"Við höfum ekkert að fela"! Ja hérna alltaf heyrir maður eitthvað nýtt.

Það virðist gleymast að Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn með Samfylkingu í 4 mánuði eftir hrun. Hvað var gert? Ekkert. Hryðjuverkalög voru sett á landið og Geir var ekki mikið að leggja það á sig að rétta við orðstýr landsins út á við. "Maybe i should have"setningin er orðin frægari að endemum, en margar aðrar misviturlegar setningar sem að hafa dottið úr munni manna, eftir hrun.

Sjálfstæðisflokkurinn verður æ meiri taugahrúga eftir því sem að hækkar í spillingarhólnum hjá þeim. Það virðist gleymast að þeir hafa kallað þetta yfir sig sjálfir. 
 Framgangurinn í REI-málinu var ekki Sjálfstæðisflokknum mikið til framdráttar.

 Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson aðalmálþófsmennirnir á Alþingi þessa dagana, mega ekki til þess hugsa að valdið, t.d.þjóðaratkvæðagreiðsla verði fært til þjóðarinnar.

Þorgerður Katrín er, líkt og meiri hluta Sjálfstæðismanna orðin ein taugahrúga, vegna þess að þjóðin er loksins búin að segja: Nú er nóg komið, ekki meiri frjálshyggju, þið fenguð 18 ár og landið er rústir einar.


mbl.is Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ER þetta ekki öfugt,að það gleymist að Samf. var í stjórn í ca.2 ár og á sýna ábyrgð eins og XD. En annars voru það bankarnir sem eru aðal sökudólgarnir

haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:47

2 identicon

Þóra Kristín, er góður fréttamaður. Mættum við eiga fleiri slíka. Málflutningur ÞKG, var aumkunarverður. Frekjan og yfirlætið ekki  sæmandi stjórnmálamanni, sem vill láta taka mark á sér.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:06

3 Smámynd: Þórkatla Snæbjörnsdóttir

Já Þóra Kristín er frábær. Viðmælendur komast ekki upp með neitt múður. Nei, málflutningur ÞKG var ekki upp á marga fiska.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 14.4.2009 kl. 23:24

4 identicon

ÞKG sagði í viðtalinu  stóru "styrkina" óafsakanlega, óverjanlega og mikil mistök . Það væri gaman að vita hvenær og hvers vegna hún komst á þá skoðun.

Agla (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband