10.5.2009 | 16:15
Ógleði, ælur og meiri uppköst.
Jóhanna ætlar að hafa utanflokksmennina Gylfa Magnússon og Rögnu Árnadóttur með í þeirri ríkisstjórn,sem að nú er búið að mynda. Þar sem að ráðherraræði er mjög mikið á Íslandi skiptir þetta mjög miklu máli.
Ég hefði því viljað vita þetta, áður en ég gekk til kosninga. Það skiptir í raun engu máli hverjir sitja á þingi, heldur þeir sem að sitja á ráðherrastólum. Hvernig hefur Gylfi Magnúson talað við íslenska þjóð síðustu vikurnar?
Framkvæmdarvaldið tekur löggjafarvaldið yfir í flestum málefnum, sem að koma til afgreiðslu þingsins. Þingmannafrumvörpum er hiklaust hent út af borðinu, ef að álíka ráðherrafrumvarp er innan seilingar. Þetta er nú allt lýðræðið.
Í þessum skrifuðum orðum er Jóhanna Vigdís á Ríkissjónvarpinu að lesa upp útdrátt úr stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnarinnar. Jóhanna Sig. og Steingrímur eru nú að ganga í salinn............ mér verður óglatt.
Talað er nú um þjóðarsamstöðu og stöðugleika, þetta á að taka nokkur ár. Fyrst einhver 100 daga áætlun.... er þetta fólk ekki í sambandi? Höfðu þau ekki tækifæri í 80 daga til að gera eitthvað af viti? Enn og aftur plástur á blæðandi magasár.
Steingrímur segir nú, að nú sé í fyrsta skipti orðin til fyrsta hreina Vinstri græna rikisstjórnin, hva er Samfylkingin ekki með?
Og núna segir Steingrímur að ESB skipti engu máli, en Jóhanna segir allt annað. Viðræður í síðasta lagi í júli. Fjölgun á ráðuneytum, en svo á að fækka þeim á næstunni. Var einhver að tala um valdafíkn?
p.s. Ásta Ragnheiður fékk sína sporslu........forseti Alþingis. Nú kasta ég upp.
Óbreytt stjórnskipan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óttalegt heilsuleysi er þetta! Þarftu ekki að fara til læknis?
Björn Birgisson, 10.5.2009 kl. 16:26
Ógleðin líður hjá...þú verður stálslegin á morgun.
kv
Eyjólfur Sturlaugsson, 10.5.2009 kl. 16:36
Mjög málefnalegt hjá þér Björn. Ert þú í þeirri stöðu að vera búinn að missa vinnuna, íbúðin þín eða húsið er komið á nauðungaruppboð og þú átt varla fyrir mat handa fjölskyldunni?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 16:37
Björn og Eyjólfur, ég vildi óska þess að ríkisstjórnin hefði eins mikinn áhuga á mínu heilsufari og þið.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 16:39
Þórkatla, hver veit nema hún hafi það. Er þetta ekki velferðarstjórn í norrænum anda?
Björn Birgisson, 10.5.2009 kl. 17:07
Björn við skulum vona að þetta sé velferðarstjór, alveg sammála þér. Ekki veitir þjóðinni og þar á meðal mér af, umhyggju fyrir heilsufari hennar/mínu.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:37
Þetta átti að vera velferðarstjórn, af einhverjum ástæðum hnaut ég um þetta orð. Það er skítt að þurfa að venjast endalaust spillingum og svikum.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.