Höfum ekki þroska til að vera þjóð með fullveldi.

Þetta er með hreinum ólíkindum. Loksins þegar að við fáum tækifæri til þjóðaratkvæðagreiðslu í einu af mikilvægustu málum sem að upp hafa komið síðustu áratugina situr fjöldinn allur heima og tekur ekki afstöðu. Hvað er eiginlega að.?

Ég hélt að stór hluti þjóðarinnar væri að fara á hausinn og við ættum að borga Icesave skuld í þokkabót. Samt tekur fólk ekki afstöðu. Við fáum hérna lýðræðislegan rétt en notum hann ekki. Hvað er eiginlega að íslenskri þjóð.? Er það virkilega komið á það stig að við höfum ekki þroska til að vera fullvelda þjóð þegar allt kemur til alls? Ég er farin að halda það.


mbl.is Um 50% kjörsókn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikill misskilningur hjá þér. Helmingur þjóðarinnar tók afstöðu með því að sitja heima. Þessar kosningar er sóun á tíma og fjármunum. Þær skila engu nema kannski því að gjá hefur myndast á milli forsetans og þjóðarinnar. Fólk vill að stjónvöld beiti sér að því sem skiptir máli og takist á við raunveruleg vandamál. Ég fór á kjörstað og skilaði auðu í mótmælaskini. Ég sé eiginlega eftir því að sitja ekki bara heima því það eru virkilega skýr skilaboð.

Hulda (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 21:17

2 identicon

50-60% er góð kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu um ein lög. Það er ósanngjarnt að bera þetta saman við alþingiskosningarnar. 53% Íra kusu um Lisabon sáttmálann.

Geiri (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 21:18

3 identicon

Seðlabankinn gékk í ábyrgð á sínum tíma fyrir bönkunum, eins og flestir seðlabankar gera. Bankarnir á Íslandi fóru meira eða minna á hausinn, og bankaábyrgðinn var borin uppá borðið. Komin tími til að borga. Seðlabankinn er undir yfirliti frá hinu opinbera. Ríkistjórn og Alþingi er kosið af fólkinu í þessu landi. Kjósendur hafa haft alla möguleika á að breyta stjórnmálaumhverfinu, enn ekki gert það. Að kjósa til Alþingis er allvarlegt mál, sem fólk kannski ætti að horfa niður í saumana á. Þess vegna greiddi ég ekki athvæði í dag, því það skiptir eingu máli hvað þjóðarathvæðagreiðslan kemst að. Reikningurinn verður að borgast.

Gunnar (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 21:24

4 identicon

Undir 65-70% miðað við íslenskar aðstæður!!! 50-60% þátttaka er ekkert og að halda annað er bara bekking. Fólk er að senda skýr skilaboð.

Hulda (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 21:25

5 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Sammála Geira!  Hulda, þú hefur svo rangt fyrir þér. Icesave lög 01/2010 er ennþá í gildi sama hvað forsetisráðherran segir og ekki Úreld eins og hún nefnir það. Það á að kjósa nei,icesave lög 01/2010 eiga EKKI að halda gildi því að þá erum við að seiga að við samþykjum ríkisábirgð sem gildir ekki í eldri samningnum.  Ef nýu Icesave lögin 01/2010 væri Úreld hvers vegna stendur á kjörseðlinum hvort við viljum að hún haldi gildi!  Það er engin garantí að bretar mundi gefa okkur betri samning ef við myndum ekki kjósa nei. Af hverju ættu þeir að gera það þessir kúgarar! 

Sævar Guðbjörnsson, 6.3.2010 kl. 21:29

6 identicon

Sammála Huldu.

Helmingur þjóðarinnar er að segja Óla forseta upp og mótmæla þessari kosningu með því að mæta hreinlega ekki á kjörstað. Ótrúleg niðurtaða eftir endalausa umræðu í öllum fjölmiðlum.

Sverrir (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 21:39

7 Smámynd: Hamarinn

Þeir sem heima sitja eru stuðningsmenn Samfylkingar og VG, þannig að yfir 50% kjörsókn sýnir að stjórnin nýtur ekki meirihlutastuðnings meðal þjóðarinnar.

Hamarinn, 6.3.2010 kl. 21:44

8 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Sverrir, eru þú svo heimskur að nota þetta tækifæri til að mótmæla okkar forseta í staðin fyrir Breta sem beyttu okkur Hryðjuverkalög,frystingu eigna Landsbanka(og Kaupþing sem féll í kjölfarið) og röng ummæli um að við værum gjaldþrota!  Það er eins og að mæta þjóf sem ný búinn að stela verðmæti úr heimilinu þínu og byrja að rífast í systur þína í staðin út af því að þú værir í fýlu við hana!  Fáránlegt Sverrir, hreint fáránlegt!

Sævar Guðbjörnsson, 6.3.2010 kl. 21:49

9 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Sammála Hamarinn, fáránlegt að miða við Alþíngiskosningar þegar margir með kosningaréttindi eru í fýlu!

Sævar Guðbjörnsson, 6.3.2010 kl. 21:51

10 identicon

Sævar ertu bara í tómu rugli?. Hefurðu ekki kynnt þér málin maður?

Hulda (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 21:56

11 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Hulda, ég veit alveg hvað ég er að tala um. komdu með rök fyrir því sem þú segir!

Sævar Guðbjörnsson, 6.3.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband