12.6.2009 | 13:10
Hrafnista Hafnarfirði og símkerfið.
Ég á aðstandanda á Hrafnistu Hafnarfirði. Réttara sagt aldraðan föður sem að verður 95 ára í næsta mánuði.
Símkerfið dettur þar reglulega út. Í gær og í dag hefur sambandið yfirleitt verið þannig að maður nær ekki inn, alveg sama hvað væri í húfi.
Þetta hefur gerst oft á tíðum, en nú 2 daga í röð, í morgun í tvígang. Það er í lagi í Hrafnistu í Reykjavík sem að prófaði að gefa samband við Hrafnistu Hafnarfirði en allt kom fyrir ekki.
Nógu mikið er tekið af heimilisfólki þarna, svo að það bætist nú ekki ofan á að maður geti ekki náð í aðstandanda sinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 12:01
Valtýska í nýrri mynd.
![]() |
Ríkissaksóknarinn hyggst ekki víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 11:42
Subbuskapur - framhald.
Ætlar þetta engan endi að taka. Duglegir við subbuskapinn.
Einar Karl á tvöföldum launum hjá ríkinu
Einar Karl Haraldsson, nýráðinn almannatengslaráðgjafi Landsspítalans, þiggur biðlaun sem fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra auk þess að þiggja verktakagreiðslur frá Landsspítalanum. Þetta staðfestir Einar í samtali við Vísi.
Einar Karl var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi iðnaðarráðherra, þar til hann lét af embætti þann 10. maí. Einar á lögum samkvæmt rétt á biðlaunum í þrjá mánuði eftir að hann lætur af starfi, eða fram í ágústmánuð. Hverfi hann til annars starfs á vegum ríkisins innan þess tíma falla biðlaunin hins vegar niður.
Einar Karl var nýverið ráðinn til Landsspítala Íslands til að festa í sessi nýtt vinnulag á sviði almannatengsla. Þar hefur hann störf 1. september. Fram að þeim tíma þiggur hann verktakagreiðslur á meðan hann undirbýr vinnuna framundan. Verktakagreiðslurnar bætast við biðlaunin, sem ella hefðu fallið niður.
Aðspurður hverju þetta sæti segir Einar að hann hyggist taka sér langt sumarfrí og sé einfaldlega í tímavinnu sem verktaki við að átta sig á hlutunum og undirbúa haustið.
Það er ekki gott að koma einu skrefi á eftir inn í þetta. Ég tel algjörlega nauðsynlegt til að maður geti tekið lotu með [nýrri framkvæmdastjórn Landsspítalans] í haust að maður viti hvað þau eru að hugsa," segir Einar og segist aðspurður ekki telja óeðlilegt að hann þiggi bæði verktakagreiðslur og biðlaun hjá hinu opinbera.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Albesta blogg í langan langan tíma. Hef ekki frekari orð um þetta aldrei þessu vant. Jónas Kristjánsson 11.06.09. http://www.jonas.is.
2009-06-11 Punktar
Sértæk heyrn valdamanna Ráðamenn ríkisins og stofnana þess vilja ekki heyra það, sem Eva Joly segir. Þeir heyra ekki, að hún vill, að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari víki úr embætti. Þeir heyra bara, að hann eigi að víkja sæti í málum saksóknara í málum bankahrunsins. Þeir heyra ekki, að hún vill, að skipaðír verði þrír sérstakir saksóknarar, einn fyrir hvern banka. Þeir heyra bara, að fjölga beri fólki í rannsókn bankahrunsins. Með allri þessari misheyrn komast ráðherrar, embættismenn og rannsóknamenn að þeirri niðurstöðu, að þeir séu sammála Evu Joly. Í rauninni eru þeir að reyna að bola henni frá rannsókn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 04:32
Forkastanlega ummæli Þórs Saari í garð námsmanna.
Þetta er tilvitnun úr nýjustu bloggfærslu Þórs Saari. Alveg forkastanleg ummæli í garð námsmanna. Jæja það var ágætt að þú afhjúpaðir þig tímanlega. Ég var nefnilega rétt að byrja að fá traust á þér en, takk kærlega fyrir mig, eða öllu heldur fyrir hagsmuni námsmanna, eða þannig:
"Það er greinilega mikill baráttuandi í fólki þó ekki væru mjög margir og stemningin var góð. Það var eftirtektarvert að af um þrjátíu þúsund nemum í framhalds- og háskólum landsins mættu um 15 til 20 til þáttöku í skipulögðum mótmælum stúdenta. Ekki veit ég af hverju þetta er, en stúdentar virðast bara almennt ekki hafa nokkurn áhuga á heiminum í kringum sig (sem er kannski alveg eins gott) sem ber saman við upplifun okkar úr háskólunum í kosningabaráttunni. Hugsjónir, réttlætiskennd, sannfæring, sjálfstraust, hvert fór það? Ég veit það ekki, kannski bara á Dóminós og Skjá Einn."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað skyldu öll þessi ósköp kosta okkur almúgann? Það er af einhverju að menn og konur fórna lífsafstöðu og/eða hugsjón fyrir þingsæti. Mér verður alvarlega flökurt. Skyldi Sigmundur Ernir ekki finna til neinnar ælupestar núna?
Tekið af síðu Alþingis:
Starfskjör - yfirlit
Upplýsingar um starfskjör
Allar upplýsingar um starfskjör alþingismanna eru veittarle á fjármálaskrifstofu og skal hafa samband við aðstoðarskrifstofustjóra (rekstur) eða forstöðumann fjármálaskrifstofu um þau mál, sími 563 0913.
Starfsfólk fjármálaskrifstofu hefur aðsetur í Kirkjustræti 8b (Blöndahlshúsi).
Fjármálaskrifstofan gerir rekstrar- og framkvæmdaáætlanir, hefur umsjón með bókhaldi, ferðaheimildum og ferðauppgjöri, auk móttöku og greiðslu reikninga. Fjármálaskrifstofa heldur utan um starfsmannamál og launavinnslu.
Þingfararkaup og þingfararkostnaður alþingismanna
Kveðið er á um laun og önnur kjör alþingismanna í lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995 með síðari breytingum. Samkvæmt lögunum úrskurðar Kjararáð um föst laun alþingismanna, þingfararkaup.
Forsætisnefnd ákveður hins vegar álag á þingfararkaup fyrir formennsku í nefndum og þingflokkum og einnig fjárhæð allra fastra greiðslna þingfararkostnaðar (húsnæðis- og dvalarkostnaðar, ferðakostnaðar í kjördæmi og starfskostnaðar). Þá setur forsætisnefnd nánari reglur um greiðslur, bæði fastar og breytilegar (þ.e. eftir reikningum). Nákvæmar upplýsingar um þessar greiðslur er að finna í reglum um þingfararkostnað.
Ferðakostnaður innan lands
Auk fastrar greiðslu fyrir ferðakostnað í kjördæmi eiga þingmenn rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Alþingis á eigin bifreið eða með almenningsfarartækjum. Sérstakt ákvæði er um þingmenn sem búa utan Reykjavíkur og aka daglegt til og frá vinnustað. Sbr. reglur um þingfararkostnað.
Húsnæðis- og dvalarkostnaður
Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi.get Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag. Reglur um álagið er að finna í reglum um þingfararkostnað sbr. 3. mgr. 2. gr. Sérreglur eru um greiðslur til þingmanna er búa utan Reykjavíkurkjördæma- suður og norður og Suðvesturkjördæmis og aka daglega milli Alþingis og heimilis sbr. 3. mgr. 4. gr. reglna um þingfararkostnað.
Símakostnaður
Samkvæmt 9. gr. laga um þingfararkaup á alþingismaður rétt á að fá endurgreiddan símakostnað sem tengist þingstörfum hans.
Auk símakostnaðar á skrifstofu á alþingismaður rétt á að fá endurgreiddan kostnað við síma á heimili og starfsstöð.
Þingmaður getur fengið endurgreiddan kostnað við kaup á GSM-síma, allt að 20 þús. kr. Þá er greitt fyrir notkun á farsímum.
Ferðakostnaður erlendis
Almenna reglan er að ferðakostnaður er greiddur í samræmi við reglur um greiðslu ferðakostnaðar á vegum ríkisins sem ferðakostnaðarnefnd gefur út og birtar eru í Lögbirtingablaði. Alþingismenn eiga þó rétt á að fá greiddan gistikostnað (hótelherbergi) og 50% fullra dagpeninga til viðbótar. Þá er tekin staðgreiðsla skatta af hluta greiðslunnar samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra.
Þingmaður skal greiða ferðir til og frá flugvöllum heima og erlendis af dagpeningum. Starfsfólk fjármálaskrifstofu gerir ferðareikning í lok ferðar.
Starfskostnaður:
Samkvæmt 9. gr. laga um þingfararkaup eiga alþingismenn rétt á að fá endurgreiddan kostnað sem hlýst af starfi þeirra. Hámark slíkrar greiðslu er nú 796.800 kr. á ári.!!!!!
Í 9. gr. reglna um þingfararkostnað eru nánari upplýsingar um starfskostnað og hvað fellur þar undir.
Fundir, ráðstefnur, námskeið o.fl. á eigin vegum
Þingmaður getur sótt fundi, ráðstefnur, námskeið o.fl. án þess að slíkt sé beinlínis á vegum Alþingis. Starfskostnaði er m.a. ætlað að standa undir slíkum útgjöldum.
Tryggingar
Allir alþingismenn eru tryggðir hjá Vátryggingafélagi Íslands. Almenn slysatrygging er í gildi allan sólarhringinn, þ.e. dánarbætur fyrir slys og örorkubætur fyrir örorku. Ferða- og sjúkratrygging og farangurstrygging eru í gildi á ferðalögum erlendis. Nánari upplýsingar eru veittar á fjármálaskrifstofu.
Starfskjör varaþingmanna
Varaþingmaður fær greitt þingfararkaup og aðrar fastar greiðslur þingfararkostnaðar, þ.e. húsnæðis- og dvalarkostnað, ferðakostnað í kjördæmi og starfskostnað sem hlutfall mánaðargreiðslna eftir því hve lengi þingsetan varir. Heimilt er að greiða dvalarkostnað í Reykjavík í stað fastrar greiðslu húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þá fær varaþingmaður endurgreiddan ferðakostnað til og frá heimili og póst- og símakostnað tengdan þingstörfum. Nánari reglur er að finna í lögum um þingfararkaup, III. kafla.
Hvernig er greitt?
Mánaðarlegar greiðslur þingfararkaups og þingfararkostnaðar eru afgreiddar af fjármálaskrifstofu, Blöndahlshúsi. Þangað skal senda reikninga og akstursdagbækur fyrir kostnaði, ásamt tilheyrandi upplýsingum. Skrifstofan tekur við greiðslubeiðnum og annast reikningagerð. Að jafnaði er ferðakostnaður innan lands, símakostnaður og annar tilfallandi kostnaður afgreiddur innan þriggja daga eftir að beiðni er lögð fram. Greiðsla er lögð á bankareikning þingmannsins.
Skattskylda
Að frátöldu þingfararkaupi og starfskostnaði eru allar greiðslur til þingmanna fyrir kostnaði sem hlýst af þingsetu undanskildar tekjuskatti. Ef útgjöld, sem tengjast starfskostnaði, eru studd reikningum koma þau til lækkunar á skattstofni.
Biðlaun
Alþingismaður, sem hefur setið á Alþingi eitt kjörtímabil eða lengur, á rétt á biðlaunum er hann hættir þingmennsku. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi, sem í apríl 2009 eru 520.000 kr. á mánuði, og greiðast þau í þrjá mánuði en í sex mánuði eftir þingsetu í tvö kjörtímabil eða lengur. Taki þingmaður, sem fær biðlaun, við starfi meðan þeirra nýtur falla þau niður ef launin er starfinu fylgja eru jafnhá en ella skerðast biðlaunin sem laununum nemur.
Lífeyrisréttindi
Frá 25. apríl 2009 fer um lífeyrisrétt alþingismanna eftir lögum nr. 1/1997 um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þeir alþingismenn sem öðluðust eftirlaunrétt skv. lögum nr. nr. 141/2003 fyrir þann tíma halda þegar áunnum réttindum.
Ferðapantanir og afgreiðsla dagpeninga:
Skrifstofa forseta Alþingis annast ferðapantanir og umsóknir um ferðaheimildir og dagpeninga. Þessi verkefni eru á hendi fulltrúa. Ferðaáætlun er ákveðin hverju sinni í samráði við alþjóðaritara með hliðsjón af dagskrá og hagkvæmni. Vilji þingmaður gera breytingar á ferðaáætlun sinni hefur hann samband við fulltrúa á skrifstofu forseta Alþingis sem sér um þær. Hafi breyting samkvæmt persónulegum óskum kostnaðarauka í för með sér er hann borinn af þingmanni.
Dagpeningar eru lagðir inn á bankareikning þingmanns.
Að ferð lokinni afhendir þingmaður viðeigandi gögn, farseðil og hótelreikninga, svo að hægt sé að ljúka uppgjöri. Fjármálaskrifstofa annast uppgjör.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 01:15
Bíbí "okkar" og Tryggvi.
Þrautseigur hópur, námsmenn. Dáist að Þorvaldi Þorvaldssyn og öllum hinum. Hvernig skyldu þingmönnum líða í dag þegar að þeir mæta til starfa, og mæta kjósendum sínum í tjöldum á Austurvelli?
