Hulunni svipt af leyndardómnum á morgun. Við bíðum spennt.

Er virkilega ný ríkisstjórn í burðarliðnum? Á virkilega að svipta hulunni af öllum leyndardómnum? Á ´"fólkið í landinu" allt í einu að fá að vita eitthvað? "Detta mér ekki allar dauðar lýs úr höfði" þ.e.a.s. ef að ég hefði þær einhverjar.

 DV greinir frá því í dag að Svandís Svavarsd. sé líklegasti kandidatinn fyrir NÝTT Atvinnumálaráðuneyti. Er hún búin að gefa sitt sæti laust í borgarstjórn eins og hún lofaði fyrir kosningar?

DV greinir líka frá því að Gylfi Magnússon sé líklegur fyrir NÝTT Efnahagsmálaráðuneyti, já  þeir eru mjúkir stólarnir.

Í sama blaði er greint frá því að það sé ekki víst að Ásta Ragnheiður fái ráðherradjobb núna af því að hún fékk víst ekki allt of góða útkomu í kosningunum. ÆÆ, en leiðinlegt Ásta mín, þú verður líka að gera þér grein fyrir því að þú hefur ekki verið í neinni 9-5 vinnu, en þú virðist ekki hafa áttað þig á því, ekki einu sinni eftir kosningar 

Hvernig er það, stendur til að við fáum að sjá einhvern stjórnarsáttmála, eða á bara að segja okkur kjósendum eina ferðina enn að flokkarnir séu sammála um að vera ósammála um "einstök" mál og þar með sé bara allt í þessu fína lagi?

Jóhanna er nú þegar búin að missa allt samband við kjósendur sínar, finnst allt í lagi að allt sé leyndarmál. Kjósendum kemur ekkert lengur við hvað er verið að pukrast með í hálfan mánuð í "stjórnarmyndunarviðræðum", já þetta er ekki burðugt stjórnarlið sem að segist ætla að bjargar Íslandi.

Hvernig er það, hvers vegna var hægt að dæla 100 milljörðum inn í peningamarkaðssjóði, en ekki til króna til að koma atvinnulífinu aftur í gang?

Með sama áframhaldi, hvað ætli verði margir eftir á þessu skeri eftir 10 ár?


mbl.is Ríkisstjórn í burðarliðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband