19.3.2009 | 21:15
Ævintýri ei gerast
Ég var ein af þeim sem að var alveg feikilega bjartsýn í búsáhaldabyltingunni svokölluðu. Nú væru nýir tímar, fólk mótmælti og nú skildu verða breytingar á stjórnarháttum hér.
En hvað skal segja? Er eitthvað að gerast? Ekkert svo ég viti til, en samt var hamrað á því í byltingunni að auka þyrfti upplýsingastreymi til almennings. Hefur það eitthvað breyst?
Um hvað skal kosið í apríl næstkomandi? Mér sýnist á öllu að fólk vilji óbreytt ástand, eina breytingin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn mun að öllum líkindum ekki verða við völd, en hvað veit maður?
Við erum villuráfandi þjóð í eyðimörkinni í leit að hálmstrái til að lifa af. Á meðan fara margir í spakmannsspjarir og eru með lausnirnar á takteinum sem að reynast ansi haldlausar þegar á reynir.
Sérstakur saksóknari og Eva Joly koma tímabundið eins og frelsarar fyrir þessa þjóð en hvar eru þau nú?
Maður spyr sig í forundran: Er fjórflokkakerfið virkilega framtíðin eftir allt sem á undan er gengið? Ja, ég bara spyr.
Í frægu dægurlagi hljómaði laglínan: Ævintýrin enn gerast. Nei því miður, ævintýrið er á enda.
Samfylking og VG með samtals 55,8% - 38 þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.