Fagnaðarbylgjurnar tvær sem að hnigu.......

Það fór hér mikil fagnaðarbylgja um samfélagið fyrir nokkrum vikum síðan þegar að til stóð til að ráða Evu Joly til þess að fara ofan í fjárglæfrastarfsemi hér, m.a. útrásarvíkinganna. Sú bylgja hneig fljótlega, þegar að ljóst var að verið væri að losa sig við hana með hjálp lögmanna, hún þótti vera á of háum launum.

Ég hélt að lögmenn almennt og starfsmenn skilanefnda bankanna, væru ekki á neinum lúsarlaunum.

Önnur fagnaðarbylgja fór hér um landið þegar að ljóst var eftir kosningar að áframhaldandi stjórnarseta vinstri flokkanna væri tryggð. Sú bylgja var mjög fljót að hjaðna eftir að Samfó og VG lokuðu sig af með málefnin og sögðu að það lægi ekkert á að mynda ríkisstjórn, það væri ríkisstjórn í landinu.

 Dag eftir dag komu Jóhanna og Steingrímur fram í sjónvarpi og sögðu óbeint (stundum beint) að þjóðinni kæmi ekkert við, um hvað væri verið að tala í þessum herbergjum, það kæmi í ljós síðar. (Kannast einhver við þetta orðalag frá öðrum manni?)

Hvers vegna geysast ekki Raddir fólksins og Nýir tímar nú niður á Austuvöll með sínar kröfur. Þær gætu verið eitthvað á þessa leið: 1. Viljum við lækkun stýrivaxta strax?  2. Viljum við fjármagn til fyrirtækjanna í landinu strax?(það var allavega hægt að dæla 100 milljörðum inn í peningamarkaðssjóði)  3. Viljum við hjálp til handa heimilinum í landinum strax?

Er fólk kannski í bjartsýni sinni að bíða eftir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar? Ég held að flestir verði fyrir vonbrigðum.

Fyrir nokkrum vikum síðan sagði ég hér á blogginu að byltingin myndi éta börnin sín. Ég held að ég hafi verið nokkuð sannspá þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 62828

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband