9.6.2009 | 18:08
Þræla"nýlenda" Jóhönnu og Steingríms.
Er nokkur furða þó að fólk leggi á flótta. Við hin sem að getum ekki hreyft okkur, erum og verðum fangar og þrælar í galeiðuskipi Jóhönnu og Steingríms næstu árin, nema að við gerum eitthvað í málunum.
Þau segja okkur hvernig þau ætla að hafa hlutina og við eigum að hlýða. Skattahækkanir framundan í lok vikunnar.
Persónulega finnst mér eftir að hafa hlustað á Sigmund Davíð síðustu daga, hann hafi unnið gífurlega á. Því ekki að gefa honum tækifæri, en til þess þarf auðvitað kosningar...... aftur, en ég held svei mér þá að það yrði þess virði.
Það gæti ekki orðið verra en þau ósköp, sem að Steingrímur og Jóhanna "hin ósýnilega" eru að framkvæma.
![]() |
Sturla heldur til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.6.2009 | 07:50
Málþóf?
![]() |
Semja verði að nýju um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2009 | 07:42
Herfileg mistök reyndrar fréttakonu Þóru Arnórsdóttur.
Af hverju í ósköpunum var ekki einu sinnt gerð tilraun til að fara dómstólaleiðina í þessu máli? Það er vitað mál að það var ekki gert.
Þessar Icesaveskuldbindingar er ég held það sem að fyllir mælinn nú hjá íslenskri þjóð, þótt svo aðdragandi hafi verið að honum.
Það sem að stendur upp úr í því máli nú er, að Steingrímur J. laug að íslenski þjóð og Alþingi nokkrum dögum fyrir samning og sagði að það væri ekkert í gangi nema viðræður. Slík framkoma gagnvart þjóð og þingi er forkastanleg.
Í Kastljósi gærkvöldsins mátti maður horfa upp á furðuleg vinnubrögð fréttakonunnar Þóru Arnórsdóttur sem að leyfði Steingrími að mala linnulaust, til að byrja með talaði hann í 10 mínútur án þess að Sigmundur fengi að komast að.
Loksins þegar Sigmundur fékk að komast að, voru eilíf framígrip hjá fréttakonunni, en Steingrímur fékk áfram að mala og mala.
Miðað við það um var að ræða fréttaskýringu um eitt af alvarlegri atburðum Íslandssögunnar, ef svo fer fram sem horfir, þá stóð Þóra sig þarna afar illa og þarf vonandi ekki að horfa á þetta viðtal nema einu sinni, til þess að læra eitthvað af því.
Ef að hún gerir það ekki, þá mæli ég með því að næsti fréttastjórnandi í Kastljósi um Icesavemálið, verði einhver sem að tekur hlutlaust á málunum.
Vinstri slagsíðan var þarna aðeins of mikil....................
![]() |
Útlánin eiga að greiða Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.6.2009 | 16:46
100 á Austurvelli?
Þarna vorum við mæðginin að mótmæla, sonur minn situr þarna á bekknum en ég aðeins fjær. Það voru miklu fleiri en 100 manns á mótmælunum, nokkur hundrað ef ekki eitt þúsund þegar að flest var.
Baugslygin eina ferðina enn. Sömu lygina hlustaði ég á, kl 4.00 á Bylgjunni.
Þessar handtökur hafa gengið afskaplega rólega fyrir sig, ég stóð fremst á tímabili, og sá jú einhverja lögreglumenn tala við einhverja menn sem að lömdu á hurðir og glugga. Það var allt og sumt.
100 á Icesave-mótmælum
Hundrað manns eru mættir á Austurvöll til þess að mótmæla Icesave-samkomulaginu sem var undirritað á miðnætti aðfaranótt laugardags.
Samkomulagið verður kynnt fyrir þingheimi í dag en það er fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon sem kynnir það.
Þegar hafa 13000 þúsund manns skráð sig í Facebook-hóp sem mótmælir samkomulaginu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2009 | 09:20
Austurvöllur kl. 14:50.
1. kafli AGS lánið.
2. kafli Icesave
Á íslensku myndi þetta heita að við ættum að þegja, hlýða, borga og vera góð. Enn meiri álögur munu koma "og det hele".
Við eigum helst ekki að hafa skoðun, því að Steingrímur og Jóhanna eru búin að ákveða þetta allt fyrir okkur.
Austurvöllur í dag kl. 14:50
![]() |
Spara 170 milljarða á þremur árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2009 | 01:18
Harðsvíruð kommúnísk landráðastjórn er hér við völd!
Hvenær í ósköpunum er eiginlega komið nóg? Við erum í raun nú með okkar síðasta tækifæri í höndunum til að taka af skarið og gera eitthvað í málunum.
Við verðum að horfast í augu við það, að nú er við völd harðsvíruð kommúnistastjórn sem að mun einskis svífast. Það sýna verk hennar heldur betur síðustu daga.
Tek það fram að ég batt vonir við þessa ríkisstjórn, en ég er ekki í afneitun, framtíð íslenska lýðveldisins er í húfi, hvorki meira né minna.
![]() |
Boða til fundar um greiðsluverkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.6.2009 | 23:23
Æi, Obama.......
Æi Obama, eins og ég hef borið mikla virðingu fyrir þér fram að þessu. Í guðanna bænum ekki þessi fáránlegheit.
Fallið er oft harkalegra en upphefðin. Please stop it. Ef einhver er að reyna að sitja um líf þitt, gerir hann það ábyggilega á mun ísmeygilegri máta.
Núna féllstu um margar stjörnur hjá mér. Reyndu nú að pikka einhverjar til baka. (ekki endilega frá mér, heldur líka frá mörgum öðrum, sem að ég veit að hafa nú orðið fyrir miklum vonbrigðum).
![]() |
Obama var með smakkara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2009 | 01:05
1. greiðsla hversu há?
Ég stóðst ekki mátið, að sjálfsögðu þarf maður að tjá sig um Icesave enda tilefni til. Svör Jóhönnu svo við tillögum Framsóknarmanna um skuldaniðurfellingu, eru svo kapítuli út af fyrir sig.
Fyrsta greiðsla eftir 7 ár. Þangað til hlaðast himimháir vextir á ósköpin.
Mig langar að spyrja, hversu há verður 1. greiðsla per mannsbarn eftir 7 ár?
Þar sem að ég er enginn rosalegur stærðfræðingur væri "gaman" ef einhver fróður gæti slegið þetta inn í calculeiterinn hjá sér.
Fyrirtækin og heimilin verða þá fyrst að byrja að rétta úr kútnum eftir núverandi kreppu, ef að þau gera það á annað borð.
![]() |
50 milljarðar á reikningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2009 | 00:27
Magabólgurnar mínar og mistökin hans Ögmundar.
Það eru allir að fjalla um Icesave málið núna og ég ætla ekki að bæta þar neinu við. Mig langar hins vegar að spyrja hvort að það séu einhverjir þarna úti sem að hafa lent í svipuðu og ég.
Svo er mál með vexti að ég hef þurft að taka inn Nexiumtöflur sem að eru lyf við magabólgum og bakflæði. Þetta hef ég þurft að gera í 7-8 ár. Þó svo að þær hafi verið dýrar, um 5000 kr á mánuði fyrir 28 töflur, þá hefur maður látið sig hafa það, því að þær gerðu sitt gagn.
Nú fyrir nokkru skipti Ögmundur Jónasson þessum töflum út í sparnaðarskyni fyrir Omeprazol Actavis, helmingi ódýrari töflur fyrir þann sem að þarf að nota þetta á annað borð.
Eftir um hálfan mánuð eftir að ég fór að taka þessar töflur inn, fer ég að verða vör við mikla bakflæðisverki og magasviða. Þegar ég fékk tíma hjá lækni hafði ég ekki getað borðað neitt að ráði í eina og hálfa viku, verkirnir að drepa mig og lítill var svefninn.
Þann 25. maí fæ ég síðan tíma hjá heimilislækni sem að sagði mér að það væri heppilegt, að það væru töflur sem að heita Pariet, sem hún sagði að ættu að virka svipað og Nexium, sem að væru á tilboði út maí, meira að segja ódýrara en Nexium. Hún sagðist ekki vita hvað tæki við í júní.
Ef að eitthvað er, þá eru þessar töflur að virka mun betur en Nexium og þá er nú mikið sagt. (enda hef ég lítið gert annað en að borða síðustu vikuna)
Ef að ég myndi kaupa Nexiumpakka, 28 töflur út úr apóteki gegn lyfseðli í dag, þyrfti ég að borga fyrir þær 18 000 kr.
Mér finnst helv.... hart ef að maður þarf að fara að eltast við tilboð á almennilegum magatöflum til að geta borðað, vera ekki kvalinn, geta sofið og geta tekið þátt í athöfnum daglegs lífs.
Ég veit að ég er ekki sú eina sem að hef lent í þessu, því þætti mér vænt um að heyra frá einhverjum ykkar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar