4.8.2009 | 21:53
Þegar vonleysið og kjarkleysið er orðið hugarfarið...........
Það er spurning hvort að það sé stóra hættan að fólk flytji hér af landi brott. Það er ábyggilega sárt fyrir flesta þá sem að yfirgefa landið, að yfirgefa skyldmenni sín í leiðinni. Þetta er ekki ákvörðun sem að fólk tekur í skyndi.
Þetta er ákvörðun sem að fólk tekur á þeim forsendum, að það eigi rétt á því að það sé komið fram við það á mannsæmandi hátt frá hendi stjórnvalda og því boðið mannsæmandi lífskjör. Hvorugu þessu er til að dreifa hér á landi nú og því ekki nema skiljanlegt að fólk flýi frá þessum ósköpum.
Í því efnahagsástandi sem að nú er hér á landi kýs forsætisráðherra að fara í frí, Hrannar aðstoðarmaður hennar hraunar sér yfir Evu Joly og Kristján Kristjánsson, almannahagsmunatengill, eða hvað þetta heitir nú allt saman innan þessa stjórnkerfis, kemur fram og segir að ríkisstjórnin geti ekki tjáð sig í útlöndum af því að hún sé svo ósammála um hvað eigi að segja.
Bankastjóri ríkisbankans Kaupþings, ráðinn af þessari ríkisstjórn, fær í gegn lögbann á fréttaflutning Ríkissjónvarpsins. Já lengi getur vont versnað hjá volaðri þjóð. Forseti vor er horfinn og blæs ekki kjark í þjóðina.
Ég hef oft sett hér fram spurninguna um hvers vegna fólk mótmæli ekki á Austurvelli.
Mannkynssagan hefur alla tíð gengið í bylgjum eins og allir vita, og spurning hvort að nú sé ekki kominn tími á íslenska þjóð? Íslensk þjóð, það sem er og verður eftir af henni, virðist ekki hafa nokkra löngun til að berjast fyrir þjóðerni sitt og framtíðarbúsetu sína hér, og maður spyr sig því: Hvað er þá eftir? Jú kannski að fara í Smáralindina og Kringluna............ á meðan þær fara ekki á hausinn.
Mesta hættan fólksflótti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.