þér á að það eru ýmis ríkisstörf og stofnanir sem kosta margfallt meira þegar litið er út frá afkastagetu, og fólk í ýmsum nefndum á rjúkandi kaupi fyrir lítið sem einga vinnu...... og síðast þegar ég vissi hefur þingfestri launalækun stjórnmálamanna ekki verið framgengt þrátt fyrir að gildistíminn sé liðinn......
En undir þennann reikning skrifa ég fús undir og finnst mér bara grátlegt að fólki sjái eftir aurum í brínt mannúðarstarf sem þetta... og ekki má gleyma að þetta er mikilvæg æfing fyrir almanavarnir hér á eldgosa- og jarðskjálftaeyjunni Íslandi.
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 05:52
Ef að það er ekki til peningar til heilsugæslu, skattar hækkaðir taumlaust, uppsagnir, launalækknaiir, fólk flýr land, fyrirtæki og fjölskyldur fara á hausinn og við eigum að bjarga Haítí. Er þetta í þínum anda Gunnar?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 14.1.2010 kl. 07:28
Ég var endanvið að benda þér á, bæði tilgangslausari og margfalt kostnaðasamari, þætti sem þú ættir að pirra þig mun frekar yfir, og láta svona störf í þágu mannkynsins lyggja milli hluta...... Hér eru ekki tugir-þúsunga kramdir í grjóthrúgu, mölbrottnir og lýða sársauka sem einginn getur komist nærri að ímynda sér. jafnvel svo dögum skiptir.
Settu þig í spor þeirra og hættu að tuða um smáaura ......
Ástandið hér er jú mjög slæmt en ástandið á Haiti er hrikalegt
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 08:02
Og svo ég svari spurningu þinni...... Já Þórkatla, þetta er í mínum anda svo sannarlega.
Og ég spyr á móti: mundir þú gefa allt fjármagn sem þú hefur í augnablikinu og værir blönk til mánaðamóta, ef þú vissir fyrir víst að ein manneskja í haiti hlyti líf?
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 08:31
Þórkatla, við megum fyrst skammast okkar ef við sjáum okkur ekki fært að rétta þeim hjálparhönd sem verst standa í heiminum. Mér finnst í raun ótrúlegt að einhverjir bloggarar skuli leggja nafn sitt við svona færslur.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 14.1.2010 kl. 08:32
Í ljósi þessarar umræðu er vert að benda á að Íslendingar eru enn, þrátt fyrir efnahagserfiðleika, í hópi þeirra þjóða þar sem lífskjör eru hvað best í heiminum. Ef fólk sér á eftir peningum ætti fyrst að skera meira niður í öðru áður en ráðist er að þessari starfsemi. Eins og Gunnar bendir réttilega á þá búum við sjálf á "svolítilli" hamfaraeyju, þó langt sé síðan hér urðu alvarlega vandamál. Við þurfum að hafa sveitir sem geta tekist á við svona hluti og það þarf að halda liðinu í formi.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:29
Munið þið eftir kreppunni á fyrri öld þegar að fólk hafði ekki fyrir mat og þá meina ég ekki fyrir mat, vonandi lendið þið ekki í því háæruverðugu borgarar! Þegar að.það voru úthlútaðir matarmiðar fyrir fjölskyldur. Býst við að ekki sé svo langt í það hér. Þá skulum við endilega fara og hjálpa þurfandi þjóðum.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:59
Þú berð ekki mikla virðingu fyrir mannslífum mín kæra. Og gott veganesti fyrir þig væri að benda þér á að koma fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig.
Það að senda okkar þrautþjálfaða rústabjörgunarlið sýnir hversu göfug þjóð við erum þegar hlutunum er á botninn hvolft. Og má alls ekki gleyma því að þegar stóri skálftinn kemur herna heima, þá munum við ekki gráta þetta klink sem við settum í þetta í skiptum fyrir ómetanlega reynslu fyrir björgunarfólkið okkar.
Guðjón Jónatansson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 10:07
Hvað deyja mörg börn á mínútu í heiminum og enginn segir neitt við því kæri Guðjón!
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 10:26
Mér finnst nú bara sjálfsagt að hjálpa fólki á hamfarasvæðum.
Óli (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 10:59
Ég er sammála nr.2.
Skattborgari (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 11:18
Þórkatla, og hennar skoðanasystkyni:
Kynnið ykkur hugtakið karma, ef þið þekkið það ekki nú þegar........ Þrælskemtilegur lífsleikur sem gengur út á það að gera góða hluti og góðir hlutir gerast fyrir þig. Hjálpa ókunnugum þegar þú sér að þú getur gert það. stórt sem smátt. Með tímanum gefur þetta ykkur ánægju og jákvætt viðmót, sem er það viðmót sem góðir hlutir laðast að.
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 11:55
Kæri Gunnar, mig langar að spyrja þig, styrktir þú einhver hjálparsamtök á Íslandi fyrir jólin? Þá hlýtur þú að fá smá prik í þitt karma og blessun himnaföðursins. Gangi þér svo allt í haginn.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 14.1.2010 kl. 12:44
Best að þessi færsla hefði aldrei verið skrifuð.
Finnur Bárðarson, 14.1.2010 kl. 13:03
Vertu ekki blanda ósýnilegamanninum í málin!! þetta eru bara ofur einföld lífspeki..
En eins og hér sést kæra sig ekki allir um greiða frá ókunnugum.. vegni þér einnig vel
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 13:05
Finnur, .að er ritfrelsi´í þessu landi. Kynntu þér það mál.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 13:20
Gunnar, kynntu þér betur karma frekar en að vera að karpa við mig. Karma og himnafaðir er af sama toga. Kynntu þér málin aðeins betur.
Þórlkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 13:25
Allt er nú til! Þórkatla, ég skil ekki þinn þankagang.
Theódór Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 13:43
Má ég þá spyrja þig um þinn þankagang?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 13:47
Ég sagði hugtakið karma sem kemur engu yfirnátúrulegu við. (gr.12)
og gaman að við séum einmitt að tala um þetta,núna hlaust þú svolítið bad karma bara með þessu viðmóti þínu.
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 13:54
Ég ráðlegg þeim sem að lesa þetta að fá út 4 þegar að þeir leggja saman 2 og 2. Vertu blessaður Gunnar og gangi þér vel í lífinu minn kæri vinur.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 14:01
Þú ert svona manneskja sem gengur framjá fólki sem liggur í blóði sínu, vegna þess að þú hefur ekki efni á að setja kjólinn þinn í þurrhreinsun.
Miðað við skuldir og kostnað þjóðarskútunar þá kostar þetta okkur ekkert, og skapar okkur velvilja þjóða sem er einmitt það sem við þörfnumst mest í dag.
Steinn (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 14:22
Peningar sem fara í það að bjarga mannslífum eru þeir sem síst má spara. Það er hægt að klípa af alls staðar annars staðar.
Ísland er ekki að senda neina milljarða til Haítí, þetta er ein björgunarsveit og smá vistir. Fyrr má nú vera að rétta fátækri þjóð í neyð smá hjálparhönd!Rebekka, 14.1.2010 kl. 14:51
Já Þórkatla.... við erum vissulega aflögufær. Hver króna telur.
Börn liggja grafin lifandi undir húsum á Haiti, einmitt á þessari mínútu. Við jarðarbúar þurfum að sína meiri samkennd, þá verður líf okkar sjálfra svo miklu innihaldsríkara.
Hægt er að styrkja neyðaraðstoð Rauða krossins á Haítí með því að greiða inn á reikning hjálparsjóðs í banka 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649.
Anna Einarsdóttir, 14.1.2010 kl. 15:18
Við erum ekki fátæk í sama skilningi og flestar þjóðir. Við höfum í reynd allt til alls.
Zaraþústra, 14.1.2010 kl. 16:07
Það er ekkert lítið pínlegt að lesa þetta! Smjörklípuaðferðinni beitt af fullum krafti :P
Guðmundur Heinrich (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 16:47
Ég skil hvað þú ert að fara, Þórkatla... Það er vissulega dálítið einkennilegt að við Íslendingar skulum leggja meira til samfélagsins á Haítí en t.d. Bandaríkjamenn (sem lifa sumir í vellystingum rétt við Haítí). Þetta sýnir þó að við Íslendingar getum vissulega og ætlum að hjálpa þjóðum sem lenda í neyð, með því að gera okkar allra besta hverju sinni og sýna þannig gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir (sem jafnvel sitja með hendur í skauti). Þó að við Íslendingar séum ofur skuldugir og hagkerfi okkar sé ein rjúkandi rúst, skal það vera tímabundið ástand. Við erum þrátt fyrir allt, ein ríkasta þjóð veraldar.
mbk HH
Halldóra Hjaltadóttir, 14.1.2010 kl. 17:40
Íslenska þjóðin er skuldsett og blönk, en við erum svo langt frá því að vera fátæk að við eigum sennilega erfitt með að gera okkur í hugarlund hvernig það er að búa við aðstæður eins og í Haíti. Kannski geta einhverjar ömmur og afar gefið okkur smá innsýn í raunverulega fátækt. Þegar við erum orðin svo sjálfhverf að þykjast ekki aflögufær við fólk sem býr við algera örbygð og það á slíkri neyðarstund, þá erum við hinsvegar orðin svo fátæk í anda að mig hryllir við því. (Og já ég gef líka í innlent hjálparstarf)
Dagný (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 17:41
Góðra siður er, að rétta þeim hjálparhönd sem í nauðum eru staddir, og það höfum við Íslendingar gert þegar slys og náttúruhamfarir ber að höndum. Þess vegna höfum við haldið velli hér um aldir, gegn um allskyns hörmungar, á sjó og landi. Það er í eðli okkar að hjálpa fólki í neyð, þess vegna er brugðist við núna, við vitum að hver mínúta skiptir má tug þúsundir mannslífa eru í veði. Því eiga úrtöluraddir ekki við hér, og mættu þeir sem þannig tala skammast sín fyrir að láta slíkt út úr sér, fólk sem situr við tölvuna sína með troðinn maga, í hlýjum húsum, meðan tugir eða hundruð þúsunda eru að deyja eða dáin, grafin undir hrundum húsum í fjarlægu landi. Við myndum kveina hátt, ef við yrðum án vatns, síma matar og rafmagns daglangt, hvað þá lengur, og þykjast hafa upplifað mikið harðræði, sem væru sámunir miðað við ósköpin á Hasti. En þið skulið ekki gleyma því, að við gætum sjálf þurft á hjálp að halda. Stór jarðskjálftar og eldgos gætu leikið okkur grátt, og þá gætu verið þörf á skjótri aðstoð utan frá, og yrði tæplega nöldrað yfir því að hún bærist!!
Stefán Lárus Pálsson, 14.1.2010 kl. 17:46
Úr því að við erum svona vel aflögufær, hvers vegna þurftu 4000 fjölskyldur að leita sér hjálpar á Íslandi fyrir jólin. Já ég bara spyr? Margir komu þangað grátandi OG HANA NÚ!!!
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 18:39
Ef mér skilst rétt þá er kostnaðurin við þessa ferð um 1/2 dags vaxtagreiðsla af Icesave Þá vil ég heldur senda tvöfalt fleiri til Haiti heldur en að borga af Iceasave
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.1.2010 kl. 18:53
Þórkatla.
Prófaðu að setja þig í spor þessa fólks. Þú ert stödd fyrir utan heimili þitt.....það kemur ógurlegur jarðskjálfti..... þú horfir á húsið þitt hrynja.... fjölskyldan þín er föst í húsinu..... OG ENGINN VILL HJÁLPA ÞÉR.
Anna Einarsdóttir, 14.1.2010 kl. 19:39
Ég er svo aldeilis bit að ég á ekki orð !!!!
En er að spá hvort Þórkatla sé í slæmum málum og bregðist þess vegna svona harkalega við
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 20:55
Anna E. milljónaþjóðirnar hjálpa örugglega og Anna G. ég spyr hvers vegna á fólk að svelta á Íslandi og hafa ekki húsnæði. Þið verðið jú að athuga að við erum núna talin með fátækustu þjóðum í heimi ekki satt miðað við skuldsetningu.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 21:30
Þórkatla, taktu nú vel eftir! Ástæður þess að 4000 fjölskyldur þurftu að leita sér hjálpar fyrir jólin, eru fjölmargar, en sem betur fer fengu þær hjálp fyrir tilstilli velhugsandi fólks. Þarna er um tvö gjörólík mál að ræða, en aðstoð veitt af góðum hug í báðum tilfellum. Mér er það aldeilis óskiljanlegt, að heyra fólk setja sig á móti því að hjálpa fólki sem hefur lent í svona hrikalegum náttúruhamförum, reyndu að gera þér grein hversu hræðilegt ástandið er þarna. Hjálparstarf við bágstadda mun halda áfram hér heima, það kostar líka ómældar fúlgur fjár, og ég hef engan heyrt kvarta yfir því, það gleður að geta rétt hjálparhönd þangað sem þörfin er. Mér finnst svona neikvæðni gagnvart hjálparstarfi engum Íslendingi sæmandi. þó mörg okkar eigi erfitt hér heima er fólk ekki að svelta í hel, þorna upp og deyja af vatnskorti, við fáum læknishjálp, og líka húsaskjól, við getum jarðað látna, þurfum ekki að stafla rotnandi líkum fólks á göturnar og leita hvíldar á milli þeirra í algjöru ráðaleysi í kolniða myrkri, eins og almenningur á jarðskjálftasvæðunum á Haiti. Þess vegna er það gleðilegt að það sé í eðli okkar litlu þjóðar, að bregðast hart við á neyðarstundu og rétta fram hjálparhönd til bræðra og systra í stórri neyð í fátæku litlu landi. Það vekur stolt hve fljót við vorum að bregðast við. Hugleiðið þetta.
Stefán Lárus Pálsson, 14.1.2010 kl. 21:52
Það á hver og einn að geta sér og sínum farborða í siðmenntuðu þjóðfélagi en ekki að þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka. Enda síðan þessa umræðu.
Ef eitthvert skítkast kemur verður það fjarlægt.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 22:00
Þórkatla, skil ég þig rétt? Eigum við bara að líta í aðra átt, og ætlast til einhver annar komi seinna og hjálpi? Þér getur ekki verið alvara kona! Veistu hvað miklu skiptir gagnvart lífslíkum fólks undir rústum hve fljótt hjálp berst, þar sem 35 stiga hiti er? það dugir ekki að koma eftir nokkra daga, líf fólks fjarar út á stuttum tíma, þó ekki sé það slasað. Svona hugsunarháttur að aðrir geti reddað málum sem við erum í stöðu til að gera er sambærilegt og að þú sért á gangi yfir tjörnina og sjáir barn sem hefur fallið í vök, og það æpir á hjálp, þér er kalt, og flýtir þér framhjá til að komast heim í hlýjuna, en hugsar um leið, "getur einhver sem er betur klæddur fiska krakkann upp úr"! En ég veit ef til kastanna kæmi myndir þú ekki bregðast svona við, Þú myndir jafnvel leggja þig í hættu, rétta barninu höndina, og bjarga því! Og þú yrðir óumræðilega glöð!
Stefán Lárus Pálsson, 14.1.2010 kl. 22:10
Góða nótt Stefán minn.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 22:24
Hah. Skuldastaða ríkissjóðs og slæmt ástand á Íslandi er ástand sem mun ganga yfir og allir munu jafna sig á... og vonandi læra af. Þetta ástand, miðað við viðvörunarbjöllur héðan og þaðan, er einfaldlega umbeðið ástand.
Ástandið á Haiti er ástand sem enginn þar jafnar sig á. Við erum ekki að tala um það að bankarnir hafi tekið húsin af þeim, heldur hrundi þetta til grunna, og ef það drap það ekki, þá skyldi það fólk eftir heimilislaust.
Að þú skulir svo vera að blanda himnaföður inní eins kalt innslag get ég ómögulega skilið.. miðað við alla þá ást og umhyggju Jesús átti nú að hafa verið að breiða út. Þvílík eigingirni og sjálfselska eins og þú sýnir er nú alveg fáranleg.
ViceRoy, 15.1.2010 kl. 08:11
Þórkatla, ég geri ráð fyrir að þér finnist Íslendingar eigi ekki að þiggja neina aðstoð frá öðrum þjóðum í sínum erfiðleikum? Því hver á að sjá um sig sjálfur, ekki satt?
ASE (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 15:21
Guð minn góður....Okkur skortir ekkert hér , nema kannski mannúð sýnist mér.
aRNAR hELGI (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 19:13
Mér þykir þetta ekki skortur á mannúð, alls ekki. Vangaveltur Þórkötlu eru að mörgu leiti skiljanlegar, þó að ég sé henni ekki sammála.
Halldóra Hjaltadóttir, 15.1.2010 kl. 19:16
Ég hef engan húmor fyrir afstöðu pistlahöfunds í þessu máli. Það má alveg senda síðustu peninga landsins til þessa fólks...hörmulegt að fólk skuli hugsa svona. Það er ekki verið að gera lítið úr vandamálum Íslands með að bregðast við og senda fólk frá Íslandi á stærsta slysstað í veraldarsögunni...
Óskar Arnórsson, 16.1.2010 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.