Kaffisamsæti forréttindastéttar og nauðsynjar almennings.

Flokksgæðingamálin eru söm við sig, það breytist ekkert, en talandi um kaffisamsæti þá er ég að velta fyrir mér hvernig þeim sem að hafa þurft að leita til Fjölskylduhjálpar og Mæðrastyrksnefndar síðustu mánuði hafi reitt af síðustu vikurnar.

Þessir hjáparaðilar fólks sem að stjórnvöld þessa lands, m.a. hin "góðhjartaða" Jóhanna Sigurðardóttir hafa ekki séð nokkra ástæðu til að veita fjárhagslegan stuðning, eiga mikið hrós skilið. Þarna er unnið mikið og óeigingjarnt starf. Lokað hefur verið hjá Fjölskylduhjálpinni og Mæðrastyrksnefnd síðan í lok júní.

Allt starfið þarna unnið í sjálfboðavinnu. Fólk þarf jú sitt sumarfrí. Það verður opnað aftur á morgun, (eða í dag miðvikudag). Skyldi ekki allt verða fullt út úr dyrum...........?

Síðan er það umhugsunarefni út af fyrir sig að í þjóðfélagi 21. aldarinnar á Íslandi árið 2009, skuli vera þannig búið að fólki að fólk skuli ekki hafa í sig og á.

Svona er búið að láglaunastéttum þessa lands í dag og svo eigum við að taka á okkur Icesavebyrðarnar í þokkabót.


mbl.is Kaffisamsæti flokksgæðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband