Dómarinn og böðull hans. "Áramótaskaupið" á ÍNN!

Ég hef verið að horfa á endurtekinn Hrafnaþingsþátt frá því fyrr í kvöld. Þarna eru að ræða saman Sigmundur Ernir og Guðlaugur Þór. Þetta er með kostulegri þáttum sem að ég hef séð.

Sigmundur vill engar skattahækkanir en Ingvi Hrafn nefnir að framundan sé hækkun matarskatts, já segir Sigmundur einhversstaðar verða peningarnir að koma frá.

Sigmundur afsakar 5,5 % vextina á Icesaveláninu næstu 7 árin. Ekkert mál.

Guðlaugur Þór situr þarna á móti Sigmundi engjast sundur og saman í stólnum, sallarólegur, með stríðnisglampa í augum.

Svo fengum við líka að vita í þættinum að engir stjórnarliðar fá að sjá samninginn um Icesave sem að Alþingi mun samþykkja í næstu viku. Skipun frá Hollendingum. Stjórnarliðar eru sem sagt að fara að samþykkja samning sem að þeir hafa aldrei séð.

Ingvi Hrafn segir að við verðum á galeiðuskipi næstu árin, eins og ég hef oft nefnt í blogginu mínu. Hann spurði Sigmund hvort að við ættum að hengja okkur eða skjóta. Það komu engin svör frá Sigmundi nema það að hann samdi vísu í auglýsingahléinu.

Guðlaugur Þór lék sitt stjórnarandstöðuhlutverk alveg listavel, hann ætti að fá Nóbelinn.

Ef að það væri ekki júní og íbúar þjóðarinnar orðnir þrælar upp til hópa, hefði ég haldið að þetta væri áramótaskaup.

Já og svo Sigmundur, það verða skattahækkanir samþykktar á ríkisstjórnarfundi í dag, allavega hefur það verið kyrfilega boðað..............

Mikið óskaplega sakna ég Spaugstofunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband