31.7.2009 | 16:23
Einelti á bloggi, já spurning hvort að það er hægt að kalla þetta annað en einelti?
Ég hef verið að velta fyrir mér einelti hér á moggabloggi. Einelti viðgengst víða hér í samfélaginu, á vinnustöðum, skólum og oft á tíðum í samfélaginu almennt manna á milli, því miður.
Þetta virðist einnig viðgangast hér á moggablogginu. Ég byrjaði að blogga hér í janúar, ætlaði reyndar ekki að gera það en eitthvað var það sem að rak mig áfram.
Fljótlega fór að bera á því að ég fékk að fá rætnar athugasemdir á bloggið mitt og það var eiginlega alveg sama hverju ég svaraði, hártogarirnar og oft á tíðum athugasemdir um hvers konar fífl ég væri að geta virkilega haft svona skoðanir, urðu æ algengari.
Sonur minn bloggar hér líka. Lesendur hér á moggabloggi komust fljótlega að því að værum mæðgin og hann fékk súpuna yfir sig líka. Ég skrifa mjög sjaldan athugasemdir á bloggið hans, en fyrir nokkrum vikum síðan setti ég athugasemd þar inn og var í kjölfarið kölluð Hórkatla Hræbjörnsdóttir. Smekklegt finnst ykkur ekki?
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ég sé að þessu brölti þar sem að maður getur átt yfir sér persónulegar svívirðingar og skammir. En er ekki í lagi að láta rödd sína heyrast? Enda sé ég ekki, miðað við margt annað sem að skrifað er hér, að skrif mín hafi verið neitt stórkostlega alvarleg eða skaðleg. Ef að ég hef haft rangt fyrir mér hef ég beðist velvirðingar á því.
Steininn tók síðan úr um síðustu helgi þar sem að ég fékk yfir mig svívirðingar og skammir frá föstudagskvöldi og fram að aðfararnótt mánudags.
Ástæðan: Jú, hún var sú að ég efaðist um heildindi ákveðins bloggara hér á moggablogginu um Icesavemálið og var búin að vitna í það. Allt ætlaði um koll að keyra hjá viðkomandi moggabloggara eftir að ég setti fram þessi skrif mín.
Ég hef oft vitnað í ákveðin blogg með svipuðum hætti en aldrei fengið slíka meðferð eins og ég fékk þessa sólarhringa.
Á þessum sömu sólarhringum varð sonur minn líka fyrir aðkasti vegna þessara skrifa minn. Einum þeirra sem að ætluðu ekki að hætta aðförunni að mér, varð ég að benda á að það væri til nokkuð sem að héti friðhelgi einkalífs. Þá hætti hún - loksins.
Ég ætla að láta hér fylgja það sem að gekk á um síðustu helgi og láta síðan hvern dæma fyrir sig. Vonandi tekur ekki við ný törn þessa helgina með svívirðingum og skömmum.
Þetta er blogg Láru Hönnu Einarsdóttur 24.07.09:
Icesave er mál málanna þessa dagana, vikurnar og mánuðina. Það væri að æra óstöðugan að bæta á umfjöllun um það volaða mál sem er í öllum fjölmiðlum og allir hafa einhverja skoðun á. En það eru helst skoðanir alþingismanna og sérfræðinga sem komast að í fjölmiðlunum. Við hin látum okkur nægja netið og bloggið. Stuðningur við Icesave-samninginn á þingi er óljós í meira lagi þessa dagana og sífellt eru nýir fletir á málinu afhjúpaðir - enginn góður.
Afstaða stjórnarþingmanna er óskýr - en afstaða stjórnarandstöðu alveg klár. Stjórnarandstöðuflokkarnir vilja ekki samþykkja samninginn. En hvað vilja þeir gera? Hver er þeirra lausn?
Hinn nýi formaður Sjálfstæðisflokksins er sterkur og ákveðinn leiðtogi sem hlýtur að vera dáður af flokksmönnum sínum eins og hefð er fyrir í flokknum - með nokkrum undantekningum þó. Í fréttum RÚV í kvöld var hann spurður hvað hann og flokkurinn hans vildi gera í Icesave-málinu. Svar formannsins var afdráttarlaust, ákveðið og afgerandi eins og hans er von og vísa. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi beðið hugmyndafræðilegt gjaldþrot með falli frjálshyggjunnar er nýi leiðtoginn greinilega sá, sem mun hífa flokkinn úr öldudalnum með vasklegri framgöngu sinni, ákveðni, hugmyndauðgi, málefnalegum svörum og frábærum lausnum.
Það sem mér finnst eiginlega verst við þetta viðtal, er að fréttakonan lét hann komast upp með þetta svar - ef svar skal kalla.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Viðskipti og fjármál, Stjórnmál og samfélag, Fjölmiðlar | Facebook
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Þórkatla ég er alveg hissa á þessum ósköpum en það er búið að vera nokkuð lengi svo að það mega ekki allir hafa skoðun og tjá sig á Moggabloggi.Um einelti er öruggt mál að stundað er grimmt á blogginu og oftar en ekki að sendingarnar koma á næturnar,og yfirleitt fjölds manns blandað inní í mínu tilfelli eiginmanni.Mitt ´mál hér á blogginu var með eindæmum alveg sama um hvað ég bloggaði allt rifið niður logið því snúið við og voru þetta konur sem ég þekkti ekki neitt.En alltaf er sló í brýnu voru þær mættar þessar tvær hetjur sem eru báðar annálaðar kurteisismanneskjur og oftar en ekki komið af stað en meiri leiðindum sérlega leiðinlegt þar sem önnur hangir á tölvunni allan daginn og ælir upp óþverra um fólk reyndar openberar persónur sem mér skilst að megi rífa í sig.Ámig var lokað um páskana og tvær aðrar sem voru i sömu töng þú mátt nefnilega ekki svara fyrir þig og alls ekki hafa skoðun það er bara fyrir suma.Ég leyfði mér t.d. að hafa skoðun á prestmálinu á Selfossi því var öllu dembt á hvolf og vinkonurnar sem hafa lagst á mig færðu bloggið mitt meir að segja á fésbók svo allir gætu lesið og þar voru þær búnar að níða mig niður í frumeindir góðu konurnar á blogginu.Nú í annan stað er sú sem átti upptök á mínu einelti slúðurberi og mannskemmandi að þekkja hana hin sem er mest í þessu vinnur baka til og sendir aðrar fyrir sig og það veit Árni Matt hann lét hana meðal annars taka út af blogginu sínu þvílíka óþverra sem hú hafði um mig en hún fékk ekki lokun sennilega grátbeðið um miskun hún er nefnilega alltaf saklaus.Ekki ætla ég að nefna nöfnin þeirra það má víst ekki um óopenberar persónur en þér get ég sent nöfnin því ekki yrði ég hissa þó þið mæðgin yrðuð heimsótt oft á bloggin ykkar þar sem ekki er þolað að sé talað um þeirra atferli hér.Ég veit ekkert um Hönnu Láru hef ekkert lesið eftir hana .En mig langaði bara að segja þér frá að þú hefur alveg rétt fyrir þér með eineltið.Ætla að fylgjast með þér og skrifum þínum ef ekki verður lokað hjá þér.Kv
Helga (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 17:34
Sæl Helga, það er hreint með ólíkindum að lesa þetta. Ég vil þakka þér fyrir stuðninginn. Ef að þú vilt hafa frekara samband við mig er netfangið mitt katlasn@simnet.is
Með bestu kveðju.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 31.7.2009 kl. 18:19
Sirrý, það voru sömu konurnar sem að komu með athugasemdir inn á blogg sonar mín sem að þú nefnir hér að ofan, og voru með dylgjur um mitt sálarlíf og heimilislíf.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 18:46
Vonandi getur þú gert einfaldar ráðstafanir til að verja bloggsíðuna þína fyrir athugasemdum sem þú vilt ekki birta.
Málið er flóknara ef þú sendir inn athugasemd á annara blogg og færð viðbrögð sem þér finnst fjandsamleg eða persónulega særandi. Kannski væri þá skynsamlegt að draga sig í hlé. Það þýðir ekki ósigur; stundum vægir sá sem vitið hefur meira!
Kveðja
Agla, 31.7.2009 kl. 21:16
Persónulega finnst mér, að sá sem að er með bloggsíðu eigi að sjá til þess að það sé ekki vaðið inn á einkalíf þeirra sem að þar gera athugasemdir. Sjálf hef ég alla tíð stoppað slíkt af í fæðingu.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 22:17
Jahérna Þórkalta, ég get ekki orða bundist.
Ég hef ekki lesið bloggið þitt áður, en hef fylgst með bloggi Jennýar Önnu og oft þótt gott en aldrei kommentað hjá henni, en núna hreinlega missi ég allt, nákvæmlega allt álit á konunni.
Einstaka sinnu hef ég lesið blogg Heiðu B. ekki aldrei þótt neitt til skoðana hennar koma svo hún kemur mér ekki eins mikið á óvart, þokkalega taktlaus samt, það sama gildir um Magnús Geir.
Stundum hef ég lesið blogg Láru Hönnu sem leggur töluverðan metnað í það og haft gaman af, en leiðinlegt hvað hún telur sig yfir þig hafna sem er þónokkuð sýnilegt hér, ætíð fólki til vansa þegar það sýnir á sér þessa hlið.
Það er ekki vert að eyða orku í að svara svona lágstemmdu masi, það segir meira um fólkið sjálft en þig og er sýnilegt öllum sem vilja sjá.
Ég er sammála þér þetta er klárlega einelti.
Haltu þínu striki og strokaðu bara út það sem þú villt ekki hafa á þinni síðu. Þetta er jú ÞÍN síða. :). Ég stend allavega með þér Þórkatla þó svo ég þekki þig ekki neitt.
Höldum reisn okkar og leyfum öðrum að missa sína óáreittir.
Gangi þér vel.
Sigurlaug Hreinsdótir (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 01:28
Sæl Sigurlaug,
Ég vil þakka þér fyrir þín hvatningarorð, þau eru mikils virði. Já, ég mun halda mínu striki með mitt blogg, það er alveg á hreinu.
Bestu kveðjur.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 13:57
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er rökfræðilegt gjaldþrot á gígantískum skala, og tek ég vægt til orða. Jeminn eini.
Jón Frímann, 24.7.2009 kl. 01:42
Þetta svar var nógu skýrt fyrir mig
mbk
Dóra litla, 24.7.2009 kl. 01:54
Að hugsa sér hann var kosinn formaður fyrrum stærsta stjórnmálaflokks landsins. Hann er til skammar, fyrir bæði sjálfan sig og flokkinn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.7.2009 kl. 01:55
Æææææ. Algjört klúður hjá Bjarna en hann er bara ekki leiðtogi svo einfalt er það
Gylfi Gylfason, 24.7.2009 kl. 02:59
Þetta er vitanlega ömurleg frammistaða formannsins. En hann hafði þó lög að mæla þegar hann sagði að ríkisstjórnin hefði "samið af sér."
Það er glæpur Steingríms--já, glæpur--að hann setti saman lið undirmálsmanna til samninga, gaf þeim þau fyrirmæli ein að semja sem hraðast ("Ég nennti bara ekki að standa í þessu lengur," sagði Svavar og verða þau orð höfð í bölvun svo lengi sem land byggist), og reynir nú að troða þessu gegnum þingið skv formúlu gamla ráðherraveldisins. Ef ekki væri fyrir hugrekki borgarahreyfingarinnar hefði honum sennileg þegar tekist það.
Það eina--það eina--sem Icesavesamningurinn afkastar er að gefa Bretum og Hollendingum öll ráð og réttindi til að stjórna eftirmálum þegar til þeirra kemur, sem er ástæðan fyrir ákafa þeirra að við samþykkjum. Rökrétt niðurstaða Alþingis er að hafna Icesave, sem er tillaga formannsins. Það vita allir, ekki síst Bretar og Hollendingar.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 03:55
HAHA hann var gódur, hann gerir hvad sem er til ad fella IceSave en hefur ekki neina lausn á
thessu hrykalega icesave klúdri sem er hanss flokki ad kenna, BB vill bara fá meiri völd sama
hvad thad kostar Íslensku thjódina.....
Jóhannes (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 08:03
Það sem mér finnst nú bara svo ofur skemmtilegt svona í allri þessari umræðu er að Sjálfstæðismenn tala um svipuhögg og kúgun. En hvernig er það, ef maður er í xD á maður þá bara alltaf að vera sammála formanninum? Það voru nú ekki nema ein kona sem þorði að kjósa eftir sinni sannfæringu í ESB. (ég ekki að fara í ESB umræðuna, heldur bara að benda á svipuhöggin hjá xD)
Mér er farið að leiðast hvað fólk er óduglegt að lýta í spegilinn. Tobba kúla vældi um að þjóðin mættu engu ráða, en bíðið við þegar hún var í stjórn þá hló hún af öllum sem stungu uppá þjóðaratkvæðisgreiðslum... En núna þegar hún ræður ekki för, þá er það ofur mikilvægt! Meðan hún tekur ekki einu sinni upp umræðuna um gjafir bankanna til hennar...
Þetta er skrítið þetta þingfólk. Mætti halda að þau sé alveg laus við alla sjálfsgagnrýni og sjái varla lengra en nef sitt....
Hvernig er hægt að fara að breyta þessu? Við þrufum að fara að taka alþingi í gegn. Fara að skoða aðrar hugmyndir... Þetta er ekki að virka svona.
Hvernig væri að fólk yrði kosið á þing. Engir flokkar. Ráðherrar verða utanþingsfólk, sérfræðingar úr þeim greinum sem ráðuneytin þurfa. Hætta þessu stjórnarandstöðu og stjórnar bulli, sem greinilega skilar engu? Nei bara hugmynd... Finnst bara þetta kerfi alveg gallað og rotið og ofsalega 1807!
Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 10:19
Dauðans dapurt... ég trúði því eiginlega ekki að ég væri að heyra þetta... og að fréttamaðurinn hafi ekki saumað að honum sýnir hvað fréttamennska á Íslandi er slök... hann hefði verið húðflettur alls staðar annarsstaðar.
Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2009 kl. 10:51
haha þetta er stórkostlegt !! Takk fyrir þetta Lára :)
Það er alveg sama hvaða BB kemur frá sjálfstektinni.. þeir eru allir eins.
sauðir
Óskar Þorkelsson, 24.7.2009 kl. 11:00
Ha ha ha, frábært svar hjá Bjarna... þvílíkur ræðursnillingur, þvílíkur sjórnmálaskörungur, þvílíkur leiðtogi.
Reynir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 11:02
Hann stressaðist aðeins kallinn í restina,óþarfi að gera mál úr því.
Hörður Halldórsson, 24.7.2009 kl. 11:16
Frábært viðtal á margan hátt, ógleymanleg frammistaða hjá "foringjanum". En algjörlega sammála að það versta "við þetta viðtal, er að fréttakonan lét hann komast upp með þetta svar - ef svar skal kalla".
Ég hefði spurt frekar út í hvað nákvæmlega að samningnum, og síðan hvað hann teldi ásættanlega niðurstöðu fyirr þau atriði sem hann nefndi. T.d. ef finnst vextirnir of háir, þá spurt hvaða vaxtatölu hann gæti samþykkt o.s.frv. En ekki síst myndi ég spyrja hann hvað hefði breyst frá því fyrir áramót þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór fram á og fékk samþykki Alþingis til að ganga til samninga um Icesave? Og það m.v. verri kjör en nú bjóðast?
Íslenskir fréttamenn eru því miður sjaldnast starfi sínu vaxnir, hvorki fyrir né eftir hrun. Sem betur fer nokkrar undantekningar og þar koma starfsmenn Spegilsins fyrst upp í hugann, og ekki síst Sigrún Davíðsdóttir. Næst koma nokkrir "óformlegir" bloggarar sem unnið mikið ólaunað starf fyrir þjóðina á síðustu mánuðum, eins og þú og Baldur McQueen (sem veit að færri "ná" en hann með mjög mikilvæga utanaðkomandi sýn á hlutina).
ASE (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 11:19
Þetta var aldeilis uppbyggilegt blogg hjá þér Lára Hanna og sýnir því miður að pólitík ræður orðið för hjá þér í bloggskrifum. Þú ert komin í pólitískan sandkassaleik með atvinnustjórnmálamönnunum. Það er ekki trúverðugt, verð ég að segja. Hér ertu að reyna að slá ryki í augum á kjósendum, alveg samkvæmt formúlunni, og tókst vel upp. Síðan klippirðu til fréttina til að áróðurinn verði áhrifameiri.
Er aðalatriðið hvað Bjarni Ben. VILL gera, eða er aðalatriðið hvað stjórnin ER að gera þjóðinni með samþykkt Icesave samnings, sem alltaf er að koma betur í ljós að er meingallaður. Ættum við ekki að einbeita okkur að því að gera afleitan samning betri og koma vitinu fyrir forystumenn ríkisstjórnarinnar svo það verði gert? Eða á að skjóta sendiboðann eða stjórnarandstöðuna, sem er að koma fram með réttmæta gagnrýni á þennan eitraða samning?
Jón Baldur Lorange, 24.7.2009 kl. 11:27
Bölvað bull er hér á ferðinni! Formaðurinn segir afdráttarlaust að sjálfstæðismenn hafni því algjörlega að íslenska rikið taki á sig þær gríðarlegu ábyrgðir sem í Icesave-samkomulaginu felast. Á mannamáli þýðir það að Bjarni vill að samið verði upp á nýtt. Þarf þetta að vera skýrara? Á sömu skoðun er meirihluti þingmanna. Ríkisstjórnin virðist komin á undanhald í málinu, m.a. með því að gera hlé á þingstörfum . . .
Ágúst Ásgeirsson, 24.7.2009 kl. 11:30
ha ha jón Baldur og Ágúst.. BB svaraði EKKI spurningunni því hann hafi EKKERT svar.. um það snýst þessi bloggfærsla.. sjálsftekttin er hugmyndafræðilega gjaldþrota því hún þrífst bara í bóluefnahag.
Óskar Þorkelsson, 24.7.2009 kl. 11:34
Ég held að Icesafe sanni það frekar en önnur mál á Alþingi, algjöra nauðsyn þess að aðskilja löggjafavaldið og framkvæmdavaldið (Ríkisstjórnina) Þetta á ekkert skylt við lýðræði sem hefur farið fram á Alþingi undanfarið. Það að stjórnarflokkarnir handstýri þingmönnum í að kjósa samkvæmt vilja flokkana.
Þetta eru nákvæmlega sömu vinnubrögð og Davíð og fleiri voru gagnrýndir fyrir.
Það þarf að fara að forgangsraða rétt hér. Upp með stjórnlagaþing strax, Lög um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur, persónukosningar. Aðskilnað löggjafa og framkvæmdavalds. Enga ráðherra að handstýra hvaða lög eru samþykkt hér. Flokkavaldið burt! Fjórflokkavaldaklíkan var það sem kom okkur í þetta bull.
Á Alþingi á að vera kosið fólk ekki flokkar. Til að semja lög fyrir fólkið í landinu ekki flokkana. Ráðherrarnir sem eiga svo að framfylgja þeim, eiga þar hvergi að koma nærri.
Sem dæmi um stjórnleysið:
Bæði fyrrverandi Ráðherrar og þingmenn úr flokkunum, sem sem eiga jafnvel glæpsamlega ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið, T.D. Fyrrv. Viðskipta og bankamála Ráðherra(yfirmaður fjármálaeftirlits) Björgvin G. Ásamt öðrum fyrrverandi og núverandi ráðherrum, Ætla að taka ákvörðun á Alþingi hvort þjóðin eigi að greiða Ícesafe! Þeirra eigin klúður. Nei takk segi ég, þetta lið er vanhæft.
Þjóðar atkvæðagreiðslu strax.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 11:41
Utanþingsstjórn er eina vonin.
Margrét Sigurðardóttir, 24.7.2009 kl. 11:53
Lára Hanna af hverju eigum við að borga sukk og svínarí Sigurjóns Árnasonar? Það var engin ríkisábyrgð þar á bak við og Svavar klúðraði samningnum ef að hægt er að kalla þetta samning. Ertu ennþá að mótmæla Icesave eins og þú gerðir þangað til að þú fékkst fund með Steingrími J.? Já pólitískur sandkassaleikur og ekki lengur hægt að taka mark á þér.
Landsbankamenn eiga að greiða sínar skuldir, þarft þú ekki að borga þær skuldir sem að þú tekur á þig. Sigurjón sagði að hann hefði ekki þurft annað en að fylgjast með hvað mikill peningur kæmi inn á Icesavereikninginn á hverjum sólarhring. Við eigum sem sagt að borga sukk Sigurjóns? Furðuleg afstaða hjá þér Lára Hanna...........
Ég er ekki Sjálfstæðismanneskja og tek ákvarðanir samkvæmt málefnum. Svandís Svavars. telur það vera allt í lagi að greiða atkvæði með eða á móti frumvarpi sem að faðir hennar er höfundur að. Þetta er siðferðiskennd í lagi eða þannig..................
Ég er sammála Jóni Baldri Longe um þitt "uppbyggilega" blogg. Eigum við ekki bara líka að borga skuldir hinna útrásarvíkinganna Lára Hanna mín?
Er ekki líka pínulítið "hugmyndafræðilegt gjaldþrot" hjá VG?
Eigum við kannski aðeins að rifja þetta upp?
http://skjarinn.is/einn/islenskt/malefnid/
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 12:14
Lára Hanna, klippistarfsemi þín í meðhöndlun þinni á þessu viðtali er skandall!!
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 12:20
...............og hér kemur fréttin í HEILD SINNI. Heiti fréttar: Örlög Icesave .........
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 12:39
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4467304/2009/07/23/
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 12:45
Ósköp eru menn viðkvæmir fyrir skærum Láru Hönnu! Hún hefur klippt stjórnmálamenn í öllum flokkum. Ætli séu komin sár undan "svipuhöggum og handjárnum" ?
Gísli Baldvinsson, 24.7.2009 kl. 13:04
Icesave reikningarnir eru alfarið í boði Sjálfstæðisflokksins!
Hugmyndafræði Davíðs Oddssonar var að það þyrfti ekkert að borga.
Það væri hægt að láta bankana stela peningum af almenningi í Hollandi,
Bretlandi og þýskalandi og sleppa við að borga til baka.
Þessvegna lét hann þetta viðgangast.
Yfirmaður fjármála Íslands lét þjófana vinna óáreitta og hundsaði
viðvaranir erlendra lögregluyfirvalda.
Þetta er fínt "Business Case" eða "Viðskiptatækifæri"!
Bankarnir stela fullt af peningum, fara síðan á hausinn og allar kröfur
fyrnast.
En áður en bankinn fer í gjaldþrot er búið að koma peningunum fyrir á
öruggum stað, hjá klíkunni á Íslandi.
Þann 7 okt. 2008 kemur Davíð Oddsson kemur í drottningarviðtal hjá
ríkissjónvarpinu og lýsir því yfir að það þurfi ekkert að borga skuldir
bankana.
Eftir að hafa hlustað á viðtalið við forhertann "guðfaðir Íslands" gefur
ríkisstjórn Bretlands út skipun um að stöðva glæpastarfsemina og lætur
frysta eigur Íslendinga í Bretlandi.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtalsins við yfirmann
fjármála Íslands þar sem hann með pókerfés á smettinu segir að ræningjarnir
ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi orð Davíðs Oddssonar birtust á fjarritum kauphalla um allan heim og
vöktu mikla athygli.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði Íslendinga að skrælingjum Evrópu, þjófapakki
sem stelur af borgurum nágrannaþjóðanna.
Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum tókst einnig að kollfella alla banka
Íslands á nokkrum dögum, gera Seðlabankann gjaldþrota og eyðileggja krónuna
sem gjaldmiðil.
Lélegasti og óhæfasti seðlabankastjóri allra tíma samkvæmt samdóma áliti
erlendra sérfræðinga var eftir dúk og disk dreginn froðufellandi út úr
Seðlabankanum með töngum eins og skemmd tönn. Honum hafði þó áður tekist að
hindra og tefja allar raunhæfar aðgerðir til endurreisnar þjóðfélagsins í
marga mánuði.
Þýfi þjófaklíku Sjálfstæðisflokksins, Icesave reikningarnir voru komnir í
1400 milljarða ISK þegar starfsemin var stöðvuð.
Af sinni "tæru snilld" hafði Sjálfstæðisflokkurinn og "Guðfaðirinn" komið
því þannig fyrir að almenningur á Íslandi var ábyrgur fyrir skuldunum.
Nú er komið að því að skila þýfinu, borga skuldirnar.
Þjóðir hins vestræna heims vilja ekki eiga viðskipti við okkur nema við
borgum skuldir okkar.
Það vill enginn eiga viðskipti við þjófa.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 44 þúsund atkvæði í síðustu kosningum.
Það eru þannig 44 þúsund þjófar á Íslandi, þeir sem styðja landráðamennina
í Sjálfstæðisflokknum.
Þetta fólk á að sækja til ábyrgðar og láta það borga skuldirnar.
Það á að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður og jafna Sjálfstæðishúsið við
jörðu.
Á staðnum verði gerður minningarlundur og þar reist minnismerki um "Helför"
íslenska efnahagskerfisins.
Það verður að varðveita vitneskjuna um óhæfuverk Sjálfstæðisflokksins til
að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.
RagnarA (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 13:06
Ragnar A.
Ég hef hvergi orðið var við neinar tilraunir til að sækja þetta þýfi, hvað þá að skila því.
Reyndar sýnist mér á öllu að glæpamennirnir fái að halda þýfinu og öllum öðrum eignum sínum.
En ég tel að það sé ekki ábyrgð almennings að bæta þennan þjófnað.
Held að bretum væri nær að sækja þessa menn til saka, enda Icesafe ekkert öðruvðísi en hvert annað pýramýdasvindl.
Og það sem meira er, að Björgólfur og Co hafa efni á að borga þetta, það hefur almenningur almennt ekki.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 13:25
Annars er ég sammála þér með Sjálfstæðisflokkinn.
Tlveruréttur hans er enginn á íslandi í dag.
Hann ætti að hafa vit á að leggja sig niður sjálfurl, og þeir vesalingar sem eru að kjósa þessa drullusokka ættu að hafa vit á því
að segja ekki frá því upphátt svo aðrir heyri til.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 13:27
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 11:41
Algjörlega sammála! Það skiptir engu máli í vasa hvaða flokks maður leitar, þeir eru allir fullir af skít. Sorglegt en satt!
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 24.7.2009 kl. 14:36
Nepotimsi heitir það, þegar ættartengsl en ekki eigin verðleikar og hæfni ráða för um frama.
Íslenskt samfélag hefur sligast undan því fargi í áratugi og mun án efa gera um ókomna framtíð.
Það er ekki hrein tilviljun að landið sé að sökkva í sæ!
DoraB (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 15:29
Greinilegt er að Bjarni Ben. er ekki búinn að lesa samninginn, hann kom alveg af fjöllum, átti sennilega ekki von á óþægilegri spurningu úr þessari átt.
BB minnir mig alltaf á hana (þ.e fuglinn hana) á haug.
Kolla (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 15:53
19-20-21 Þórkatla.
Hanna Lára klippir viðtalið við Bjarna Ben ekki í sundur og hvað þá úr samhengi. Það eina sem hún klippir er að taka svar BB og tvítaka það aftur í lokin. Bara svona ef einhver hefði misst af því að hann svaraði!
Hér er allur textinn í frétinni með Bjarna Ben:
BB: Við munum aldrei fallast á þessa samninga eins og þeir liggja fyrir þinginu óbreyttir.
Sp: Hvað viljið þið gera?
BB: Ja, við viljum einfaldlega aðe... að... við .... höfnum því.... Við höfnum því algjörlega að íslenska ríkið taki á sig á þeim skilmálum sem að um er að ræða í þessum samningum þessar gríðarlegu ábyrgðir. Við teljum að menn hafi samið af sér í fjölmörgum ... í fjölmörgum e.. atriðum.
Sp: Sérð þú sem forystumaður stjórnarandstöðunnar fyrir endann á þessu máli?
BB: Ég sé ekki fyrir endann á því enn sem komið er.
Það var jú vitað fyrir að Bjarni Ben vildi hafna samningnum, en hvað vill hann svo gera? Við höfnum að taka ...með þessum skilmálum ... þessar ábyrgðir. En hvað þá? Sömu ábyrgðir með öðrum skilmálum?
Segðu mér nú eitt Bjarni Ben.: Hvernig samning um Icesave vilt þú samþykkja?
...... Nei, nei, nei! Spurningin var ekki hvað viltu ekki, heldur hvað viltu samþykkja!
Soffía Sigurðardóttir, 24.7.2009 kl. 15:57
Æ, fyrirgefðu Lára Hanna, ég á auðvitað að fara rétt með nafnið þitt!
Soffía Sigurðardóttir, 24.7.2009 kl. 16:02
Soffía, þannig að bæði ég og Jón Baldur Lorange erum með skerta heyrt og athyglisbrest. Athyglisvert hjá þér Soffía mín að taka ekki eftir því hvernig Lára klippir þetta sundur og saman og tvítekur hlutina og tekur þenna mann fyrir í fréttinni.
Það væri kannski alveg tilvalið að rifja upp hvernig Steingrímur J. talaði um Icesave í okt.-nóv og svo núna og bera það saman. Það væri býsna athyglisvert.
Af hverju kom Lára Hanna ekki líka aðeins með tilvitnun úr Þór Saari og Sigmund Davíð?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 16:25
Já það er satt Bjarni Ben er ekkert foringjaefni. En þetta ICESAVE-er alveg að gera mig vitlausan. Hvílík erkiflón eru stjórnmálamenn. Skilja ekki að réttlætistilfinning þjóðarinnar hefur verið troðin breskum fótum. Þegar þjóðinni var meinað að sækja sinn rétt með málsókn á hendur ríkisstjórn Breta, fyrir að sú ríkisstjórn notaði hryðjuverkalöggjöf á Íslendinga og eigur Íslendinga - var brotið á þjóðinni. Stolt Íslendingsins var troðið fótum og í þetta skipti fótum stjórnmálamanna. Þetta svar sárt og afskaplega ódiplómatískt. ICESAVE er rangur gjörningur sem aldrei á að samþykkja, sérstaklega framkomu Breta og ESB.
Baldur Gautur Baldursson, 24.7.2009 kl. 17:49
Leiðr: [ICESAVE er rangur gjörningur sem aldrei á að samþykkja, sérstaklega EFTIR framkomu Breta og ESB].
Baldur Gautur Baldursson, 24.7.2009 kl. 17:53
Alltaf gaman af D greyjum sem kvensunni Þókötlu, sem sjalfsagt skortir ekki heyrn né athyglisgáfu, en efast má hins vegar um að haldi fullu minni! Ekki er hún aðeins búin að gleyma að hún gaf út stórmerka yfirlýsingu þess efnis að hún væri hætt að birtast á þessu svæði, heldur er hún líka búin að STEINGLEYMA hvers vegna! En það var vegna þess að einvher var svo dónalegur og vondur við dömuna hana sjálfa hérna, hún yrði því bara að "hrökklast burt"! EFtir slíkt væl og skæl í eigin þágu, vílar hún hins vegar ekki fyrir sér að vera hér með dylgjur um síðuhaldara sjálfan og sleggjudóma um ahns skrif. Spurning hvort þyrfti ekki bara að rassskella hana fyrir þessa ótuktarsemi!?
Og svo er það blessaður karlinn hann Jón Baldur, sem talar hérna eins og skynheilagur syndapredikari yfir Láru Hönnu! Maður líttu þér nær, segi ég nú bara, hann einn af þessum að því er virðiðst réttlætisfullu boðberum í orði, en eru að engu öðru en að halda leynt og ljóst uppi vörnum og áróðri í ákveðinna þágu, D flokksins og þeirra sem þar fara fremst! Viðbrögð hans hérna sýna það svo glögglega!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.7.2009 kl. 20:04
Það vantaði bara að botna þetta hjá Magnús Geir einhvern veginn þannig:
Jón Baldur Lorange, 24.7.2009 kl. 20:19
Í hverra þágu er hér rifist um keisarans skegg? Skiptir máli hver sagði hvað, hvenær, hvers vegna og hvar megi staðsetja þennan eða hinn í pólitíkinni?
Er einhver fús til þess að gleypa Icesavesamninginn eins og hann liggur fyrir, bara vegna þess að einhverjir leiðindagaurar úr leiðindastjórnmálaflokki/flokkum voga sér að mótmæla þeirri svívirðu?
Er einhver von til þess að við getum staðið saman, þótt ekki væri nema eitt augnablik?
Kolbrún Hilmars, 24.7.2009 kl. 20:42
Flott athugasemd hjá þér Jón Baldur Lorange.
Athyglisvert Magnús að þér skuli hafa fundist yfirlýsing mín stórmerkileg, ég vissi ekki að ég hefði svona rosalega mikil áhrif.
Annars vil ég bara þakka þér fyrir "hlý" orð í minn garð. Ég bið bara fólk að dæma hvert fyrir sig um slíkt orðfæri, ef það vill á annað borð vera að taka afstöðu til svona athugasemda. Ég vissi hreinlega ekki að Lára Hanna væri yfir gagnrýni hafin en nú veit ég það. Betra seint en aldrei.
En svo hef ég verið að bíða eftir bloggi Láru Hönnu um samþykkt VG um aðildarviðræður að ESB sem að gengur þvert á flokksstefnuna, en það hefur eitthvað látið á sér standa.
En nú er víst best að þagna í athugasemdabloggi heilagrar Láru Hönnu svo að ég verði ekki rassskellt tvisvar, já eða oftar. Eitt í lokin: Svavar Gestsson lét rassskella sig í "samningaviðræðunum", kannski er það ekki svo slæmt..................
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 20:48
Þetta er algjörlega vonlaust dæmi og þegar verður búið að ljúga það í gegn setur það fordæmi gagnvart restinni af þrotabúum bankakerfisins og ríkissjóður mun þá sitja uppi með skuldir upp á amk. 5-6X árlegar tekjur hans (mjög varlega áætlað) sem þýðir að þriðjungur tekna hans amk. fer í vaxtagreiðslur. Síðan verða gefin út skuldabréf fyrir vöxtunum og þá verður þetta enn vonlausara osfrv. Síðan utan við þetta er Landsvirkjun algjörlega gjaldþrota með súrrealískt vitlaus fjárfestingarævintýri brjálæðinga á bakinu og orkusalan dugar engan veginn fyrir vöxtunum þar og það gjaldþrot mun bætast við ruglanda skattgreiðenda frá gjaldþrota bankakerfi. Ég gæti haldið áfram með gjaldþrota sveitarfélög og fjárhagslega martröð sem nefnist Orkuveita Reykjavíkur en læt þetta nægja að sinni.
Baldur Fjölnisson, 24.7.2009 kl. 20:54
Afburða klipping! Grét af hlátri.
Eftir á hugsað veit ég samt ekki hvort maður hefði átt að hlægja eða gráta. Þetta er jú íslenskur alvöru pólítíkus, en ekki bara "cheesecake" í Schwarzenegger stíl? Er BB ekki arftaki Geirs Haarde, okkar fyrrverandi forsætisráðherra, innan Sjálfstæðisflokksins?
Klippingarnar þínar eru FRÁBÆRAR en kannski ættir þú að gefa slóð á efnið sem þú klippir úr þó ekki væri nema til að verjast ásökunum um hlutdrægni um þau alvörumál sem þú vekur athygli á.
Agla (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 20:55
"Ég vissi hreinlega ekki að Lára Hanna væri yfir gagnrýni hafin en nú veit ég það." Fullyrðingin er afsönnuð um leið og hún er sögð.
Þeir sem vilja annars fá eitthvað um örlög sín að segja ættu að snúa sér að þessu: www.kjosa.is
Rómverji (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 20:59
Vöndurinn fer kannski á loft í þriðja sinn en Rómverji: ....?
En svona í lokin hér í dag: Bestu kveðjur til ykkar allra sem að þola ekki málefnalega gagnýni, hafið gott kvöld og góða helgi.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 21:09
Sjálfstæðisflokkurinn hvaða skrípi er það ?
Finnur Bárðarson, 24.7.2009 kl. 21:53
Þórkatla Snæbjörnsdóttir,
Ef þú hefur fylgst með skrifum mínum og athugasemdum hér á blogginu hefurðu væntanlega séð að málefnaleg gagnrýni er ávallt velkomin. Ég hef ekki oft tíma til að svara, enda tel ég að allir hafi fullan rétt á að hafa sínar skoðanir og gagnrýna málflutning annarra. Enginn er hafinn yfir gagnrýni, hvorki ég, þú eða aðrir. En mér leiðist óneitanlega þegar verið er að ráðast á fólk með skítkasti, dylgjum og rógi, gera því upp skoðanir og leggja því orð í munn. Það getur aldrei talist málefnaleg gagnrýni.
Um daginn helgaðir þú bulli um mig heila færslu á blogginu þínu og sagðir mig hafa tekið U-beygju af því ég hefði hlotið einhverja "upphefð" - að þínu mati - sem hvort tveggja var miklar fréttir fyrir mig. Ekkert var fjarri sanni en ég nennti ekki að skipta mér af þessum fráleitu skrifum þínum og lét kyrrt liggja.
Það gerði ég hins vegar ekki þegar þú réðst harkalega á Þóru Arnórsdóttur í bloggfærslu þann 11. júní og afritaðir heilan bloggpistil frá mér. Greinilega kom í ljós að þú gerðir Þóru þar herfilega rangt til þar af því þú ruglaðist á fréttaklippum og sjónvarpsstöðvum. Ekki baðstu Þóru afsökunar á þeim mistökum þínum.
Í þessari bloggfærslu þinni ræðstu á Egil Helgason (sem þá var erlendis) fyrir flettiglugga á Eyjunni. Segir hann "afhjúpa sig". Ég hélt að allir vissu að Egill er ekki fréttamaður hjá Eyjunni og sér ekki um flettiglugga eða annað þar þótt bloggið hans sé vistað þar.
Í athugasemd nr. 18 hér að ofan segirðu: "Lára Hanna af hverju eigum við að borga sukk og svínarí Sigurjóns Árnasonar?" Seinna í sömu athugasemd segirðu: "Við eigum sem sagt að borga sukk Sigurjóns? Furðuleg afstaða hjá þér, Lára Hanna..." Ég spyr á móti: Hvenær í ósköpunum og hvar hef ég sagt að við ættum að gera það? Í öllum mínum skrifum um þau mál hef ég mótmælt því harðlega og fært fyrir því ýmis rök. Mig furðar á því að þú skulir voga þér að gera mér upp slíkar skoðanir og frábið mér svona málflutning.
Ef þessi klippa hér að ofan þýðir að ég sé í pólitískum sandkassaleik - þá hljóta öll mín myndbönd að vera því marki brennd. Þetta myndband er með því almildasta og einfaldasta sem ég hef gert og ef þér finnst "klippistarfsemi mín og meðhöndlun á þessu viðtali skandall" (aths. nr. 19) þá verður bara að hafa það. Mér er nákvæmlega sama. Ég klippi ekki myndbönd til að þóknast þér eða öðrum, svo mikið er víst.
Og tilgangur pistilsins og myndbandsins er ekki að fjalla um Icesave-samninginn sem slíkan - með eða á móti - heldur benda á enn eitt dæmi um hve formaður Sjálfstæðisflokksins á erfitt með að hafa og tjá sjálfstæða skoðun, koma með lausnir og yfirhöfuð gera annað en vera með innihaldslausar upphrópanir eins og unglingur í Morfískeppni úr pontu á Alþingi.
Annar tilgangur úrklippunnar er að benda á hvað fréttamenn sleppa stjórnmálamönnum alltaf billega. Fréttamenn spyrja spurninga en stjórnmálamenn svarar henni ekki og tala bara út og suður - og komast upp með það. Eða vorum við einhverju nær um lausn Bjarna á Icesave-málinu eftir þetta viðtal?
Enn eitt dæmið um skítkast frá þér, Þórkatla, sem þú kallar gagnrýni er þegar þú segir - í athugasemd nr. 31 - að Soffía sé að brigsla þér og Jóni Baldri um að vera með skerta heyrn og athyglisbrest. Hvernig í ósköpunum geturðu lesið slíkt út úr prúðmannlegum orðum Soffíu? Málefnaleg gagnrýni? Ekki get ég séð það.
Þú ert ævinlega velkomin hingað með athugasemdir, gagnrýni og skoðanir, Þórkatla. En ég bið þig lengst allra orða að vera kurteis, hætta persónulegu skítkasti, útúrsnúningum, að gera mér eða öðrum upp skoðanir, rembast við að lesa eitthvað út úr orðum fólks sem það gefur ekki einu sinni í skyn, ráðast á fólk með offorsi og vera með eilífan orðhengilshátt. Fyrir utan leiðindin sem af slíku hljótast er slíkt þér og málflutningi þínum ekki til framdráttar.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.7.2009 kl. 22:41
Lára Hanna, af hverju skrifar þú ekki álíka vænan pistil til Jóns Baldurs Lorange og þú gerir til mín nú, hann er á sömu skoðun og ég í þessu máli?
Jú þú tókst U-beygju í Iceavemálinu, það vita allir sem að eru læsir. Þú sagðir um daginn í bloggfærslu þinni að sem að ríkisstjórnin væri að gera,væri það eina rétta sem að hægt væri að gera í Icesavemálinu. Hálfum mánuði áður varstu á annarri skoðun.
Það voru fleiri sem að nefndu Egil Helgason í þessu sambandi, ekki eingunis ég. Og svo bíð ég í ofvæni eftir því að þú bloggir um fylgi VG við aðildarviðræður að ESB sem að þú hefur ekki gert. Hefur kannski ekki tíma til. En ef að sú bloggfærsla kemur, skal ég ekki kommentera á hana.
P.S. Lára Hanna, ég bað Þóru Arnórsdóttur afsökunar hér á blogginu þínu!!
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 23:18
Lára Hanna, hvers vegna biður þú þá ekki Magnús Geir Eyjólfsson að læra mannasiði. Það er kannski allt í lagi úthúða öðru fólki og tala um rassskellingar, ef það er sammála þér. Mér fyndist að þú ættir að vera sjálfri samkvæm og benda Magnúsi Geir á að læra mannasiði.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 23:27
Þessi Þórkötlukona er bara alveg að fara á samskeytunum.
Það hefur færst mikið í aukana að flólk bloggi frá sér lífsleiðan inni á annarra manna bloggum.
Sem er í sjálfu sér í lagi ef síðueigandi sér ekkert athugavert við það.
En mikið rosalega er þetta myndband lýsandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Algjörir kjánar með glataðan málstað.
Jamm og já.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2009 kl. 23:38
Þórkatla, munurinn á því sem Jón setur yfirleitt fram og þú setur fram, er að hann virðist reyna að halda sig við að vera málefnalegur en þú dettur í skotgrafirnar. Hugleiddu þetta svar frá Láru áður en þú tjáir þig meir og líttu í eigin barm um hvort hún sé ekki að bera fram réttmæta gagnrýni. Þetta lítur allavega svona út miðað við athugasemdirnar þér.
Nú hef ég ekki minni né nenni endilega að setja mig inn í hvað Lára hefur sagt um IceSave né hvort hún haif tekið U-beygju eður ei, en ég veit það allavega persónulega að maður er búinn að svefilast til og frá með þessu samningi og manni heyrist að flestir í kringum mann séu þannig.Því miður er ákveðinn hluti sem ákvað strax að vera á móti líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins og aðrir,eingöngu að því til að lýðskruma og ná sér í vinsældir út á afstöðu sína í þeim eina tilgangi til að ná völdum aftur. Er það ábyrgt? Nei. Er það réttlætanlegt? Nei. Er það eitthvað sem við viljum horfa upp á að gerist? Aldrei, enda ekki séns að maður taki þátt í samfélagi stjórnuðu af Sjálfstæðisflokknum, FL-okknum sem iðrast einskis.
