Mig langar hér að benda á nokkur lög sem að ég hef lagt sérstaklega ástfóstru við í gegnum tíðina. Eftirfarandi lag samdi Stefán Hilmarsson til ungs sonar síns sem að hann saknaða gífurlega.
Undir þínum áhrifum:
http://www.youtube.com/watch?v=lO0xck7TPg4&feature=PlayList&p=070F67831EABF829&index=0&playnext=1
Einnig þetta hérna með Sálinni:
Þú fullkomnar mig:
http://www.youtube.com/watch?v=FbPxfLQXUoo&feature=related
Hvar er draumurinn:
http://www.youtube.com/watch?v=wPOhyAEN0J8&feature=PlayList&p=4140BCFDEBAF50FF&index=24
Að mínu mati er Stefán Hilmarsson einn besti dægurlagasöngari landsins.
Ég ætlaði að birta slóð með flutningi Stefáns á laginu Líf, en fann enga góða, kannski aðstoðar einhver mig við það?
Fann lagið Líf í flutningi Hildar Völu, virkilega vel gert hjá henni:
Í lokin vil ég benda aftur á lag Adam Lambert sem að ég hef ekki leynt minni áðdáun á og hef bent á hér áður:
http://www.americanidol.com/videos/season_8/performances/adam_lambert_mad_world
Hrein upplifun að hlusta á. Þegar að ég vil hlusta á eitthvert virkilega gott lag fyrir svefninn, þá vel ég þetta.
Og svona þetta alveg rétt í lokin: Ást með Ragnheiði Gröndal:
Dægurmál | Breytt 26.5.2009 kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 01:20
Middlesbrough og Newcastle koma örugglega aftur að ári.
Middlesbrough og Newcastle féllu úr ensku úrvalsdeildinni s.l. sólarhring. Beggja þessara liða er sárt saknað á mínu heimili.
Við mæðgin erum að vísu dyggir stuðningsmenn Manchester United en Middlesbroug og Newcastle hafa verið verðugir andstæðingar í rúman áratug í úrvaldsdeildinni.
Við trúum því mæðginin, að þessi lið munu mæta í ensku úrvalsdeildina aftur að ári.
![]() |
Middlesbrough og Newcastle féllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 01:13
Guantanamo-fangabúðirnar urðu fyrir valinu.
Repúblikanir í sinni málefnafátækt hafa greinilega séð fram á að erfitt yrði að finna höggstað á starfsaðferðum og framkvæmdum Barracks Obama.
Frumvarp forsetans um lokun hinna illræmdu Guantanamo-fangabúða varð fyrir valinu hjá Repúblikunum. Á degi hverjum verða fangarnir að þola alvarlegar pyntingar frá hendi fangavarða.
En Obama mun leysa þetta mál, engin spurning.
![]() |
Skipulögð barátta gegn Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2009 | 19:58
Þingmaðurinn fljúgandi á vængjum Icelandair
Í DV núna um helgina eru upplýsingar um ferðakostnað okkar "ástsælu" þingmanna. Á síðasta ári fóru 140 milljónir í að borga ferðakostnað þessara manna. Þar af fóru um 57 milljónir í það að borga ferðakostnað þessara manna hérlendis. Rúmar 80 milljónir fóru í að greiða ferðakostnað þessara þingmanna erlendis á vegum síns embættis.
Þessu til viðbótar fá þeir þingmenn, sem að búa utan höfuðborgarsvæðisins fasta greiðslu mánaðarlega, að upphæð 61 000 krónur á mánuði.
Guðbjartur Hannesson fer á milli Akraness og Reykjavíkur daglega á okkar kostnað og Kristján Þór Júlíusson sem að á sitt lögheimili á Akureyri, segist ekkert vita um ferðakosntað sinn á mánuði. "Ég flýg bara þegar að ég vil fljúga" er haft eftir honum í áðurnefndu blaði.´
Mér hefur nú sýnst að þeir sem að hafa ákveðið að fara í greiðsluverkfall, hafi fengið ansi þungar ákúrur frá forsætisráðherranum okkar og viðskiptaráðherra. Venjulegur Jón Jónsson mátti sem sagt ekki halda uppi vörnum fyrir sitt heimili en Kristján "flýgur þegar að hann vill fljúga".
Hm.Þá vitum við það.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2009 | 13:58
Sendi hlýjar kveðjur.
Það er lítið hægt að segja nema að senda hlýjar kveðjur til allra þeirra aðstandenda og fórnarlambs, nú ungs drengs, sem að um sárt eiga að binda eftir umferðar- og vinnuslys síðustu daga.
Vona að hlýjar hugsanir hafi eitthvað að segja.
![]() |
Drengur alvarlega slasaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.5.2009 | 19:45
Stjörnuhrap í Krikanum.
Stjörnuhrapið varð í dag þegar að Stjarnan mætti Íslandsmeisturum FH í knattspyrnu í Kaplakrika í dag.
Sonur minn fór á leikinn og var að sjálfsögðu gífurlega ánægður með sína menn. Að mati þjálfara Stjörnunnar var þetta allt dómaranum að kenna eftir að hann gaf markmanni Stjörnunnar rauða spjaldið.
En FH-ingar stóðu sína "plikt" og uppskáru sætan sigur 5 - 1 á móti Stjörnunni. Til hamingju FH-ingar!
![]() |
Stórsigur FH-inga á Stjörnunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2009 | 02:50
Banaslys í umferðinni - leiðrétting.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 23:16
Umferðarstofa: Takið ykkur tak.
Tvö banaslys hafa orðið hér í umferðinni á þremur sólarhringum. Fyrir nokkrum árum síðan man ég eftir því að haldið var uppi öflugum áróðri geng hraðakstri hér á landi, en nú heyrist lítið frá Umferðarstofu.
Eingöngu það að mótorhjólin séu komin á göturnar og það sé vissast fyrir okkur bifreiðaakstursmenn að passa okkur.
Annað þeirra banaslysa nú síðustu daga var í mótorhjólaslysi, en hitt banaslysið gerðist í venjulegum fólksbíl.
Umferðarstofa: Hér er alvara á ferð.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 21:28
Forseti sem að skilur vanda "venjulegs" fólks.
Þegar að ég las þessa frétt var mér hugsað til "litla mannsins" hér á Íslandi og hvaða málsverjendur hann hefði í svipuðum málum sem þessum. Bandaríkjamenn tóku rétta afstöðu þegar að þeir kusu sér forseta á síðasta ári.
Hin afdankaða Öldungardeild Bandaríkjaþings er nú að reyna að setja Obama stólinn fyrir dyrnar, með því að koma í veg fyrir að hægt verði að loka hinum illræmdu Quantanamo fangabúðum.
Miðað við þau vinnubrögð sem að Obama hefur sýnt af sér í embætti síðustu mánuði, tel ég að hann muni ekki gefast svo auðveldlega upp í því máli.
![]() |
Obama gegn kortafyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 03:56
Hlustið - njótið - upplifið. Adam Lambert.
Fyrir þessa frammistöðu stóðu allir dómendur í American Idol upp og klöppuðu honum lof í lófa. Í þetta skiptið dugðu engin orð. Meira að segja Simon Cowell var orðlaus. Ég ætla ekki að hafa nein frekari orð um þetta: Njótið þess að hlusta.
http://www.youtube.com/watch?v=YyyESHqT9a4
Sonur minn hafði upp á þessari slóð og ég birti hana hér:
http://www.americanidol.com/videos/season_8/performances/adam_lambert_mad_world
Slóð sonar míns er http://www.johanningikri.blog.is
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar