Valkvíði hins almenna kjósanda. Er hátekjuskattur vandamál?

Er hátekjuskattur eitthvert vandamál?  Já það virðist vera svo í íslensku þjóðfélagi. Steingrímur J. lofaði því í aðdraganda núverandi samstarfs stjórnarflokkanna, að setja á hátekjuskatt og lágtekjuskatt. Ég sé ekki efndirnar í þessu máli.

Nú í kosningabaráttunni er rætt um tveggja prósenta hátekjuskatt á laun yfir um 500 þúsund krónur á mánuði. Á þetta að vera brandari? Tveggja prósenta hátekjuskattur? Það á enn og aftur að vernda auðmennina á kostnað almennings hér í þessu landi.

Kjósendur hafa nú orðið lítið val að mínu mati. Sjálfstæðisflokkurinn uppívaðandi í spillingu og eitthvað er misjafnt við Samfylkinguna líka. Allavega finnst mér að Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir verði að koma með skýr svör varðandi fréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi. Vinstri grænir hafa ekki staðið við áðurnefnda yfirlýsingu og eru því ekki sjálfum sér samkvæmir.

Í þeim löndum sem að við höfum borið okkur saman við, allavega fram að hruni, er viðhafður hátekjuskattur sem að skilar verulegum tekjum til ríkissjóðs. Hvers vegna ekki hér? Jú klíkuskapurinn og "vinskapurinn" ræður hér för, nú sem endranær. Ef að einhverntímann hefur verið nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að hefja alvöru aðildaviðræður við ESB þá er það nú.

Sá ágæti maður Steingrímur J. sést þessa dagana ekki í fjölmiðlum og lætur skoðanir sínar birtast hjá Jóhönnu Sigurðardóttur. Frekar undarlegt örfáum dögum fyrir kosningar.

Á að hafa þjóðina að fíflum eina ferðina enn? Ég er ein af þessum óákveðnu kjósendum og veit varla lengur hvaðan á mig stendur veðrið í pólitíkinni. Það eina sem að ég veit er, að ég vil ekki íhaldið aftur við stjórnvölinn.

Vinstri flokkarnir verða að gera hreint fyrir sínum dyrum, annars skipast aldrei sátt hér í þessu landi.

Vinargreiðarnir eiga að tilheyra fortíðinni. Um það snúast kosningarnar að minu mati, ásamt því grundvallaratriði að um leið og að víð kjósum, erum við að taka afstöðu til aðildarviðræðna að ESB. Við vitum jú afstöðu flokkana í því máli.

Það er stundum talað um valkvíða. Miðað við fjölda þeirra kjósenda sem að eru enn óákveðnir samkvæmt skoðanakönnunum, þá held ég að það sé nokkuð ljóst að stór hluti þjóðarinnar þjáist að þessum "sjúkdómi" nú, þremur dögum fyrir kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 63049

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband