Harðsvíruð kommúnísk landráðastjórn er hér við völd!

Hvenær í ósköpunum er eiginlega komið nóg? Við erum í raun nú með okkar síðasta tækifæri í höndunum til að taka af skarið og gera eitthvað í málunum.

Við verðum að horfast í augu við það, að nú er við völd  harðsvíruð kommúnistastjórn sem að mun einskis svífast.  Það sýna verk hennar heldur betur síðustu daga.

Tek það fram að ég batt vonir við þessa ríkisstjórn, en ég er ekki í afneitun, framtíð íslenska lýðveldisins er í húfi, hvorki meira né minna.


mbl.is Boða til fundar um greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Líður betur Þórkatla að kenna kommúnistum  um stöðu þjóðarinnar ?

Hörður Halldórss. (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 02:08

2 identicon

Hörður, sagði ég einhversstaðar í þessu bloggi mínu að mér liði vel. Þú leggur mér orð í munn hér.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 02:16

3 identicon

Já afsakaðu   Þórkatla að ég lagði orð í munn  en ég fann smá til vinstra megin ,því mér hefur fundist aðalvandamál okkar undanfarin ár vera sérgróða hyggja fremur en kommúnismi.

Hörður Halldórss. (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 11:29

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Þvílíkt bull er í þér Þórkatla. Gerirðu þér grein fyrir hvað þú ert að segja? Hvað "harðsvíruð kommúnistastjórn" stendur fyrir?

Hvernig væri að þú færðir rök fyrir þessari fullyrðingu þína og sýndir fram á í hvaða málum núverandi ríkisstjórn sýnir tilhneigingu sem hið minnsta jaðrar við þann óskapnað sem þú líkir henni við!

Annars eru fullyrðingar þínar ekki marktækar!

Elfur Logadóttir, 8.6.2009 kl. 15:55

5 identicon

Sæl Elfur, erum við þjóðin spurð að því hvort að við viljum borga þessa Icesaveskuld? Nei við erum ekki spurð, en samt eigum við að borga.

Hvar er Björgólfur Thor staddur nú? Erlendis og lifir í vellystingum praktuglega með húsin sín, snekkjuna, þyrluna og millljarðana sína, hann er sko ekki á flæðiskeri staddur og það á ekki að ganga að þeim glæpamönnum sem að stálu bönkunum innan frá.

 Frekar skulu allar fjölskyldur Íslands borga þennan ósóma. Fjölskyldur sem að nú þegar eru á vonarvöl margar hverjar. Í einræðisríkjum tíðkast ekki að spyrja fólkið að nokkrum sköpuðum hlut.

Stofnaði mín fjölskylda til þessarar skuldar. Nei hún gerði það ekki en við eigum að borga!

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 17:06

6 Smámynd: Elfur Logadóttir

Þannig að vegna þess að þjóðin er ekki spurð að þessum hlut þá er jafnaðarmerki á milli þess og þeirra ríkja sem "spyrja fólkið [ekki] að nokkrum sköpuðum hlut" ???

Þetta eru nú ósköp veikluleg rök fyrir gífuryrðum þínum.

Reiðina gagnvart þeirri stöðu að þurfa að bera ábyrgð á þessum skuldum, skil ég mjög vel en hún réttlætir ekki orð þín í þessari bloggfærslu. Ég hvet þig til þess að viðra skoðanir þínar en jafnframt að vera málefnaleg í gagnrýninni.

Elfur Logadóttir, 8.6.2009 kl. 18:08

7 identicon

Elfur mín. 

 Þú hefur greinilega ekki mikla vörn fyrir þínum málstað.

 Ég hvet þig einnig til þess að viðra skoðanir þínar og vera jafnframt málefnaleg í gagnrýninni.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 62876

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband