3.5.2009 | 09:00
Á "Is it true" einhverja möguleika?
Það má til sanns vegar færa að gæði laganna er ekki alltaf í fyrirrúmi, þegar hugsað er um vinningslag í Eurovision. Hins vegar er það staðreynd að Óskar Páll var höfundur lags sem að vann Eurovision, fyrir hönd Noregs fyrir nokkrum árum.
Var það þá ekki gæði lagsins sem að varð til þess að það vann? Alveg gullfallegt lag og átti skilið að vinna. Menn verða að vera samkvæmir sjálfum sér í þessum efnum og að sjálfsögðu óska ég Jóhönnu Guðrúnu alls hins besta.
Á leið til Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
....og hvaða lag var það ?
Eldur Ísidór, 3.5.2009 kl. 10:40
http://www.youtube.com/watch?v=dfJA3wvcxC8
Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir, 3.5.2009 kl. 11:37
Höfundur norska lagsins Nocturne er reyndar Rolf Løvland en Óskar Páll stjórnaði upptökum á laginu
Þorbjörg (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:41
Óskar Páll kom fram í sjónvarpsþætti fyrir nokkrum vikum, þ.e.a.s. í undankeppni Eurovisionkeppninnar þar sem að hann sagðist hafa samið lagið Nocturne. Norðmenn hafi vantað lag og hann hafi átt þetta lag í fórum sínum. Spyrillinn spurði hann þá hvort að það mætti ekki segja þá að hann hefði unnið Eurovision einu sinni og hann jánkaði því. Þetta er örugglega til á upptöku, þaðan hef ég mínar upplýsingar.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 15:52
music.barnesandnoble.com/Songs-from-a-Secret-Garden/Secret-Garden/e/731452823021 - 67k - Afrit - Svipaðar síður
Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 3.5.2009 kl. 16:23
Arranger og producer hefur náttúrlega ekkert með höfund lags að gera ... á eurovision.tv og wikipedia kemur Rolf til dæmis bara fram sem höfundur. Og í framhjáhlaupi af þessu hlýt ég að spyrja... af hverju voru höfundarnir þrír ekki nefndir í forvalinu á íslandi. Ef þið kíkið á íslensku síðuna frá undankeppnunum (ruv.is) þá sjáið þið að höfundur er einn nefndur Óskar. Hvenær allt í einu poppa hinir upp?? Þetta með að bæta við rússneskri konu sem höfund finnst mér dúbíus.
Ég sem Íslendingur og Eurovision aðdáandi óska Jóhönnu góðs gengis og vona að hún komist áfram ... en gæðalega séð, þá finnst mér persónulega hún ekki eiga mikið meiri möguleika en að komast áfram. Ég held mest upp á Noreg og mun hiklaust kjósa þá. En svo eru að koma upp lönd í skoðanakönnunum sterk ... og Azerbajdan er t.d. þar - ekkert sérstakt lag finnst mér en venst ágætlega. Vonandi toppar Noregur á réttum tíma ...
Til að svara samt spurningunni "Á Is it true einhverja möguleika?" þá myndi ég segja já, en þeir eru ekki miklir.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 17:31
Þorsteinn, ég er sammála þér að norska lagið er virkilega gott, ég ætla að kjósa það og er bjartsýn á að það vinni keppnina, en maður veit aldrei.
Ég er einnig sammála þér með Is it true. Býst við að það komist upp úr forkeppninni en ekki mikið meira en það, því miður. Gangi henni samt sem best, að sjálfsögðu.
Þórkatla Snbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.