21.5.2009 | 18:08
Adam Lambert - ótrúlegir hæfileikar þar á ferð. Queen og fleira næstkomandi laugardagskvöld.
Adam Lambert er búinn að vera stjarna American Idol í allan vetur. Þvílíkur "talent" þar á ferð. Chris hafði ekkert í hann, en vann samt. Er eitthvað að? Þetta er óskiljanlegt.
Það er ekki bara söngurinn sem að Adam tjáir sig með, heldur einnig með einlægni sinni, kurteisi og ljúfmennsku og að sjálfsögðu skilar þetta sér í söngnum líka.
Fyrir nokkrum vikum síðan stóðu allir dómarar keppninnar upp, þar á meðal Simon Cowell, og klöppuðu fyrir hans framlagi. Í það skiptið nægðu engin orð.
Fyrir þá sem að ekki vita, verður þessi þáttur sem að sýndur var s.l. nótt, endursýndur á Stöð 2 Extra klukkan 20:45, næstkomandi laugardagskvöld.
Queen með Adam Lambert, Rod Stewart og enn fleiri gullmolar. Ekki missa af þessu!
![]() |
100 milljónir kusu í American Idol |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2009 | 02:37
Málfarsráðunautur Alþingis óskast!
Svona rétt í byrjun. Sem forfallinn tónlistar- og söngvakeppnaaðdáandi þrjóskaðist ég við að horfa á American-Idol úrslitakeppnina allt til enda. Þess vegna er ég enn vakandi, og er mjög undrandi yfir úrslitunum Ég hélt að Adam Lambart væri búin að negla þetta, þvílíka hæfileika þessi maður hefur á sviði tónlistar.
Nei, mótaðili hans Chris, tók bikarinn. Svona rétt kannski yfir "meðaljóninn" á sviði söngs, en víst mjög hæfileikaríkur í útsetningum og slíku. Bandaríkjamenn hafa greinilega ekki eins góðan tónlistarsmekk og við Evrópubúar. Það vantaði ekki glansið og "sjóið" í kringum þetta allt saman en úrslitin komu að lokum, rétt um 02.00.
En að öðru, Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður: Vinsamlegast vertu þér úti um íslenskukennslu sem allra fyrst svo að ég þurfi ekki að hlusta á þig klæmast á íslenskri tungu næstu árin. Já Sigmundur: "Hvers á þjóðin skilið af okkur'", ætti víst að orða eitthvað svona: Hvað á þjóðin skilið af okkur og hvers á hún að gjalda?
Þjóðin á skilið af þér að þú farir á íslenskunámskeið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvenær á að hætta að gera grín að íslenskri þjóð?. Um hvað er þessi svokallaði stöðuleikasáttmáli? Einhvers konar sáttmáli um það, að það verði sem minnstar kauphækkanir til handa þjóðfélagsþegnum þessa lands, þó svo að matarkarfa heimilisins hafi hækkað á bilinu 20-25% á örfáum mánuðum og það í lágvöruverslunum. Enn meira í krónubúðum.
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram, að það flyttu nú að meðaltali 1 fjölskylda úr landi á dag frá Íslandi. Miðað við að það séu að meðaltali 4 einstaklingar í fjölskyldu, þá flytjast um 120 manns úr landi á mánuði. Þessar tölur fara örugglega hækkandi, þetta er bara byrjunin.
Við getum síðan margfaldað 120 með 12 þá gerir það 1440 manns á ári , og þetta er rétt að byrja.
![]() |
Stöðugleikasáttmáli í smíðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 22:56
Borgarfulltrúi eður ei? Veit einhver svarið?
Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar, er Svandís Svavarsdóttir ennþá skráður borgarfulltrúi V-listans. Ætlar hún sem sagt að vera á borgarfulltrúa, þingmanns, og ráðherralaunum og samt sem áður að segja við okkur, smælingjana, að við þurfum að draga saman seglin?
Hvar eru mótmælin núna? Gekk búsáhaldabyltingin sem sagt út á það, að koma vinstri liðinu til valda með sína spillingu?
![]() |
Fleiri græn skref samþykkt í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 19:26
Tortola, skattaskjól, bankastjórar og fl.
Jæja það skyldi nú aldrei fara svo að við fáum peningana okkar frá Tortola. Nú er það í raun í höndum forsætisráðherra að fara með málið inn á þing og fá samþykki fyrir því að við fáum peningana okkar til baka.
Ef að það verður ekki gert, geta þessar flokkar VG og Samfylking endanlega hætt að tala um gegnsæi.
Fyrir nokkrum vikum síðan var ákveðið að bankastjórastöður yrði auglýstar en hvað hefur orðið um efndirnar? Af hverju eru Birna Einarsdóttir Glitnis/Íslandsbanka"drottning" ennþá bankastjóri þar og Ásmundur Stefánsson sjálfskipaður Landsbankastjóri enn við stjórnvölinn?
Ein spurning í lokin: Er Svandís Svavarsdóttir ennþá borgarfulltrúi? Hún sagðist fyrir kosningar, ætla að hætta þar, kæmist hún inn á þing.
![]() |
Ísland í skattaskjólssamningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2009 | 18:44
Gleðigjafinn og þjóðarstoltið Jóhanna Guðrún.
Viðburðarrík tónlistarvika er á enda runninn. Ísland var í fyrsta sæti í undankeppninni á þriðjudaginn með 174 stig.
Hrafna tók Idol titilinn á föstudaginn.
Og síðan tók Jóhanna Eurovisionkeppnina með trompi eins og allir vita. Glæsilegur fulltrúi okkar á erlendri grundu. Ekki bara á sviði tónlistar, heldur féllu allir fyrir þessari glæsilegu ungu stúlku. Persónufylgi hennar erlendis alveg gífurlegt.
Jóhanna á heiður skilið fyrir að lyfta þjóðinni upp úr efnahagsdrunganum. Hún er sannkallaður gleðigjafi á réttri stundu. Mikið megum við vera stolt.
![]() |
Evróvisjón á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2009 | 01:00
Ísland fékk flest stig í undankeppninni s.l. þriðjudag. Frábært!
![]() |
Ísland varð efst í undanúrslitunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 23:43
Öskubuskuævintýri nr. 2. Jóhanna Guðrún.
Stundum verður maður orðlaus, það er ekki oft en nú gerðist það. Jóhanna Guðrún söng lagið nú mun betur en á þriðjudaginn og uppskar glæsilegan árangur. Hún er fagmaður fram í fingurgóma og vill greinilega gera allt upp á tíu.
Nú getur maður virkilega glaðst í sínu hjarta í nokkrar klukkustundir og verið stoltur Íslendingur, áður en maður fer aftur að hugsa um efnahagsástandið á Íslandi. Einu orði eða tveimur orðum sagt: Frábært, glæsilegt!
![]() |
Ísland í 2. sæti í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 23:44
Öskubuskuævintýri Hröfnu.
Selma fór aldrei leynt með aðdáun sína á Önnu Hlín og ég held meira að segja að hún hafi gert henni óleik með öllu þessu lofi. Jón Ólafs var mikill aðdáandi Lísu, líkt og ég, þannig að Hrafna var svolítið að synda á móti straumnum.
Sjálf stóð ég með Georg Alexander og Lísu lengi fram eftir keppni en eftir að þau duttu út, vissi ég hvert ég myndi setja atkvæðið mitt.
Með hógværð sinni, látleysi, yfirvegun og mikilli og góðri rödd náði hún að heilla þjóðina, til hamingju Hrafna.
![]() |
Fékk tvær milljónir í verðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Menn afhjúpa sig mismunandi snemma. Borgarahreyfingin afhjúpaði sig á fyrsta degi og tók afstöðu með stjórninni og veikir stjórnarandstöðuna til muna. Var þetta ekki akkúrat þetta sem að við þurftum á að halda?
Gagnrýnir Borgara-hreyfinguna harðlega

Tryggvi segir að Borgahreyfingin hafi skipt á lýðræði og völdum. Mynd DV.
Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir vinnubrögð Borgarahreyfingarinnar harðlega í nýrri bloggfærslu. Borgarahreyfingin bauð fram með meirihlutanum þegar kosið var í fastanefndir þingsins í dag.
Bornir voru upp tveir listar, listar A og B. Þingmenn Borgarahreyfingarinnar mynduðu lista A með þingmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna en þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks mynduðu saman B lista.
Einhverjum kanna að finnast það bráðgóð hugmynd að Borgarhreyfingin hafi gengið til liðs við stjórnarflokkana í kjöri um nefndarsetur á Alþingi. Þessi ákvörðun hópsins leiðir til þess að stjórnarandstaðan fær fimm færri nefndarsæti en ella og þar með veikist stjórnarandstaðan sem því nemur í aðhaldi sínu við valdhafana, segir Tryggvi.
Það er rétt að óska Borgarahreyfingunni til hamingju með niðurstöðu þessarar fyrstu atkvæðagreiðslu hópsins á Alþingi þau skiptu á lýðræði og völdum!, segir Tryggvi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 63188
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar