Sakamálasaga - framhald.

Jæja þá, framhaldssagan heldur áfram með nýjum uppgötvunum á degi hverjum. Hvernig endar þetta eiginlega? Þetta fer bara að minna á spennandi sakamálakrimma.

 "Nú tíðkast hin breiðu spjótin" var sagt í fornsögunum. Breiðu spjótin eru nú í formi fullyrðinga manna í hinni geysivinsælu spennusögu um Dularfulla styrkjamálið hjá Landsbankanum.

Hvernig endar þetta eiginlega? Hver er sökudólgurinn? Kannski birtist Hercule Poirot bráðum. Við bíðum spennt.

 

Segir styrkina verk Kjartans

Segir að styrkveitingarnar til Sjálfstæðisflokksins frá FL-Group og Landsbankans hafi verið runnar undan rifjum Kjartans Gunnarssonar.

Segir að styrkveitingarnar til Sjálfstæðisflokksins frá FL-Group og Landsbankans hafi verið runnar undan rifjum Kjartans Gunnarssonar.

Sunnudagur 19. apríl 2009 kl 13:11

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Sverrir Hermannsson, fyrrverandi þingmaður og bankastjóri Landsbankans, segir að styrkveitingarnar frá FL-Group og Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins séu runnar undan rifjum Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að styrkveitingarnar komi sér ekki á óvart. Sverrir sagði þetta í Silfri Egils fyrr í dag.

„Að sjálfsögðu eru þetta verk Kjartans Gunnarssonar,“ sagði Sverrir. „Allt eru þetta hans verk; hann vill vera kafbátur sem varla vill hafa sjónpípuna uppi, hvað þá meira.“ Sverrir sagði að í gær hefði verið greint frá því að Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefði sagt að Björgólfur Guðmundsson, formaður bankastjórnar Landsbankans, hefði vitað af styrknum og því væri mjög líklegt að Kjartan hefði einnig vitað af styrknum.

Sverrir sagði jafnframt að Kjartan hefði verið á móti því í áratugi að opna bókhald stjórnmálaflokkanna. „Á sínum tíma beiti þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sér mjög gegn því að bókhald Sjálfstæðisflokksins yrði opnað,“ og má skilja orð hans sem svo að það hafi verið til að fela slíkar styrkveitingar sem hann segir að hafi verið gríðarlega miklar til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í gegnum tíðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 62834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband