9.8.2009 | 21:12
Eru FH-ingar að spila sitt versta tímabil? Magnús Gylfason viltu ekki leiðrétta þig aðeins?
FH tapaði fyrir KR- ingum í kvöld sem að voru að spila vel. Svolítið skrítið að heyra Magnús Gylfason segja að KR-ingar væru að spila sitt besta tímabil, á meðan að FH-ingar væru að spila sitt versta tímabil. FH-ingar hafa verið að spila skemmtilegasta fótboltann í allt sumar.
Bíðið við, eru það FH-ingar eða KR-ingar sem að eru með 10 stiga forskot í Pepsídeildinni? Magnús Gylfason viltu nú ekki aðeins leiðrétta þig fyrir Pepsí-mörkin í kvöld?
Langþráður sigur KR-inga á FH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verður að horfa raunsætt á þetta FH hefur verið yfirburðalið síðustu árinn,en KR hefur verið frekar magurt voru nærri fallnir 2007.Nú er Kr greinilega að toppa en FH að gefa eftir er gott fyrir fótboltan að fleirri lið blandi sér í toppbaráttunna og breiddin aukist.
Raunsær (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:29
Allir íþróttamenn hafa hingað til verið að tala um að FH væri langbesta liðið í Pepsídeildinni. Ósigur gegn KR og þeir eru allt í einu að spila sitt versta tímabil að mati Magnúsar Gylfasonar. Mjög athyglisvert.
Þó svo að KR-ingar séu að sækja í sig veðrið, þá er nú varla hægt að segja að þetta sé versta tímabilið hjá FH, eða er þetta dómgreindarskortur hjá mér?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:40
Hefur Maggi ekki sagt þetta í hitaleiksins átt við vesta tímabil FH síðustu árin?.En gleymdu því ekki að KR getur minnkað þetta í 7 stig eiga leik til góða en allar líkur eru á að FH vinni mótið.
Raunsær (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:47
Þórkatla, þú veist greinilega voðalítið. Það sem Magnús var að segja var það að FH eru búnir að vera að tapa óþarfa stigum og eru því á sínu versta tímabili í deildinni í sumar á meðan að KR eru búnir að spila glimrandi bolta upp á síðkastið og núna er þeirra besti kafli af sumrinu í gangi.
Fannar (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:48
Það breytir því ekki hvað Magnús Gylfa sagði og Raunsær, komandi leikir eru óskrifað blað. FH er eins og er með 10 stiga forskot.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:54
Fannar, gaman að sjá hvað þú getur rýnt vel inn í hugskot og hugsanir Mangúsar Gylfasonar.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:58
Ég skildi Magnús eins og að FH væri að spila sitt versta tímabil NÚNA (síðustu leiki) og eins væri KR að spila sinn besta bolta á tímabilinu núna. Þetta bara aðeins öfugt út úr honum greyinu :)
Jonathan (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 23:02
Tímabilið í fyrra hlýtur að hafa talist verra en þetta tímabil núna. FH-ingar unnu titilinn í fyrra í síðustu umferðinni þar sem Fram vann Keflavík og FH vann Fylki. Hvað varðar þetta tímabil núna á mótinu, þá voru FH-ingar að tapa í bikarnum, tapa deildarleik og miðað við tapið í fyrstu umferð ... þá er þetta þeirra versta tímabil í ár, en afskaplega stutt. Magnús Gylfa er heldur ekki sá skarpasti í boltanum eða lýsingunum...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 23:26
getur einhver sagt mér hvað magnús hefur gert eða afrekað til að fá að kallast sérfræðingur, einsog hann sjálfur kallar sig? hlýtur að vera kjánalegt fyrir marga að heyra hann blaðra svona um menn og lið þegar það er jafn auðvelt að stinga upp í hann. tek fram að ég er ekki fh-ingur
lalli (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 23:37
Jonathan, já ef að maður á að skilja hann eins og þú nefnir, þá er það kannski meira en AÐEINS öfugt, er það ekki? Hann verður nú að passa sig. Er hann ekki í íþróttalýsingu þar sem að hann á ekki taka persónulega afstöðu?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 23:59
Þetta er bara ofur einfalt Magnús hatar KR, gjörsamlega hatar þá eftir slæmu samverustundirnar sem hann átti með okkur. Hann getur og mun aldrei viðurkenna að KR séu með gott fótboltalið. Hann er svo vitlaus að hann viðurkenndi aldrei þó hann hafi þjálfað KR sjálfur.
Það er bara djöfulegt að stöð 2 láti mann lýsa leikjum hjá liði sem hann stendur í lögfræði stappi við.
Magnús er eingöngu sérfræðingur í dellu.
S. Lúther Gestsson, 10.8.2009 kl. 02:03
já talandi um persónulega afstöðu, þá sagði magnús gylfa eftir leikinn: "Nú erum VIÐ búnir að brjóta ísinn." óþolandi að hlusta á stuðningsmann annars liðsins vera að lýsa leiknum
runar (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 02:06
S. Lúther, ég verð að viðurkenna að ég get ekki séð að Magnús hati KR en þú veist kannski eitthvað sem að ég veit ekki. Sá ekki betur en að hann tæki eindregna afstöðu með KR í lok leiks. Það var fyrst og fremst það sem að mér fannst ámælisvert.
En í Guðanna bænum ekki fara að blanda hans einkalífi hér inn í og hvort að hann sé einhversstaðar í lögfræðistappi.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 03:39
runar, ég er algerlega sammála þér. Skil ekkert í Stöð 2 Sport.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 03:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.