Árni Þór á einkatrippi fyrir Davíð Oddsson? Svavar að reyna að bjarga pólitískum ferli Steingríms J.

Það á víst að vera að bjarga fjármálum heimilanna, en hvar standa þau úrræði nú? Þau standa víst í  argaþrasi stjórnmálaflokkanna.

Hvenær, já hvenær hættir maður að vera hissa? Svavar, er eitthvað að, og já hvað hefur þú haft í laun fyrir Icesavesamninginn, ég er nefnilega skattborgari þessa lands?

En það er greinlega margt sem að kemur Svavari Gestssyni alveg gífurlega á óvart. Hvar hefur hann verið í staddur í tilverunni undanfarnar vikur og mánuði?

Nú er hann greinilega kominn í það hlutverk að bjarga stjórnmálaferli Steingrims J.

Svavar minn ættir þú ekki að vera kominn á elliífeyrinn í stað þess að vera að standa í þessu Icesavemáli? Láttu þér menntaðri menn um það Svavar góður.

Sjá neðanmálsgrein, leturbreytingar mínar.:

Innlent - þriðjudagur, 14. júlí, 2009 - 08:20

Svavar hissa á pólitískum áróðri úr Seðlabanka - Árni Þór: Starfsmaður á einkatrippi fyrir Davíð Oddson

svavargestsson2.jpgSeðlabankinn stundar pólitískan málflutning í sínu áliti um Icesave samningana. Þetta sagði Svavar Gestsson, sendiherra og formaður samninganefndar Íslands vegna Icesave skuldbindinganna, í morgunfréttum Ríkisútvarpsins.

Gagnrýni lögfræðideildar Seðlabankans var fjölþætt og kemur hún Svavari í opna skjöldu. Hann bendir á að Seðlabankinn hafi átt sinn fulltrúa í nefndinni, sem hafi starfað með henni allan tímann, og því einkennilegt að gagnrýna nú að ekki hafi verið leitað til bankans að öðru leyti.

“Pólitískur málflutningur”

En það er fleira í álitinu sem kemur Svavari á óvart í áltiti lögfræðinganna. Þeir benda á að ekki verði séð að nein tilvísun sé í samningnum til hinna umsömdu Brussel viðmiða um að taka tillit til þeirra erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í.

Svavar segir Brussel viðmiðin ekki geta breytt neinu um samninginn sem slíkan, hins vegar breyti þau miklu um aðdraganda málsins og það sé allt annað mál.

“Þarna er lögfræðideildin komin í pólitískan málflutning og það kemur mér líka á óvart,” segir Svavar.

Þá telja lögfræðingar Seðlabankans að samkvæmt samningnum geti lánið sem tengist Icesave samningnum og þar með öll erlend lán ríkisins gjaldfallið ef fyrirtæki á borð við Landsvirkjun og Byggðastofnun greiði ekki á gjalddaga. Þessi ummæli koma Svavari ekki síður á óvart en hin fyrri. Hann segir að breskir lögfræðingar hafi svarað þessu og að þau gögn liggi hjá fjárlaganefnd.

Árni Þór: Ekki álit Seðlabankans - starfsmaður á einkatrippi fyrir Davíð Oddsson

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, tók undir þessa gagnrýni Svavars á morgunvakt Rásar 2. Hann benti á að hann hafi fengið bréf í gærkvöld þar sem borið er til baka að álitið sé formleg skoðun Seðlabankans og því sé álitið marklaust, að hans mati.

“Það dregur verulega úr trúverðugleika álitsins, ef það er ekki unnið fyrir hönd stofnunar, heldur aðeins persónulegt álit viðkomandi starfsmanns,” sagði Árni Þór.

“Það er einfaldlega verið að blekkja þingnefndirnar með þessum hætti. Ég velti fyrir mér hvort menn séu þarna á einhverju einkatrippi. Fyrir mér virðist sem viðkomandi starfsmaður sé enn að vinna fyrir Davíð Oddsson. “


mbl.is Ráðþrota gegn úrræðaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband