30.5.2010 | 22:46
Að vera Reykvíkingur í dag ......
Ég hef áður sagt að byltingin myndi éta börnin sín. Í fyrra skiptið reyndist ég sannspá með þessari skelfilegu ríkisstjórn sem að við sitjum nú uppi með. Og kannski nú með úrslit kosninganna í Reyjavík? Ég er ekki Sjálfstæðmanneskja og andvíg fjórflokkakerfinu, en hversvegna í ósköpunum hefur fólk ekki risið upp fyrr en nú gegn ástandinu í landsmálunum síðustu misserin? Já mér er spurn?
Mér finnst það í raun og veru grátlegt að þegar upp er staðið, þurfi grínframboð í Reykjavík til þess að mótmæla ástandinu í landsmálunum. Hefur Austurvöllur ekki verið á sínum stað undanfarna mánuði? Ég vona svo sannarlega fyrir hönd Reykvíkinga að Besti flokkurinn muni standa sig.
En hversvegna í ósköpunum ekki að mótmæla núverandi spillingu á Austurvelli eins og gert var forðum? Einhvernveginn leggjast hlutirnir þannig í mig nú að hlutirnir munu haldast óbreyttir. Byltingin muni éta börnin sín og spillingin halda áfram. Vill ekki Jón Gnarr annars einkabílstjóra? Hvað mun það kosta borgarbúa?
Þarna er mjög hæfur tækifærissinni á ferð sem að tókst að plata borgarbúa upp úr skónum. Breyting á lýðræði verður með allt öðrum hætti en með gríni.
Viðræður halda áfram á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig er hægt að vera svo gjörsamlega gerilsneidd af húmor að þú sérð ekki muninn á því að fíflast og vera fífl?
http://bestiflokkurinn.is/frambjoeendur/jon-gnarr
Lestu þetta
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 23:07
Ætlaði reyndar að benda þér á þetta hér
http://bestiflokkurinn.is/pistlarformanns/o-borg-min-borg
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 23:08
Þórkatla - gnarr er snjall - hann kann á múgsefjun - það kunni Hitler líka -
sloðaðu myndi af gnarr á fundum og myndir af hitler á sínum tíma - skoðaðu augu þeirra tveggja - dauð ýsuaugu - ekki ætla ég að bera þá saman að öðru leiti H hafði tækifæri til ógnarverka - gnarr eru þrengri skorður settar.
Ég hlakka til að sjá tollhliðið við Seltjarnarnes.
Jón Bjarni - munurinn er einfaldur - gnarr fíflaðist og hinir kusu hann.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.5.2010 kl. 23:44
Þú ert semsagt þeirrar skoðunar að Jón Gnarr sé svo illa innrættur að hann misnotaði aðstöðu sína og stöðuna í þjóðfélaginu til að svína á öllum borgarbúum?
Annars er þessi Hitler samlíking þín þess eðlis að það er ekki hægt að taka mark á því sem þú segir
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 23:48
Jón - varðandi það sem ég sagði - að gnarr væri snjall - þá orkar það vissulega tvímælis - tek undir það -
Hitlerssamlíkingin var vegna augnaráðs þeirra tveggja - geri þá síður ráð fyrir skilningi þínum þar sem sumt sem frá þér kemur ber vott um takmarkaða þekkingu á málinu. Innræti kemur augnaráði ekkert við. Augnaráð kemur innræti ekkert við.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 31.5.2010 kl. 00:06
Að vera Reykvíkingur í dag er betra en að vera Reykvíkingur í gær!
CrazyGuy (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 01:39
Ég vil bara vona að Jóni Gnarr gangi vel, en tek það samt fram að maður stýrir ekki Reykjavíkurborg með húmor og réttu augnsambandi. Þarf ekki að vera lágmarkskunnátta þar á ferð?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 03:13
Ég geri mér fulla grein fyrir því, þú ert hinsvegar að beita hér vel þekktri rökvillu sem ég efa að þú hafir þó vit og rænu til að þekkja
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 10:54
Jón Bjarni ég er ekki Reykvíkingur og skrifa þetta af pólitískum áhuga, bara svo að þú vitir það. Ég held að ég hafi sæmilegt vit og sæmilega rænu einnig takk fyrir. Gangi ykkur vel að stjórna borginni.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 31.5.2010 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.