17.11.2009 | 19:15
Já Jón, háðið er besta vopnið..............
Djókið, háðið og spottið óborganlegt hjá Jóni Gnarr. Gerir rótargrín að liðinu á þingi. Eins og þetta fólk meini eitthvað með því sem það er að segja þarna á þinginu?
Já Jón, háðið er besta vopnið, keep on going!
Jón Gnarr í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2009 | 10:19
Söknuður af Daða en velkominn Gunnleifur.
Það verður söknuður af Daða enda svo stór hluti af FH liðinu undanfarin 14 ár. Verið fyrirliði liðsins á stundum og landsliðsmaður, þó svo að það hafi gerst allt of seint að það gerðist.
Þakka þér Daði, fyrir frábæra frammistöðu fyrir FH liðið undanfarin ár. Þú áttir við mikil meiðsli að stríða á þarsíðustu leiktíð en vonandi ertu ekki búinn að segja þitt síðasta í íslenskum fótbolta. Þú ert of góður til þess.
En velkominn Gunnleifur Gunnleifsson.
Og vonandi kemur Guðmundur Sævarsson sprækur til leiks á nýrri leiktíð eftir erfið meiðsli. Tryggvi Guðmunds, ekki voga þér að yfirgefa Íslandsmeistarana! Ertu nokkuð að spá í það?
Gunnleifur til liðs við FH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2009 | 11:32
Fimbulfamb Vinstri grænna og örlög þjóðar.
Hef ekki bloggað hér um nokkra hríð. Fannst það orðið ekki skipta máli hvort maður ritaði hér eður ei. Stjórnarslit í vikunni eða ekki, skiptir ekki máli, sama sukkið heldur áfram.
Ögmundar - og Guðfríðarmálið einungis fimbulfamb Vinstri grænna. Verði þeim að góðu.
Jóhanna mun þá bara mynda nýja ríkisstjórn, með samþykki hins svokallaða forseta vors sem að vegsamaði glæpamennina í bak og fyrir. Þeir eiga að vera í fangelsi.
Eftir stendur að þjóðarræningjarnir munu fá að halda áfram með sitt sukk og svínarí, Eva Joly tekur ekki þátt í þessu lengur og þeir sem að standa uppi með það, að þurfa að húka á þessari eyju næstu árin, munu þurfa að borga Icesave.
Vonandi nennir einhver að lesa þetta, þá nennir maður kannski að blogga áfram.
En..... ég ætla ekki að vera hér að að 7 árum liðnum, svo mikið er víst.
Höfum ekkert við AGS að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2009 | 23:21
Áfram kona - en vefjagigt er illvígur sjúkdómur!
Vefjagigtarsjúkdómur er illvígur sjúkdómur sem að leggst bæði á líkama og sál. Verst er þegar að maður fær ekki þann andlega stuðning sem að maður þarf á að halda. Það er í raun það versta. Með skilninginn að bakhjarli eru manni allir vegir færir í sambandi við vefjagigt.
Ég tala af reynslu. Hef verið illa þjáð af vefjagigt á háu stigi í 2 og hálft ár og fengið lítinn skilning. Missti meira að segja vinnuna út af skilningsleysinu.
Þessi kona á alla mína samúð og ég segi við hana hreinlega: Í Guðanna bænum ekki gefast upp!
Móðir hrökklast frá námi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.9.2009 | 20:55
Forhertir glæpamenn tengdir stjórnmálamönnum.
Það er sem sagt komin upp sú staða í málinu að Sigurjón og co. gætu þurft að borga sínar skuldir "já algjör upplausn". Er þetta nokkuð flókið? Hélt ekki.
En nú blasir sú blákalda staðreynd við íslenskri þjóð að þeir sem að eru í innsta hring stjórnmálanna eru tengdir þessir glæpamönnum og því má ekkert gera.
Og þess vegna á að klína þessu á blásaklausa þjóð............ fyrir utan forherta glæpamenn sem að eru tengdir stjórnmálamálamönnum.
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2009 | 19:03
Björgólfur Thor plús 1000 milljarðar.
Ekki er ég hjúkrunarfræðingur, en á aðstandanda á hjúkrunardeild á dvalarheimili. Hann er 95 ára í dag, við þokkalega heilsu samt.
En maður veit aldrei hvenær höggið kemur og maður verður alltaf að vera til staðar.
Björgólfur Thor ber ábyrgð á 1000 milljarða skuld Íslendinga, hvers vegna er hann ekki í fangelsi og hvar er Eva Joly?
Á meðan er skorið niður í heilbrigðisþjónustunni með samþykki Ögmundar Jónassonar.
Hvað kostar annars að reka heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag á ári?
Starfsfólk óttast uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2009 | 19:11
Fréttastofur eiga að skammast sín. Eins gott að við höfum netið!
Já, er þá ekki bara best að þegja líkt og Fréttastofa Stöðvar 2 gerði í kvöld, í tengslum við undirskrift Forseta Íslands við Icesavesamninginn?
Fréttastofa Ríkissjónvarpsins slefar yfir undirskriftinni með þvi að tala ekki um hana beint, en tala um hana undir rós.
Báðar fréttastofurnar eiga að skammast sín!
Bloggheimar loga vegna ákvörðunar forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.9.2009 | 16:03
Eru Bessastaðir friðhelgir gagnvart mótmælum?
Kommúnistinn sjálfur styður auðvitað frændur sína. Fari hann og veri. Svo erum við þar að auki, samkvæmt skattskrá, að borga Dorritt, sem að er með ríkustu konum heims, uppihald sem forsetafrú. Nokkur hundruð þúsund krónur á mánuði.
Meirir helv..... forstetavíkingadruslan þessi Óli! Já ég leyfi mér að segja þetta nú. Mér ofbýður.
Hverssvegna mótmælti fólk ekki á Austurvöll í sumar? Var of gott veður til þess eða hvað?
Hvar er Austurvöllur og hvar eru Bessastaðir? Eru Bessastaðir friðhelgir gagnvart mótmælum?
Forsetinn á að segja af sér strax........ en það gerist auðvitað ekki, af því að við gerum ekki neitt.
Hvernig væri að mæta á svæðið og mótmæla, já hvernig væri það?
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.9.2009 | 22:29
Steingrímur. Taka 2. Hlustaðu á hvað þú sagðir!
Mér finnst persónulega að þessi maður eigi að hlusta á þetta viðtal vel og vandlega og líkja þvi síðan saman við hvað honum hefur fundisti leggjandi á íslenska þjóð, í sambandi við hinn svokallaða Icesavesaming.
Hann talar hér um ábyrgðarlausa og háskalausa hegðun, við að hvetja fólk til greiðsluverkfalls Ætti hann ekki pínulítið að horfa í eiginn barm? Hvernig væri þá að hann færi að gera eitthvað af viti, svo að fólk þyrfit ekki að grípa til þessa úrrræðis.
Steingrímur, hættu þessum Icesavesleikjuhætti og farðu að hjálpa fjölskyldum hér í þessu landi, í stað þess að dæma þær.
Háskalegt að borga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2009 | 20:36
Þjóðarpúls Gallups eða púlsinn minn?
Meirihluti á móti ríkisábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar