Góður fréttamaður Ingimar Karl

Ég hef skrifað hér eina bloggfærslu um lánið frá Alþjóðagj.sjóðnum. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var einmitt fjallað um hvílíkur baggi þetta lán er og mun verða. Mér finnst skrítið hversu lítið hefur verið fjallað um þetta mál yfirhöfuð.

Með því að þiggja lán frá AGS, sem er ekki enn farið að nota og kostar okkur 5 MILLJÓNIR Á DAG Í VEXTI, erum við ekki lengur sjálfstæð þjóð. Gjaldeyrishöftin eru dæmi um það ásamt gífurlega háu stýrivaxtastigi, enda eru vel flest fyrirtæki komin á hausinn eða á leiðinni þangað. Þögnin um ægivald AGS finnst mér undarleg, það er allt í húfi, heimilin og fyrirtækin.

Ég ætla ekki að fara að rita hér neitt um skjaldborgina fyrir fyrirtækin og heimilin, mér verður hreinlega óglatt í hvert sinn sem að ég þarf að hlusta á þessar innihaldslausu klisjur úr munni svokallaðra stjórnmála- og áhrifamanna.

Talandi um áhrifamenn, í Íslandi í dag í kvöld, var fjallað um ris og fall Baugsveldisins. Ætli áhrif Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eiganda 365, séu eitthvað farin að dvína, eða skildi hann bara hafa leyft þessarri sögu Baugsveldisins að fara í loftið án þess að hann hreyfði hönd né fót?

Fréttamaðurinn Ingimar Karl, sem var áður í  Markaðnum, finnst mér frábær. Setur hlutina ávallt í rétt samhengi.

Eitt svona í lokin: Hvenær skildi hún Jóhanna ákveða sig með formanninn? Ef að þetta á að heita eitthvert pólitískt trix hjá henni, þá er það mislukkað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband