6.5.2009 | 13:21
Hverjum blæðir mest? Örorkulífeyrisþegar orsökuðu ekki hrunið.
Maður þarf víst ekki að endurtaka allar þær sögur sem að fara af greiðsluvanda heimilanna, þær eru ansi margar. Í fjölmiðlum síðustu daga hefur umræðan farið mikið í viðtöl við þá sem að ofurfjárfestu á dögum góðærisins.
Þessar fjölskyldur eru að fá bakreikning sem að um munar. Að sjálfsögðu grunaði þetta fólk ekki hvað framundan væri, því að bankarnir og Íbúðalánasjóður vöruðu ekki við.
En, mér dettur í hug. Fólk sem að tók bílalán við bílakaup. Fyrir nokkrum árum síðan var ég að hugsa um að taka bílalán til að fjármagna bílakaup. Sem betur fer varaði góður vinur minn við og sagði að það væri stórhættulegt, vextirnir væru þvílíkt miklir og að þetta gæti orðið hengingaról fyrir mig.
Ég fór að ráðum þessa ágæta vinar míns og þakka Guði fyrir í dag að hafa gert það.
Hverjum blæðir mest? Af einhverjum ástæðum er mín mesta samúð hjá einstæðum foreldrum og örorkulífeyrisþegum. Maður finnur fyrir því á hverjum einasta degi hversu matarverð hefur hækkað.
Einstæðum foreldrum og örorkulífeyrisþegum blæðir mest, en af hverju fá einhverjir af þessum aðilum ekki aðgang að fréttamiðlunum til að fjalla um hag þeirra, í einni verstu efnahagskreppu sem að hefur dunið yfir landið? Þetta er fólk sem að hafði ekki aðstöðu til að ofurfjárfesta í nokkrum sköpuðum hlut, hvorki í bílum né fasteignum.
Hvers vegna tala fjölmiðlar þessa lands ekki við fólkið sem að tók engan þátt í ofurfjárfestingum en á að þurfa að taka út sinn hlut, án saka?
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.