Atvinnuleysisbætur og peningar í skattaskjólum.

Hvernig á að lifa á 150 000 kr. á mánuði? Ekki veit ég það. Eða hreinlega, það er ekki hægt að lifa á þessu. Af þessum 150 000 kr. eru borgaðir skattar. Þar sem að atvinnuleysisbætur eru í formi dagpeninga, getur brúttóupphæðin breyst verulega, allt eftir því hvort að það eru 28, 30 eða 31 dagar í mánuðinum. Hvers vegna er ekki hægt að hafa ákveðna grunnupphæð sem að gengið er út frá?

Dagpeningar eru 6900 kr. fyrir hvern virkan dag mánaðarins en ekkert fyrir helgardaga.

Það vantar peninga í ríkiskassann. Í fyrradag kom fram í fréttum að Barack Obama ætlar að skera upp herör gegn skattaundanskotum og  setja mjög skilvirkt eftirlit með skattaundanskotum.  Fylgst verður grannt með færslu fjármagns til skattaskjóla.

Hvers vegna er þetta ekki hægt hér? Hvað ætli það séu margar milljónirnar eða milljarðarnir sem að hafa tapast vegna skattaundanskota til Tortola og Caymaneyja? Myndi ríkiskassanum ekki muna um að fá þessar upphæðir? En það er eins og venjulega hér á Íslandi, glæponarnir eiga að fá frítt spil.


mbl.is Háar fjárhæðir gætu sparast með eftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bachmann

"Spilling er ekki til nema þar sem hún er leyfð," sagði einhver.

Þannig er vel "hægt" hér að krefja þjófana um að skila fengnum - virðist bara enginn einasti vilji til þess. Svo getur maður spurt sig hvers vegna það sé?

Þegar bankaræningjarnir okkar standa fyrir á 90% af heildarumfangi bankagjaldþrota í Evrópu í fyrra.

Endurtek þessa tölu: 90%!

Hrikalega verður mér óglatt að eiga að borga þetta fyrir þá!

Ég get bara ekki kyngt því - en stjórnvöld eru víst búin að ákveða að það sé þægilegra að innheimta þetta hjá mér. Og þér.

Þórdís Bachmann, 6.5.2009 kl. 11:01

2 identicon

Þórdís, þessi tala sem að þú nefnir að 90% bankagjaldþrota eru vegna bankaræningjanna okkar, er óhugguleg tala. Menn sem að hreinsuðu bankana innan frá og stungu peningunum beint í eigin vasa.. Já, hvers vegna skyldi vera þægilegra að innheimta það hjá okkur,"fólkinu í landinu"?

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 62884

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband