Herfileg mistök reyndrar fréttakonu Þóru Arnórsdóttur.

Af hverju í ósköpunum var ekki einu sinnt gerð tilraun til að fara dómstólaleiðina í þessu máli? Það er vitað mál að það var ekki gert.

Þessar Icesaveskuldbindingar er ég held það sem að fyllir mælinn nú hjá íslenskri þjóð, þótt svo aðdragandi hafi verið að honum.

 Það sem að stendur upp úr í því máli nú er, að Steingrímur J. laug að íslenski þjóð og Alþingi nokkrum dögum fyrir samning og sagði að það væri ekkert í gangi nema viðræður. Slík framkoma gagnvart þjóð og þingi er forkastanleg.

Í Kastljósi gærkvöldsins mátti maður horfa upp á furðuleg vinnubrögð fréttakonunnar Þóru Arnórsdóttur sem að leyfði Steingrími að mala linnulaust, til að byrja með talaði hann í 10 mínútur án þess að Sigmundur fengi að komast að.

Loksins þegar Sigmundur fékk að komast að, voru eilíf framígrip hjá fréttakonunni, en Steingrímur fékk áfram að mala og mala.

Miðað við það um var að ræða fréttaskýringu um eitt af alvarlegri atburðum Íslandssögunnar, ef svo fer fram sem horfir, þá stóð Þóra sig þarna afar illa og þarf vonandi ekki að horfa á þetta viðtal nema einu sinni, til þess að læra eitthvað af því.

Ef að hún gerir það ekki, þá mæli ég með því að næsti fréttastjórnandi í Kastljósi um Icesavemálið, verði einhver sem að tekur hlutlaust á málunum.

Vinstri slagsíðan var þarna aðeins of mikil....................


mbl.is Útlánin eiga að greiða Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Einarsson

Sammála.

Ólafur Einarsson, 9.6.2009 kl. 08:09

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála, Þóra kom í veg fyrir að önnur sjónarmið en Steingríms næðu  að koma fram og lét það líta þannig út að það væri rætni að ætla honum að hafa skipt um skoðun.

Magnús Sigurðsson, 9.6.2009 kl. 08:23

3 identicon

Þórkatla ég er þér sammál Þóra var mjög óréttlát, mér fynnst Sigmundur eiga inni annað viðtal í Kastljósi. Stuttur var kveikjuþráðurinn hjá Steingrími hann  þolir ekki gagnrýnni,grípur þá til gífuryrði sem honum er svo tamt og reynir að brosa til að halda ró sinni. 

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 08:24

4 Smámynd: Þórkatla Snæbjörnsdóttir

Já Sigurbjörg, þetta var einmitt þetta sem að ég var að hugsa um í gærkvöldi. Sigmundur á inni annað viðtal í Kastljósi að mínu mati.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 9.6.2009 kl. 08:38

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta er hárrétt Þóra (annað eins álit og ég hef haft á henni til þessa.) varð sér til háborinnar skammar.  Það var auðséð hvers stöðu hún var að taka. Þetta er ekkert gamanmál nema síður sé....þetta mál er rammasta alvara....þetta mál kemur okkur öllum við ......þetta er framtíð okkar.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.6.2009 kl. 10:17

6 identicon

Það hefur kannski spilað inn í að Þóra er menntuð í alþjóðastjórnmálum og átti auðvelt með að sjá í gegn um þá staðreynd að nálgun Sigmundar varðandi hina svokölluðu "dómstólaleið" er hvorki fugl né fiskur. Hún þrýsti á hann að svara hvernig ætti að fara að því í ljósi þess að viðsemjendur hefðu neitað þessari leið, en Sigmundur hafði engin svör. Það er ekki  hægt að skjóta milliríkjadeilum til dómstóla með jafn einföldum hætti og þegar um er að ræða deilur sem falla undir lögsögu eins ríkis. Að sjálfsögðu eiga fréttamenn að ítreka mikilvægar spurningar er stjórnmálamenn reyna að koma sér undan að svara þeim.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 11:01

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var reynt.  Það hefði verið verst fyrir ísland og menn augljóslega áttað sig fljótlega á því.   Ísland hefði verið dæmt til að greiða icesave komplett.  Allt.  Eins og gert var við innistæður á íslandi. 

Eittþúsund og tvöhundruð milljarða eða hvað það er + vexti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2009 kl. 11:09

8 identicon

Gott svar, Auður H Ingólfsdóttir!

Æsa (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 11:12

9 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ég er einmitt að horfa á þetta viðtal, og þetta er lang versta kastljós viðtal sem ég hef séð hingað til.

Jóhannes H. Laxdal, 9.6.2009 kl. 12:16

10 identicon

Mér fannst þetta líka.

Eva Ólafsd. (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 15:21

11 identicon

Fólk virðist gleyma því að þessi svokallaða dómstólaleið snýst ekki bara um beitingu hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum. Ef til málaferla kæmi, mundi mismunun Landsbankans á tryggingum inneignareigenda eftir þjóðerni, eftir setningu neyðarlaganna hér heima, líka verða tekið til meðferðar. Því máli mundum við skíttapa.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband