Það er skrítin yfirskrift Illuga Jökulssonar í einu bloggskrifa sinna í DV í morgun. (Hann er búinn að eiga 2 skrif síðan þá, þegar að þetta er ritað).
Hann ritaði í morgun húrra fyrir því, að nú skuli loksins verið að gera eitthvað af hendi ríkisstjórnarinnar, jafnvel þó að það sé í formi skattahækkana. Aðalrökstuðningur hans er að Sjálfstæðismenn komu aldrei þessum skattahækkunum í verk og því er þetta flott.
Ég hefði ritað húrra fyrir því, ef að boðað hefði verið, að nú ætti að ná í peninga okkar landsmanna í skattaskjól, en leyfi er nú búið að fá fyrir þeirri framkvæmd, og Eva Joly væri með í för.
Ég hefði líkað hrópað húrra fyrir því, að nú væri loksins búið að koma útrásarvíkingunum hingað til lands í handjárnum, eignir þeirra kyrrsettar, síðan seldar og við "almenningur" fengjum smá gróða af því.
Éf hefði einnig, í framhaldi af því, hrópað húrra fyrir því að okkur almenningi yrði tilkynnt, að lítið sem að ekkert yrði úr niðurskurði, þar sem að fjárglæframennirnir hefðu verið sóttir til saka og þeim ætlað að skila þeim nokkur þúsund milljörðum sem að þeir skulda þjóðinni samtals, eftir að þeir hreinsuðu bankana innan frá.
Þar innifalið er skuld Seðlabankans/Davíðs Oddssonar, sem að lánaði bönkunum fleiri hundruð milljarða án veða, vitandi um hvað væri framundan.
Þá gætu einstæðar mæður, öryrkjar, atvinnulausir og fleiri sem að um sárt eiga að binda, haft eitthvað til að hlakka til.
En þar sem að þú Þór Saari, ert eina vonarstjarna svo margra hér á bloggskrifunum (ekki mín), í íslenskri pólitík nú um stundir, hvernig væri þá að þú gengir í þetta verk? Íslensk heimili og fyrirtæki eiga ekki marga blóðlítra eftir.