Bensínverð og engar atvinnuleysisbætur fyrr en þriðjudaginn 2. júní.

Nú verðum við bifreiðaeigendur að taka höndum saman og leggja bílnum eða keyra sem allra allra minnst. Ég kaupi bensín ýmist hjá OB bensíni hjá Fjarðarkaupum eða Atlantsolíu hjá Kaplakrika.

Maður er að borga 162-163 kr fyrir lítrann á þessum stöðum sem að eru ódýrastir. Borgar sig ekki bara orðið fyrir hjón með eitt barn, að það sé ein fyrirvinna og spara sér þannig akstur til og frá vinnu, plús greiðslu fyrir barnið á leikskóla? Það er nú orðið helv... hart, fólk sem að sér nú þegar ekki út úr ógöngunum.

Enn og aftur eru barnafjölskyldur aðalfórnarlömbin í niðurskurðinum. Finna þessir háu herra virkilega enga hvöt til þess að taka til í sínum ranni?

Hvar er Hörður Torfa nú og spjöldin "vanhæf ríkisstjórn"? Það er sem sagt allt í lagi að fólk svelti svo framarlega að það sé í boði Samfylkingar og VG?

 RÚV og Stöð 2: Það sveltur fólk í þessu landi. Hvers vegna eruð þið hætt að tala um það?

Já og nota bene, það munu engar atvinnuleysisbætur verða greiddar út fyrr en þriðjudaginn 2. júní vegna Hvítasunnuhelgar bara svo að það sé á hreinu. Atvinnulausir þurfa sem sagt ekkert að borða þangað til.


mbl.is Álögur á eldsneyti og áfengi hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er farinn að taka hjá N1 við smáralind þeir eru yfirleitt 2 krónum lægri en atlantolía á sprengisandi

sæmundur (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:43

2 identicon

"Nú verðum við bifreiðaeigendur að taka höndum saman og leggja bílnum eða keyra sem allra allra minnst."

Þú verður í sjálfu sér ekkert að taka höndum saman við einn.  Að samnýta bíl með frúnni og skipuleggja ferðir vel sparar þér prívat og persónulega pening.

"út fyrr en þriðjudaginn 2. júní vegna Hvítasunnuhelgar bara svo að það sé á hreinu. Atvinnulausir þurfa sem sagt ekkert að borða þangað til."

Gjalddaginn á kreditkortum færist væntanlega aftur um nákvæmlega marga daga. Geta atvinnulausir ekki notað greiðslukort eins og aðrir?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:29

3 identicon

Svar við athugasemd 1:Það hefur nú aldrei þótt neitt slæmt að blása fólki smá baráttuanda í brjóst, oft hefur það hjálpað mér þegar að fólk hefur hvatt mig áfram. Er það ekki samstaða sem gildir?

Svar við athugasemd 2 og spurningu 1: Það eru margir sem að nota ekki greiðslukort, atvinnulausir eru engir sér hópur þar. Það fylgir því kostnaður að nota kort, sem að sumir mega ekki við.

Síðan smá athugasemd hér í lokin: Atvinnulausir eru venjulegt fólk.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:03

4 identicon

Það var einmitt það sem ég meinti - atvinnulausir eru venjulegt fólk og margt launafólk fær sporsluna sína líka 2. júní vegna frídagsins.

Kostnaður við að nota kreditkort á Íslandi er reyndar alveg fáránlega lágur.  Rétt um 5000 kall á ári - ef fólk borgar reikningana á réttum tíma ertu að tala um nær ókeypis lán. Lúxus!

Sumir kunna að nota kort án þess að steypa sér í massívar skuldir en aðrir ekki. Það er eins og það er, sama hvort fólk er atvinnulaust eða ekki.

Ég held örugglega að ég fái ekki launin mín frá Ríkissjóði fyrr en 2. maí - ég trúi því varla að einn dagur skipti öllu máli fyrir mjög marga.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:16

5 identicon

Flest venjulegt atvinnulaust fólk er búið með allan sinn pening um miðjan mánuð, eða cirka 20. Já manni munar um hvern dag eftir það. Þú hefur væntanlega hærri tekjur en atvinnuleysisbætur? Vona það allavegana þín vegna.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband