25.4.2009 | 09:35
Borgar/bæjarstjórn, nefndarstörf og ráðherralaun!
Hluti af þeim alþingismönnum sem að verða kosnir til Alþingis í dag (samkvæmt skoðanakönnunum), eru borgarstjórnar- eða bæjarstjórnarfulltrúar. Ég spyr í þessu tilviki, finnst ykkur þetta í lagi, þ.e. að menn sitji beggja vegna borðsins?
Rósa Guðbjartsdóttir hefur gert þetta undanfarin misseri. Ef að Svandís Svavarsdóttir nær inn, sem að hún gerir að öllum líkindum, er þetta manneskja sem að verður með um 3 000 000 á mánuði.
Þar er inniffalið, þingfararkaup 520 000, ráðherralaun um 800 000 þús. (sögur segja sterklega að hún sé búin að stimpla sig inn sem ráðherra), plús nokkrir hundruð þúsund kallar fyrir nefndarstörf, ásamt öllum fríðindunum, þarf ekki að borga blaðaáskfrift, símakostnað og áskrift að Ríkissjónvarpinu.
Já, ekki má svo gleyna laununum fyrir borgarstjórnarsetu, hálf milljón þar eða svo. Þetta fólk ætlar að vinna af hugsjón einni saman við það að bjarga Íslandi!
Hvar er Eva Joly, átti hún ekki að koma til að fletta ofan af subbuskapnum. Nei ríkisstjórnin er búin að losa sig við hana, til þess var hún of heiðarleg!
Kjörfundur hafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrst þú minnist á Svandísi, þá hefur hún sagt að hún ætli að hætta í borgarstjórn.
Bobbi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.