Austurvöllur fyrr (ja svona í febrúar-mars), og nú.

Var að vafra um netið og fann þá þetta af tilviljun.

Vill einhver segja mér hvað hefur breyst? Er fólk orðið svo vonlaust að það treystir sér ekki lengur í mótmæli eða er það eitthvað annað?

Hvar eru hin svokölluðu óflokkspólitísku samtök eins og þau kalla sig, (eða kölluðu sig) Raddir fólksins, nú niðurkomin?

 

Austurvöllur 14. mars:
Mótmælafundur á Austurvelli 14. mars kl. 15:00.
Frystum eignir auðmanna, afnemum verðtryggingu og færum kvótann aftur til þjóðarinnar.

Laugardagur 14 mars 2009 – Austurvöllur

Mars 12th, 2009

Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 14. mars. Þetta er 23. vika útifundanna og 29. fundurinn á Austurvelli.

Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar aðför bankastjórna, fjárglæpamanna og stjórnmálamanna að sjálfstæði þjóðarinnar.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

  1. Frystum eignir fjárglæpamanna
  2. Afnemum verðtrygginguna
  3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

Ræðufólk dagsins er:

  • Hjálmar Sveinsson, útvarpsmaður
  • Aðalheiður Ámundadóttir, laganemi

Fundarstjóri: Gunnar Sigurðsson

ritstjorn Útifundir

#22 - Laugardagur 7. mars

Mars 10th, 2009

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 7. mars 2009. Þetta er 22. vika útifundanna og 28 mótmælafundurinn á Austurvelli undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

  1. Frystum eignir fjárglæpamanna
  2. Afnemum verðtrygginguna
  3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki þjóðhollra Íslendinga sem blöskrar aðför bankastjórna, fjárglæpamanna og stjórnmálamanna að sjálfstæði þjóðarinnar.

Af gefnu tilefni frábiðjum við okkur að vera bendluð við það ólýðræðislega flokksræði sem ræður ríkjum á Alþingi. Framtíð landsins byggist á því að þjóðin hreinsi til á þingi og í stjórnkerfinu. Flokkakerfið hefur brugðist og nú verður að skrifa nýja stjórnarskrá með breyttum pólitískum leikreglum.

Í undanfara síðustu stjórnarskipta fóru talsmenn Radda fólksins á fund forseta Íslands með kröfu um utanþingsstjórn. Í kjölfarið fengu Íslendingar ríkisstjórn þar sem tveir af tíu ráðherrum, viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra, eru fulltrúar hugmynda samtakanna. Þessir umræddu ráðherrar eru óumdeildir mannkostamenn með mikla þekkingu á sínum málaflokkum.
<!--[endif]-->

Ræður:

  • Carlos Ferrer, guðfræðingur og kennari
  • Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur

Fundarstjóri: Hörður Torfason

ritstjorn Útifundir

#21 - Laugardagur 28. febrúar

Febrúar 27th, 2009

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir 27. mótmælafundinum á Austurvelli laugardaginn 28. febrúar n.k. kl. 15:00. Yfirskrift fundarins er Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar eru skýrar:

1. Frystum eignir “útrásarvíkinganna”
2. Afnemum verðtrygginguna
3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

Talsmenn Radda fólksins áttu fund með dóms- og kirkjumálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, miðvikudaginn 25. febrúar sl. Tilefni fundarins var að kynna kröfu hreyfingarinnar, um frystingu eigna “útrásarvíkinganna”, fyrir ráðherra.

Á fundinum fóru fram ítarleg og hreinskiptin skoðanaskipti um málið. Ráðherra tók fram að sérstakur saksóknari hefði lagaúrræði til að frysta eignir “útrásarvíkinganna” og vilji væri fyrir hendi hjá ráðuneytinu að afgreiða tilskylda rannsóknarvinnu fljótt og vel.

Ræður:

• Valgeir Skagfjörð, leikari og leikstjóri
• Heiða Björk Heiðarsdóttir.

Fundarstjóri: Hörður Torfason

 


Bensínverð og engar atvinnuleysisbætur fyrr en þriðjudaginn 2. júní.

Nú verðum við bifreiðaeigendur að taka höndum saman og leggja bílnum eða keyra sem allra allra minnst. Ég kaupi bensín ýmist hjá OB bensíni hjá Fjarðarkaupum eða Atlantsolíu hjá Kaplakrika.

Maður er að borga 162-163 kr fyrir lítrann á þessum stöðum sem að eru ódýrastir. Borgar sig ekki bara orðið fyrir hjón með eitt barn, að það sé ein fyrirvinna og spara sér þannig akstur til og frá vinnu, plús greiðslu fyrir barnið á leikskóla? Það er nú orðið helv... hart, fólk sem að sér nú þegar ekki út úr ógöngunum.

Enn og aftur eru barnafjölskyldur aðalfórnarlömbin í niðurskurðinum. Finna þessir háu herra virkilega enga hvöt til þess að taka til í sínum ranni?

Hvar er Hörður Torfa nú og spjöldin "vanhæf ríkisstjórn"? Það er sem sagt allt í lagi að fólk svelti svo framarlega að það sé í boði Samfylkingar og VG?

 RÚV og Stöð 2: Það sveltur fólk í þessu landi. Hvers vegna eruð þið hætt að tala um það?

Já og nota bene, það munu engar atvinnuleysisbætur verða greiddar út fyrr en þriðjudaginn 2. júní vegna Hvítasunnuhelgar bara svo að það sé á hreinu. Atvinnulausir þurfa sem sagt ekkert að borða þangað til.


mbl.is Álögur á eldsneyti og áfengi hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingvilji fyrir ESB viðræðum

Eitthvað virðist vera að gerast í ESB málinu innan þingflokkanna. Það er einfaldlega gott mál og mér fannst Steingrímur J. svara mjög málefnalega og vel í þessu svari sínu.

Ágreiningurinn virðist snúast um nú, hvernig eigi að standa að umræðunum, en ekki hvort.

Það er óskandi að þingflokkunum gangi vel í framhaldinu.


mbl.is Minni ágreiningur en ætla mátti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Barcelona aðdáendur!

Maður liggur hér í taumri flensu eina ferðina enn Blush en ég náði þó að fylgjast með úrslitaleiknum í gærkvöldi svona að mestu leyti.

Það var eins og það væri komin einhver þreyta í Manchesterliðið. Það er komin um ein og hálf til tvær vikur síðan, að þeir tryggðu sér Englandsmeistaratitilinn og það var eins og einhver værukærð hafi gripið mannskapinn.

Samt er það engin afsökun fyrir því að liðið var að leika afar lélegan leik í gærkvöldi. Það var svona aðeins að Ronaldo ætti einhver tilþrif. Meira var það ekki.

Sem Manchestermanneskja er ég ekki sátt við mitt lið Frown en til hamingu Barcelona aðdáendur.Smile


mbl.is Ferguson: „Sigraðir af betra liði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

American Idol 8 - Adam Lambert with Queen og Adam Lambert- New Years Eve 2008

Um daginn var mér sagt af starfsmanni Stöðvar 2, að endursýning á úrslitaþætti American Idol yrði sýndur laugardaginn 23. maí á Stöð 2 Extra. Ég setti þetta inn á bloggið mitt en svo reyndust þær upplýsingar sem að ég hafði fengið, rangar.

Allt önnur endursýning á American Idol fór í loftið. Undanúrslitaþátturinn sýndist mér. Biðst ég velvirðingar á því.

Á eftirfarandi myndskeiði mjá sjá Adam Lambert, Kris Allen syngja með Queen áðurnefnt úrslitakvöld: We are the Champions. Njótið vel.

http://www.youtube.com/watch?v=G6Jgx3vjK3E

Einnig lagið: You can&#39;t make me love you.

http://www.youtube.com/watch?v=Y7KA86aOeTs&feature=PlayList&p=AAC5AC140ABB63A0&index=4


"Yes it's a sad mad world."

Eru til einhverjar opinberar melodíur í mínus, þ.e. fyrir illa unnin verk, sem að hægt er að veita þessari ríkisstjórn? Nei, því miður þær eru ekki til.

Ég segi eins og Adam Lambert tjáði sig í laginu Mad world, í forkeppni úrslitakepnninnar í 8 manna úrslitum Amerísku Idol-keppninnar. It&#39;s a mad word. Jamm it&#39;s a sad mad world.


mbl.is 85 fyrirtæki í þrot í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegur seinagangur.

 Það hefur greinilega miklu fjármagni verið varið til fíkniefnalögreglunnar. Er lögreglan ekki alltaf upptekin við að leita að kannabis........?

Hafa þeir efni á því að bjarga mannslífum ........? Þetta er ljótt mál.


mbl.is Biðu í 30-40 mínútur eftir lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir hverju, Illugi?

Það er skrítin yfirskrift Illuga Jökulssonar í einu bloggskrifa sinna í DV í morgun. (Hann er búinn að eiga 2 skrif síðan þá, þegar að þetta er ritað).

Hann ritaði í morgun húrra fyrir því, að nú skuli loksins verið að gera eitthvað af hendi ríkisstjórnarinnar, jafnvel þó að það sé í formi skattahækkana. Aðalrökstuðningur hans er að Sjálfstæðismenn komu aldrei þessum skattahækkunum í verk og því  er þetta flott.

Ég hefði ritað húrra fyrir því, ef að boðað hefði verið, að nú ætti að ná í peninga okkar landsmanna í skattaskjól, en leyfi er nú  búið að fá fyrir þeirri framkvæmd, og Eva Joly væri með í för.

Ég hefði líkað hrópað húrra fyrir því, að nú væri loksins búið að koma útrásarvíkingunum hingað til lands í handjárnum, eignir þeirra kyrrsettar, síðan seldar og við "almenningur" fengjum smá gróða af því.

Éf hefði einnig, í framhaldi af því, hrópað húrra fyrir því að okkur almenningi yrði tilkynnt, að lítið sem að ekkert yrði úr niðurskurði,  þar sem að fjárglæframennirnir hefðu verið sóttir til saka og þeim ætlað að skila þeim nokkur þúsund milljörðum sem að þeir skulda þjóðinni samtals, eftir að þeir hreinsuðu bankana innan frá.

Þar innifalið er skuld Seðlabankans/Davíðs Oddssonar, sem að lánaði bönkunum fleiri hundruð milljarða án veða, vitandi um hvað væri framundan.

Þá gætu einstæðar mæður, öryrkjar, atvinnulausir og fleiri sem að um sárt eiga að binda, haft eitthvað til að hlakka til.

En þar sem að þú Þór Saari, ert eina vonarstjarna svo margra hér á bloggskrifunum (ekki mín), í íslenskri pólitík nú um stundir, hvernig væri þá að þú gengir í þetta verk? Íslensk heimili og fyrirtæki eiga ekki marga blóðlítra eftir.


Borgarahreyfingin mun ekki eiga sér viðreisnar von.

Ég auglýsi hér með eftir stjórnarandstöðu Borgarahreyfingarinnar á Alþingi, eða ætlar hún virkilega að vera alfarið virk með stjórnarmeirihlutanum. Hreyfingin fékk víst nokkuð margar stjórnarsetur fyrir viðhorfsbreytinguna og ætli þeir fái ekki eitthvað ríflegt í vasann, fyrir þetta?

Eitthvað fer lítið fyrir því að Borgarahreyfingu tali fyrir ESB núna. Það var annað hljóð í strokknum fyrir kosningar.

 Svipuð umbreyting varð á skoðunum Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra gagnvart skuldastöðu og erfiðleika heimila í landinu

 Hann talaði aðeins öðruvísi á Austurvelli forðum í hinni svokölluðu búsáhaldabyltingu. Nú er hann að basla við að vera fyndin á þingi á kostnað almennings, ósmekklegt það.

Ekki fór mikið fyrir mótmælum þingmanna Borgarahreyfingarinnar á Alþingi í dag, vegna skorts á upplýsingum til stjórnarandstöðu og almennings.  Borgarahreyfingin er endanlega búin að selja sálu sína.

Það virðist sem sagt vera allt í lagi að ljúga að almenningi, svo framarlega sem viðkomandi sé Samfylkingarmaður eða Vinstri grænn.


mbl.is Umskiptingar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítflibbasubbuskapur.

Ég hef hér í marga mánuði verið að blogga hér um þjóðfélagsástandið hér á Íslandi. Það hafa margir fleiri gert, en það hefur lítið gerst. Það verða flestir að gera grein sér fyrir að Ísland er bananalýðveldi og það á ekkert að gera.

Davíð dældi fleiri hundruðum milljörðum til bankanna án veða rétt fyrir hrun. Hann gengur laus.

Það á nákvæmlega ekkert að gera og íslensk alþýða mun fá það hlutverk frá ríkisstjórninni, að þræla sér út fyrir subbuskappinn sem að hefur fengið að viðgangast undarfarin ár af hvítflibbaliðinu, með samþykki ríkisstjórna.


mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband