6.5.2009 | 23:04
Hvenær er einelti og ofbeldi orðin tilraun til manndráps?
Fyrirsögnin kann að vera stórorð en ég er viss um að öll fórnarlömb alvarslegs eineltis og aðstandendur þeirra skilja hvað ég meina. Ég hef fyrr í mínum bloggfærslum talað um einelti gagnvart syni mínum og ætla ekki að endurtaka það hér.
Upp úr stendur, hvenær jafnar fórnarlambið og nánustu aðstandendur sig á því? Ég segi fyrir mína parta, aldrei. Ég hélt að ég væri komin yfir það versta með son minn, en svo fann ég þegar að umræðan í Heiðmerkurmálinu fór af stað, þá blossaði aftur upp reiðin og sársaukinn, nístandi sársauki sem að ekki er hægt að lýsa. Sem að betur fer erum við sonur minn mjög samhent og styðjum hvort annað.
Eineltið gagnvart syni mínum var ekkert venjulegt. Einnig, sú tilfinning að geta ekkert gert fyrir barnið sitt, er hrikaleg. Á síðustu vikum veru hans í grunnskóla, gafst hann endanlega upp, kastaði upp þegar að vissi að hann þyrfti að fara í skólann, drengur sem að hafði alltaf haft það að markmiði að fá 10 í mætingu og vera aldrei veikur.
Þegar að ég tjáði skólastjóra sonar mín hvernig ástatt væri, sagði hann mér að hann yrði þá að tilkynna þetta til skólayfirvalda þar sem að sonur minn sinnti ekki skólaskyldu! Í margar vikur þar á undan lagði hann alltaf af stað í skólann þannig að hann kæmi 5 mínútum of seint og þyrfti ekki að mæta skólafélögum sínum í anddyrinu.
Um þetta talaði ég ítrekað við þáverandi skólastjórnendur en fékk enga hlustun.
Ég gæti sagt margt fleira, en læt þetta duga í bili. Skilaboð frá mér eru á þann veg að það á aldrei að taka vægt á einelti, þetta er DAUÐANS ALVARA!
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.