Hvurs lags kæruleysi er þetta eiginlega. Það hafa greinst fleiri hundruð tilfelli hér á landi og það er vitað að það eru ekki öll tilfelli skráð. Ég veit um marga mjög veika í sumar sem að létu ekki greina sig eða fengu jafnvel neitum um greiningu, þegar að þeir fóru fram á það.
Einkenni flensunnar fóru ekkert á milli mála.
Um 2000 manns hafa látist vegna inflúensunnar í heiminum. Ég hélt að bóluefnið væri fyrir hendi, það væri til í landinu. Við myndum að vísu þurfa að biðja um viðbótarmagn.
Svo var sagt í fjölmiðlum fyrir nokkrum vikum síðan.
Hvenær í sept. kemur bóluefnið, í byrjun mánaðar eða lok hans?
Þetta er Landlæknisembættinu til skammar sem að mér hefur fundist sýnt visst kæruleysi í þessu máli.
Fyrstu skammtarnir í september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:55 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kanski er verið að leita að bóluefni firrir ríkisstjórnina svo hægt verði að panta firrir skrílin.
Jón Sveinsson, 28.8.2009 kl. 01:02
Já þetta er visst sjónarmið Jón, ekki svo vitlaust.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 01:09
Heil og sæl; Þórkatla - sem og, þið önnur, hér á síðu !
Það er nú ekki; í fyrsta skiptið, sem þeir Matthías Landlæknir sofna, á verði sínum, svo sem. Ódöngunar; og óþrifa stofnun spillingar - sem flestar annarra.
Mestar, hefi ég áhyggjurnar, af börnum og yngra fólkinu, í þessu tilliti.
Sjáfur; ónáða ég einungis - tannlækni minn, sem augnlækni, öðru hvoru. Hina vil ég ei ónáða, enda,....... kominn yfir miðja öldina, og bara bærilga væri ég sáttur, hrykki ég upp af, á komandi árum - hávaða laust.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 02:05
Sæll Óskar,
Þú ert greinilega heppinn með þína heilsu. Ég hef t.d. miklar áhyggjur af syni mínum og já líka sjálfri mér, því að ég sé um heimili okkar sonar míns.
Þess vegna er ég reið út af þessu, já ég viðurkenni að ég er reið út af þessu.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 28.8.2009 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.