Fáránlegt að sjá Tryggva Þór Herbertsson þarna fá sér að borða, en virkilega gaman að sjá Bíbí "okkar" Ólafsdóttur standa þarna og mótmæla. Kröftug kona sem að gefst aldrei upp. Það mættu margir Íslendingar taka hana sér til fyrirmyndar. Hún fer og mótmælir.
Vona samt að kreppan sé ekki farin að herpast svo kyrfilega að þingmönnum að þeir eigi ekki lengur fyrir mat.
Ég get hreinlega ekki ímyndað mér hvaða skandall kæmi frá þessu fólki ef að það væri svangt í þokkabót.
![]() |
Ætla að sofa í tjöldunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 00:54
Dómarinn og böðull hans. "Áramótaskaupið" á ÍNN!
Ég hef verið að horfa á endurtekinn Hrafnaþingsþátt frá því fyrr í kvöld. Þarna eru að ræða saman Sigmundur Ernir og Guðlaugur Þór. Þetta er með kostulegri þáttum sem að ég hef séð.
Sigmundur vill engar skattahækkanir en Ingvi Hrafn nefnir að framundan sé hækkun matarskatts, já segir Sigmundur einhversstaðar verða peningarnir að koma frá.
Sigmundur afsakar 5,5 % vextina á Icesaveláninu næstu 7 árin. Ekkert mál.
Guðlaugur Þór situr þarna á móti Sigmundi engjast sundur og saman í stólnum, sallarólegur, með stríðnisglampa í augum.
Svo fengum við líka að vita í þættinum að engir stjórnarliðar fá að sjá samninginn um Icesave sem að Alþingi mun samþykkja í næstu viku. Skipun frá Hollendingum. Stjórnarliðar eru sem sagt að fara að samþykkja samning sem að þeir hafa aldrei séð.
Ingvi Hrafn segir að við verðum á galeiðuskipi næstu árin, eins og ég hef oft nefnt í blogginu mínu. Hann spurði Sigmund hvort að við ættum að hengja okkur eða skjóta. Það komu engin svör frá Sigmundi nema það að hann samdi vísu í auglýsingahléinu.
Guðlaugur Þór lék sitt stjórnarandstöðuhlutverk alveg listavel, hann ætti að fá Nóbelinn.
Ef að það væri ekki júní og íbúar þjóðarinnar orðnir þrælar upp til hópa, hefði ég haldið að þetta væri áramótaskaup.
Já og svo Sigmundur, það verða skattahækkanir samþykktar á ríkisstjórnarfundi í dag, allavega hefur það verið kyrfilega boðað..............
Mikið óskaplega sakna ég Spaugstofunnar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2009 | 17:56
Allah ahkbar, halelúja, amen..........
Alveg dásamlegt, Bolli, Baldur og Valtýr neita að hætta. Alveg dásamlegt, það á sem sagt ekkert að spyrja okkur, þjóðina.
Hver er réttarstaða þjóðarinnar gagnvart þessum mönnum?
Við gleymdum einu boðorðinu: Þú skalt ekki gera illa við klíkubróður þinn.
![]() |
Neituðu að hætta störfum fyrir ríkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2009 | 17:48
Eva Joly og Fangavaktin á Stöð 2.
Þetta segir Jónas Kristjánsson í nýjustu bloggfærslu sinni:
"Ragna slátrar stjórninni
Ég skil ekki, hvers vegna Björn Bjarnason er dómsmálaráðherra í vinstri stjórninni undir dulnefninu Ragna Árnadóttir. Ragna var ráðuneytisstjóri dómsmála hjá Birni. Hún er skemmdarverkamaður, sem grefur beinlínis undan ráðgjafanum Evu Joly. Hefur mánuðum saman tregðast við að gera það, sem frá upphafi hefur verið vitað, að gera þyrfti. Gengur svo lítið til móts við óskir Joly, að fyrirfram er vitað, að hún sættir sig ekki við það. Kominn er tími til að spyrja Jóhönnu og Steingrím, hvað Ragna Árnadóttir sé að gera í þessari ríkisstjórn. Ætla þau að leyfa henni að slátra ríkisstjórninni?"
Eigum við ekki að "skoða" þetta aðeins, Jóhanna?
Núna fer maður að fara í bænastellingar nokkrum sinnum á dag og biður fyrir Íslandi. Er Guð búinn að gleyma íslenskri þjóð?
Já og hvernig væri að Steingrimur J. myndi "leika" fangelsisstjórann í Fangavaktinni sem að verður sýnd á Stöð 2 í haust?
Hann þyrfti varla að fara í smink til að verða Georg Bjarnfreðarson. Sem formaður félags fanga verður Georg fljótlega fangelsisstjóri.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar