5.2.2010 | 02:06
Thatcher - Jóhanna (ekki af Örk)
Hvernig væri að þjóðin fengi að kjósa um hvort að hún vill yfirhöfuð nokkrar aðildarviðræður að ESB. En það er bara þannig að þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki í anda Samfylkingar eða VG. Þetta er hreinn og klár viðbjóður þessi framkoma Jóhönnu.
Hún er ekki lengur "heilög Jóhanna", hún er "Thatcher Jóhanna", er með einræðistilburði með Steingrím í eftirdragi sem að reynir aðeins að malda í móinn með því að segjast frekar vilja tala við Norðmenn. Ætli Jóhanna hlusti nú mikið á það. Hótar þá bara stjórnarslitum.
Svo er þetta nú meira ruglið að Icesave-deilan við Breta og Hollendinga muni ekki hindra ESB aðild Íslands. Auðvitað mun hún gera það. En svona lygar eiga ekki lengur við í þessu máli. Það er komið nóg af þeim. Ég vil enga ESB aðild algerlega óháð þrýstingi frá AGS eða öðrum. Sú aðild myndi kosta okkar miklar fórnir i auðlindum Íslands, það sér hver heilvita maður.
Þessi ríksstjórn er með þeim ótrúlegustu í Íslandssögunni.
Já oft reynist flagð undir fögru skinni ef fagurt skinn skyldi kalllast. Þetta er hreinn og klár viðbjóður þar sem að verið er að koma aftan að lítilli þjóð, hún á að borga Icesavereikninga og skúrkarnir eiga að sleppa.
Aðildarviðræður taki 1-2 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:29 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þórkatla þetta er þjóðarsálin í dag við skulum nýta okkur kraftinn sem við höfum til að verjast þessari ógnarstjórn sem tröllríður öllu hér á íslandi með það eitt markmið að verja þjófana icesave og beina leið til ESB helvítis.
Sigurður Haraldsson, 6.2.2010 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.