24.8.2009 | 21:26
Icesave, sipp og hoj og úrræði KatrínarJakobsdóttur
Alveg merkilegt að hlusta á Katrínu Jakobsdóttur nú áðan að vera að tala um að ríkisstjórnin "sæi nú til lands" með Icesavemálið og "sæu nú sömuleiðis til lands" með afkomu bankanna. Nú væri sko kominn tími til að styðja við fjölskyldur í þessu landi.
Þúsundir manna hér á landi eiga ekki fyrir mat. Viðkomandi þarf að leita til hjálparstofnana. Ekki er ég að gera lítið úr þeirri starfsemi sem að er stórkostleg. En fyrir hvað erum við að borga með sköttunum okkar?
Það á hver einstaklingur fæddur hér á byggðu bóli rétt á því að hafa i sig og á, geta haft fyrir sínum mat og borgað prívat og persónulega.
En ríkisstjórnin er of upptekin við að bjarga fjárglæfra - og glæpamönnum.
Margar fjölskyldur gátu ekki borgað fyrir námsbækur og stílabækur barna sinna í dag.
Hvað ætlar þú að gera í þessu Katrín mín?
Einhverntímann fór maður í sipp og hoj, kíló og yfir eftir góðan skóladag. Hvað gera skólabörn í dag --- gráta?
Orðalag fremur en stór ágreiningsefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.