Hvað varðar Icesave, það er nefnilega ekkert einfalt mál, þetta er ekkert sem hægt er að vera með eða á móti líkt og fótboltaleik á leikskólavellinum við Austurvöll, þetta er einfaldlega mál þar sem maður vonar að niðurstaðan verði sú sem skaðar minna. Það er ekki séns að við getum komist undan því að semja um þetta, við verðum að semja og við verðum að sýna að við séum þjóð sem ber ábyrgð en spurningin er: hvernig lágmörkum við skaðann? Í raun má líkja þessu við tapaða orustu í stríði, við getum barist til síðasta manns í vonlausri stöðu en þá er mögulegt að allt glatist eða við getum hörfað undan, reynt að endurskipuleggja okkur og halda áfram baráttunni á vígvelli að okkar vali. Munum við tapa það miklu á undanhaldinu að stríðið sé algjörlega tapað? hver veit? Aðeins afleiðingar ákvörðuninnar í tímans rás getur sagt okkur það. Viskan er þó alltaf sú sama þegar kemur að stjórnmálum og stríði : þú þarft að vita hvenær er skynsamlegra að berjast áfram á vígvöllinum og hvenær er betra að hörfa.
AK-72, 24.7.2009 kl. 23:47
Lára Hanna, þér finnst þetta málfar Jennýjar Önnu Baldursdóttur hér að ofan afskaplega kurteisilslegt eða hvað? Hver er með dylgjur nú? Dylgjar um mína geðheilsu og mina lífsfyllingu, þ.e.a.s. mitt einkalí!
Ef maður er ekki sammála ykkur vinstri mönnum er maður sem sagt að fara yfir um á geði eða að farast úr llífsleiða.
Hver er persónulegar árásir hér nú og dylgjur. Heitir hún ekki Jenný Anna Baldursdóttir?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 23:53
...dylgjur um mitt einkalíf!..... átti þetta að vera.
Hver er með persónulegar ................
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 23:57
Þórkatla: Ég var ekkert að hugsa um þitt einkalíf.
Biðst afsökunar, hélt að þú værir að dunda við þessi skrif í frítímanum.
Svo biðst ég líka afsökunar á samskeytakenningunni.
Fannst þú bara svo æst eitthvað.
Algjörlega mín mistök.
Lofa að gera aldrei aftur, skammast mín og lýt í gras.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2009 kl. 00:04
Kærar kveðjur Jenný mín. Er hérna í rólegheitum í tölvunni, því að sjónvarpið er svo lélegt. Vona að þú hafir það sem allra best og góða nótt.
P.s ef að ég er æst þá hef lært þá list að kyrra hugann. Margar góðar bækur til um þau mál.
Skyldi virkilega enginn geta gert athugasemd við þetta sem að ég segi hér núna. Mikið yrði ég þá hissa.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 00:20
Jahérna það er aldeilis fjör á blogginu hjá þér Lára Hanna! Það breytir því samt ekki að málefnaleg rökþurrð er algjör hjá nýja foringjanum, enda hefur hann ekkert fram að færa um bættan og betri Icesave samning, og það veit Bjarni Benediktsson, þessvegna verður honum fótaskortur á tungunni, og þessvegna vefst honum tunga um tönn, aftur og aftur. En formaðurinn BB veit líka, að í Flokknum hans fylgir hjörðin formanni sínum í blindni, eins og hverjum öðrum forystusauð, sem á undan honum hafa gengið. Sama hvort hann jarmar til góðs eða ills. - Eins og sjá má í sumum athugasemdum hér fyrir ofan. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.7.2009 kl. 00:29
Lára Hanna Einarsdóttir,
Hér er svar mitt við bloggfærslu minni sem að þú vitnar í hér að ofan frá 11.06.09:
"Lára Hanna: Ef að þú hefur ekki verið að tala um RÚV, þá hef ég misskilið þig og biðst velvirðingar á því. Mér fannst það svolítið ruglandi hvað þú segir þarna í lokin, ýmist RÚV eða Stöð 2, en sjálfsagt er það bara ég sem að orðin rugluð á ósköpunum, það kemur víst fyrir besta fólk.
Í öðru lagi: Minntist ég ekki einu orði á handboltaleik.
Í þriðja lagi: Hældi ég þér Þóra Arnórsdóttir fyrir gott viðtal við Evu Joly, svo að það sé alveg á hreinu.
Í fjórða lagi: Stend ég við það að viðtal Þóru við Steingrím og Sigmund var alveg með eindæmum, þó að það komi þessu máli ekki beint við."
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 00:40
Já Jón Baldur, það er alltaf svo gaman að nota hugarflugið til að spinna orðavefi aftan við annara mál og hafa það einkar "frjálst í sniðinu"!
Það skemmir svo væntanlega ekki fyrir að ljóngáfuð og tungulipur snót eins og hún Þ. skuli kætast við það og hrósa kalli fyrir!
Öllu verra er hins vegar að gera slíkt án minnsta vits og hvað þá ábyrgðar, en það verður bara að vera þitt einkamál, mér er bara skemmt yfir því sem Skrattin ég væri!
En þessi magnús Geir Eyjólfsson yrði áreiðanlega bara ánægður að fá skömm í hattin frá Láru Hönnu, það yrðu líka margur annar karlkyns, sem fátt myndi gleðja meir en að hún sýndi þeim athygli, nema hvað að hann er bara ekki á svæðinu!
Annars má bara bæta þessu við.
Þegar skynsöm skortir rök,
skoðanir að tjá á blaði.
Fjári oft í fíflsins vök,
falla menn og það með hraði!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.7.2009 kl. 02:13
Þórkötlu leiðist.... eigum við ekki að finna eitthvað skemmtilegt fyrir hana að gera?? Og nú segir hún örugglega að ég sé ómalefnaleg....sem væri rétt hjá henni. EN hún er bara komin svo langt út fyrir efnið að það hlýtur að teljast í lagi að ég fari líka þangað :)
Heiða B. Heiðars, 25.7.2009 kl. 12:07
Mér finnst þetta vera farið að nálgast persónuofsóknir. Heiða hvað veist þú um mitt einkalíf? Hef ég vaðið inn á þitt einkalíf eða einkalíf Láru Hönnu Einarsdóttur? Nei Heiða mín mér leiðist ekki nokkurn skapaðan hlut, þetta kallast dylgjur.
Þórkatla snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 12:30
Þar sem að umræðan hér á þessu athugsemdabloggi er farin meira og minna að snúast um mitt sálarástand og einkalíf í stað pólitískrar umræðu vil ég koma eftirfarandi á framfæri:
Ég tel að ég sé búin að svara fyrir mig nægjanlega, hvað varðar pólitískan vettvang þessa máls. Eftir stendur að nú er farið að ýja að mínu sálarástandi og einkalífi hér í athugasemdabloggi.
Því vil ég segja eftirfarandi: Ég og sonur minn búum hér saman. Hann er 24 ára í dag. Sonur minn varð fyrir 8 ára samfelldu einelti í skóla, andlegu og líkamlegu. Eftir stendur að hann er 75% öryrki í dag. Nei mér leiðist ekki, því að ég berst fyrir réttindum hans dag og nótt. Ég er búin að gera það í 15 ár og er ekki hætt. Ég þakka fyrir að hann er á lífi í dag og ég krefst þess að þið hættið að berja á mínu einkalífi, þó að það væri nú ekki nema fyrir tillitsemi við son minn.
Þrátt fyrir allt hef ég leyfi til þess að hafa mínar skoðanir á pólitískum vettvangi.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 12:57
Þókatla: Leiðinlegt að heyra með son þinn og ég sendi ykkur baráttukveðjur.
Þú fórst út í persónulegt skítkast við Láru Hönnu og við því var ég að bregðast.
Ekkert að því að ræða um pólitík, vera ósammála en endilega sleppa skítkasti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2009 kl. 14:00
Það var ég sem að varð fyrir persónulegu skítkasti, slepptu öllum þykjustu baráttukveðjum. Bendi þér á bloggið mitt http://www.heilsa.blog.is þar sem að kemur fram hvernig Lára Hanna er sjálf með persónulegt skítkast. Láttu mig og son minn síðan í friði!! Er það til of mikils mælst?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 14:38
Jenný vonandi tekur þú mark á þessari ábendingu minni. Það er til nokkuð sem að heitir friðhelgi einkalífs.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 14:51
Þórkatla, Jón Sigurðsson fyrrverandi heilbrigðisráðherra pantaði skýrslu um öryrkja frá Tryggva Þór Herbertssyni í kjólfar stríðs Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins við öryrkja. Þetta var í tíð stjórnar Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.
Ég las þessa skýrslu og af því að ég þekki málefni öryrkja mjög vel, þá fékk ég bara ógeð og varð reiðari og reiðari eftir því sem ég las lengra. Þetta lagði svo ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks fram sem sýna sýn á málefni öryrkja á íslandi.
Tryggingastofnun sá sig knúna til að gefa út skýrslu skömmu seinna, skrifaða af Stefáni Ólafssyni, og mér fanst það ekkert skrýtið. Þar kom fram afstaða TR, Ég las þá skýrslu líka og það var eins og þar væri verið aðfjalla um eitthvert allt annað land en það sem TryggviÞór fjallaði um í sinni skýrslu.
Þórkatla, ég skil ekki hvernig þú getur stutt flokk sem og hægrimenn yfir höfuð á sama tíma og þú segist vera baráttukona fyrir öryrkja. Þú ert í flokki sem hefur þá trú að hver eigi að hugsa um sig, og að séra Jón eigi ekki að þurfa borga fyrir jón út í bæ hvort sem hann er öryrki eða ekki.
Í mínum huga er Sjálfstæðisflokkurinn ekkert anað en sérhagsmunasamband manna úr embættismannakerfinu og viðskiptalífinu, um það hvernig örugglega megi skipta köku þjóðarinnar á þann hátt að sem mest af kökunni lendi hjá þeim. Þetta lið er ekki að hugsa um okkar minnstu bræður og systur, ég held að það hafi komið alveg nógu vel í ljós á síðustu árum með öryrkjadómnum og öðru tilfallandi.
Valsól, 26.7.2009 kl. 08:57
Valsól, ég er ekki Sjálfstæðismanneskja, en það er Árni Páll sem að hefur komið fram í sjónvarpi nú hvað eftir annað og sagt að það þurfi að fylgja eftir meintu bótasvindli þeirrra sem að þiggja bætur frá Tryggingarstofnun og þeirra sem að eru á atvinnuleysisbótum.
Ef að þú hefur fylgst með fréttum undanfarið, ættir þú að vita þetta.
Sem betur fer er ég ekki pólitískt litblind og tek afstöðu til málefna en fer ekki eftir flokkslínum. Ég viðurkenni að ég kaus Samfylkinguna í síðustu kosningum og hef sjaldan séð eftir öðrum eins gjörningi.
Ríkisstjórn VG og Samfylkingar eru nú að leggja bifreiðagjöld á öryrkja, nokkuð sem að þeir hafa ekki þurft að borga í langan tíma. En þangað skal nú leita til að borga upp í sukk útrásarvíkinga, því að þangað má greinilega ekki leita peninganna, enda hefur Baugur hingað til stutt dyggilega við kosningasjóða Samfylkingarinnar.
Nei, ég get ekki stutt ríkisstjórn sem að svíkur kjósendur sína bak og fyrir.
Að við nefnum nú ekki svik VG við kjósendur sem að vissu ekki að þeir væru að kjósa um aðildarviðræður að ESB. Eru ekki reyndar ýmsir að segja sig úr þessum flokki nú............?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 12:57
Valsól, þú segir í þinni athugsemd hér að ofan:
"Þú ert í flokki sem hefur þá trú að hver eigi að hugsa um sig, og að séra Jón eigi ekki að þurfa borga fyrir jón út í bæ hvort sem hann er öryrki eða ekki." (leturbreyting mín)
Valsól mín, ég er ekki í neinum flokki. Ég er hvergi flokksbundin svo að það sé nú á hreinu.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 13:06
Valsól mín, ég er ekki í neinum flokki. Ég er hvergi flokksbundin svo að það sé nú á hreinu.
en þú talar eins og innmúraður sjálfstektarmaður.. svo hverju á maður að trúa ?
Óskar Þorkelsson, 27.7.2009 kl. 01:45
Ég get ekki að því gert en í hvert skiptið sem ég asnast til að horfa á eitthvað frá alþingi, þá finnst mér að ég sé að horfa á mynd um heilalausa geðsjúklinga...
DoctorE, 27.7.2009 kl. 10:42
... heilaþvegna og langkeypta rugludalla.
Og þetta er síðan það sem að syni mínum var boðið upp á umrædda helgi...................
25.7.2009 | 08:11
Eigum við einnig að borga tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta? - Mótmæli óskast.
Erum við sem sagt í leiðinni að borga tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta ofan á ríkisábyrgðir vegna IceSave? Við eigum að semja upp á nýtt, og láta þjóðarræningjana borga upp í IceSave - innistæðutryggingarnar. Núverandi samningur, sem gerir ráð fyrir því, að við almenningur eigum að borga sukkið og svínaríið hjá Sigurjóni Þ. Árnasyni, er handónýtur.
Ég er sammála Þórkötlu, sem gagnrýnir viðsnúning Láru Hönnu í tengslum við IceSave - samninginn, og einnig þeim lið sem snýr að því að Lára Hanna klippti viðtalið við Bjarna Ben., formann Sjálfstæðisflokksins, til, en viðtalið er hægt að finna hér, og lætur hann endurtaka sömu setninguna tvisvar, sum sé tekur hann fyrir.
Mér finnst þessi tiltekna færsla Láru Hönnu, sem má finna hér, algjörlega ómálefnanleg. ,,Lára Hanna, finnst þér sem sagt allt í lagi að skattpína þjóðina og samþykkja IceSave - samninginn, sem felur í sér afsal á fullveldi Íslands?
Eins og ég sagði áðan, og ég meina það, að við eigum að semja upp á nýtt, og láta þjóðarræningjana borga upp í IceSave - innistæðutryggingarnar. En það er þér greinilega á móti skapi, er það ekki, Lára Hanna?"
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Viðskipti og fjármál, Dægurmál, Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Noh..er bara verið að hjálpa mömmu sinni :) Svona mömmustrákar er svoooooo krúttlegir
Heiða B. Heiðars, 25.7.2009 kl. 12:08
Góður mömmudrengur. Æi dúlludúskurinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2009 kl. 12:46
Hvurslags sálarlíf er þetta eiginlega? Að þið skuluð ekki skammast ykkar þið tvær. Eruð þið fullorðnar manneskjur eða stelpur á gelgjunni?Ég á hreinlega ekki til orð Jesús minn!!!!!!!!!!!!
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 17:51