Þversagnir, mótsagnir og allt um kring.......

 Það var vitað mál, að ef stýrivaxtalækkun yrði lítil í dag, færu samningaviðræður í uppnám. Þetta vita Jóhanna Sig. og Steingrímur Joð manna best, en þau eru víst mamman og pabbinn á Alþingi, eftir því sem að Steingrímur tjáði sig um í DV um daginn.

Peningastefnanefnd segist ekki lækka vexti fyrr en ríkisstjórnin fari að gera eitthvað. Ríkisstjórnin gerir að sjálfsögðu ekki neitt og því lækka engir stýrivextir. Ekki flókið dæmi.

Peningastefnunefnd gerir lítið annað en að vera strengjabrúða forsætisráðherra. Ég trúi varla að þessar fréttir í dag hafi komið Jóhönnu og Steingrími mikið á óvart.

Framtíðarspáin nú svört, fjöldauppsagnir og fleiri og fleiri fyrirtæki sem að fara á hausinn. Í gær sagði Jóhanna Sig að vandi heimilanna væri nú bara alls ekki svo slæmur en Steingrímur Joð sagði okkur að ríkissjóður væri sko miklu meira en á hausnum. Fyrirgefðu Steingrímur, en við vissum þetta fyrir.

Gylfa Arnbjörns og Vilhjálmi Egils líst að sjálfögðu ekki á blikuna.

Steingrímur kemur svo á RÚV núna og segir að skattahækkanir séu framundan (við vissum það líka) og að dregið yrði úr allri þjónustu. "Allir yrðu að taka á sig byrðarnar"

Hvað ert þú með mikið á mánuði Steingrímur Joð? Ef þú segir mér það nákvæmlega, og segir mér hvað þú ætlir að skerða mikið þín laun í harðærinu, skal ég segja þér hvað ég hef mikið á mánuði.

Jóhanna "hin ósýnilega" er að sjálfsögðu enn ósýnileg og kom auðvitað ekki í viðtal. En Jóhönnu er sem sagt að takast það að sigla þessari blessaðri þjóðarskútu endanlega í strand. Það tók hana nokkrar vikur.

Ástæðan: (1)Hún og Steingrímur hafa ekki hugmynd um hvað þau eiga að gera. (2) Það má ekki ganga í skattaskjólin og láta útrásarvíkingana svara til saka og að lokum (3) þá er þeim líka alveg nákvæmlega sama.

Viltu ekki ganga í þetta Þór Saari?


mbl.is Samstarf við AGS ekki í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þetta snýst bara um eitt og það er þetta helvítis ESB sem er að drepa allar þjóðir innan sambandsins,nei það má ekki styggja ESB draum kvislingaflokksins frekar skal fórna þjóðinni

Marteinn Unnar Heiðarsson, 4.6.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband